Fer að bresta á með trúarfofsóknum?

Þetta er nokkuð merkileg frétt þó að um leið og hún sé lesin sé brosað út í annað.  Hún snertir spurningar sem hafa líklega fylgt mannkyninu nokkurn veginn eins lengi og það hefur verið til. 

Hvað trúum við á og er hægt að trúa á því sem næst hvað sem er, eða er því sem næst ofaukið í þessari setningu?

Sá sem hér skrifar væri líklega að mörgu leyti hentugur meðlimur í söfnuð sem þann sem hér er fjallað um, enda sit ég marga daga langar stundir í "tilbeiðslu" fyrir framan tölvuskjáinn.  Skráarskipti hafa þó ekki verið framarlega í "bænaskrám" mínum.  Því verður þó ekki neitað að ég hafi "fiktað" við slíkan átrúnað þegar sá "spámaður" kom fyrst fram á sjónarsviðið.

En trúarbragðadeilur hafa verið upp svo langt aftur sem sagan nær og ekki er þessi nýja hreyfing líkleg til að draga úr því.  Líkur eru á að trúardeilur aukist í Svíþjóð og ég yrði ekki hissa ef fregnir af meintum trúarofsóknum færu að heyrast þaðan fljótlega. 

Líklega má segja að þetta snúist allt um control og svo hvort að C og V megi fylgja í kjölfarið.

Heimasíðu trúarhreyfingarinnar er:  http://kopimistsamfundet.se/

P.S. Ef að líkum lætur líður ekki á löngu áður en þessi trúarhreyfing kemur til Íslands, enda upprunin í einu af þeim löndum sem Íslendingar vilja bera sig saman við.


mbl.is Trúarsamtök um skráaskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Því ekki?  Ágætur maður sagði eitt sinn: "Guð býr í garðslöngunni," svo það held ég fólk megi alveg tilbiðja skrár... tölvu sem og hurða.

Ásgrímur Hartmannsson, 5.1.2012 kl. 16:48

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Persónulega fer það lítt í taugarnar á mér hvað einstaklingar kjósa að tilbiðja. Í raun má segja að viðurkenning hins opinbera ætti að vera alfarið ónauðsynleg.

Hver ætti að geta stofnað sitt trúfélag án afskipta hins opinbera og síðan reka sinn söfnuð.

En afskipti hins opinbera af trúmálum flækir málið verulega. Skiptir trúarbrögðum í viðurkennd trúarbrögð og óviðurkennd. Frekari afskipti hins opinbera og pólískur rétttrúnaður flækir málið svo frekar, enda fer fljótlega (ef svo er ekki þegar orðið) öllum að verða skylt að sýna öllum trúarbrögðum fyllstu virðingu og tillitsemi.

Persónulega hef ég ekkert á móti tillitseminni, en virðingu í þessu samhengi, rétt eins og öðru tel ég að best fari á að hún sé áunnin, en ekki skylda.

G. Tómas Gunnarsson, 5.1.2012 kl. 17:24

3 identicon

Það er bara eitt um þessa gaura að segja:

Djöööfulsins Snillllllingaaar.

Stebbi (IP-tala skráð) 5.1.2012 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband