Myndi ég kjósa yfirlýstan "Sambandssinna" í embætti forseta?

Nú þegar byrjaðar eru vangaveltur um hugsanlegan arftaka Ólafs Ragnars Grímssonar sem forseta Íslands, er byrjað að velta fyrir sér breytingum sem hafi orðið á embættinu sem aldrei fyrr.

Það er ekki óeðlilegt að miklar vangaveltur séu um málskotsréttinn og hvernig hugsanlegur forseti myndi hugsanlega beita honum.  Þar á eftir koma oft vangaveltur um hvort að forsetaframbjóðendur verði krafnir svara um skoðanir þeirra á hinum ýmsu álitamálum.  Sumum finnst það ólíklegt og raunar óviðeigandi, en aðrir eru þeirrar skoðunar að slíkt muni verða raunin.

Sjálfur skipa ég mér í síðari flokkinn og tel að kjósendur komi til með að vilja vita meira um skoðanir forsetaframbjóðenda á hinum ýmsu málum sem stundum flokkast undir "dægurmál".

Út frá því myndu kjósendur mynda sér skoðanir á þvi hversu líklegir forsetaefnin væru til að nota málskotsréttinn við mismunandi aðstæður.

Það má til dæmis hugsa sér að ef illa færi og Íslendingar samþykktu að ganga í Evrópusambandið, að það gæti skipt gríðarlegu miklu máli hver sæti á forsetastól og hvernig viðhorf hans væri gagnvart "Sambandinu".

Væri til dæmis uppi svipuð staða innan "Sambandsins" og nú er.  Rætt væri um miklar grundvallarbreytingar á sáttmálum þess og ríkisstjórnir og þing aðildarríkjanna væru að ræða og leita að leiðum til þess að komast hjá því að breytingarnar færu í þjóðaratkvæði. Undir slíkum kringumstæðum gæti afstaða forseta skipt Íslendinga gríðarlegu máli. 

Forsetinn gæti í slíku tilfelli haft úrslitaáhrif á hvort viðkomandi breyting færi í þjóðaratkvæði eður ei.

Því myndi ég líklega aldrei gefa yfirlýstum Evrópusambandssinna atkvæði mitt í forsetakjöri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei ekki ég heldur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.1.2012 kl. 18:28

2 identicon

Heill og sæll G. Tómas Gunnarsson.

Sammála þér eins og svo oft áður, þó báðir búum við í útlandinu, en samt sitt hvoru megin Atlantsála.

Gleðilegt ár og takk fyrir mjög góða pistla þína á liðnu ári, sem við lesum alltaf reglulega.

Hafið þið fjölskykildan það sem allra best á heimili ykkar að Bjórá í Kanada !

Gunnlaugur I (IP-tala skráð) 4.1.2012 kl. 22:03

3 identicon

Sæll G. Tómas Gunnarsson, Ég er hræddur um að stór meirihluti þjóðarinnar sé sammála þér.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 5.1.2012 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband