Einnota stjórnmálaflokkur?

Það er í sjálfu sér ekki mikil frétt þó að einn maður gangi úr stjórnmálaflokki. En þegar stofn og heiðursfélagar yfirgefa flokka eru það vissulega tíðindi.

Nú getur það vel verið að kommar þrífist einfaldlega ekki lengur í VG, um það ætla ég ekki að fjölyrða enda þekki ég lítið til.  En það er hins vegar langt frá því að þetta sé eini félaginn sem hefur yfirgefið VG.  En það er heldur ekki eingöngu að félagar yfirgefi VG, heldur virðist einnig vera megn óánægja meðal margra sem þó halda sig enn í flokknum.  Það verður þó að segjast eins og er, að slíkt ástand virðist frekar vera regla en undantekning í Íslenskum stjórnmálaflokkum um þessar mundir.

En við þessar kringumstæður efast ég um að Vinstri hreyfingin grænt framboð nái að lifa formann sinn og stofnenda í póítísku tilliti.  Átökin og skoðanaágreiningurinn í flokknum virðist svo harður að engin geti haldið honum saman annar en Steingrímur.  Það er að segja að þegar Steingrímur ákveður að stíga niður sem formaður og hætta formlegri þátttöku í pólítíkinni splundrist flokkurinn.

Verða Vinstri græn aðeins eins formanns flokkur?


mbl.is Óli kommi hættur í VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband