Hagvöxtur já, fjárfesting nei

Það er vissulega gott að hagvöxtur skuli nást á Íslandi, Íslendingar þurfa svo sannarlega á því að halda að umsvif aukist.  Hvort að hagvöxturinn kemur vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar eða þrátt fyrir þær er auðvitað eitthvað sem rífast má um lengi, en mér finnst engan veginn hægt að mótmæla því að þetta er plúsmegin hjá ríkisstjórninni.

En það er vissulega áhyggjuefni að að meðan það er að stærstum hluta einkaneysla sem drífur áfram hagvöxtinn, þá dregst fjárfesting saman um ríflega 5% og fjárfesting atvinnulífsins saman um nærri 8%.

Hvaðan skyldi aukin eyðsla almennings koma?  Er fyrst og fremst um að ræða að verið er að eyða sparnaði vegna þess að almenningi er að verða ljóst að tilgangslaust er að geyma fé sitt í bönkum.  Þar er boðið upp á neikvæða ávöxtun og aukna skattheimtu, þannig að ef til vill er þá betra að hreinlega "lifa" fyrir peninginn í núinu.

Líklega er enn framleiðsluslaki í kerfinu, en það hlýtur flestum að vera ljóst að hagvöxtur verður ekki til lengri tíma ef fjárfesting heldur áfram að dragast saman.  Þar er ríkisstjórnin langt frá því að standa plúsmegin og það er þar sem vísbendingarnar fyrir framtíðina er að finna.

Það þarf nauðsynnlega að auka fjárfestingu, skapa atvinnu og draga úr atvinnuleysinu og vonandi færa til baka eitthvað af þeim fjölda sem yfirgefið hefur landið. Aukinn fjöldi námsmanna er líka ástand sem ekki varir nema tímabundið.  Það er rétt að hafa í huga að endurskipulagningu Íslensks atvinnulífs er langt í frá lokið, enn er líklegt að fjöldi uppsagna eigi eftir að eiga sér stað.

 


mbl.is Hagvöxtur mælist 3,7%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband