Bloggfærslur mánaðarins, september 2014

Að upplýsa hverjum þeir skulda

Ég get ekki sagt að ég hafi fylgst með deilunum um eignarhald DV af gaumgæfni, en auðvitað hef ég orðið var við þær í fjölmiðlum.

En þær sanna fyrst og fremst, að mínu mati, að það er ekki síður mikilvægt að vita hverjum einstaklingar skulda, en að hafa lista yfir hvað þeir eiga.

Það er nokkuð sem vert er að hafa í huga, bæði í fjölmiðlarekstri og stjórnmálum.


mbl.is Björn selur hlutinn í DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ukraína undanfarinna áratuga heyrir sögunni til

Ukraína eins og ríkið hefur verið í ríflega 20 ár, heyrir sögunni til.  Það er því sem næst engar líkur á að Ukraína endurheimti þau landsvæði sem það hefur misst í hendur Rússa (orðið aðskilnaðarsinnar, er eingöngu vel útfærður áróður af hendi Rússa).

Það er ekki víst að Ukraína hverfi alfarið af landakortinu, þó að á því sé vissulega hætta, en ríkið verður mun minna og kemur líklega til með að missa mikið af sínum bestu og verðmætustu svæðum.

Það er eflaust mörgum vonbrigði að enn og aftur skuli landamærum í Evrópu vera breytt með ofbeldi og vopnavaldi, eitthvað sem þeir töldu að heyrði sögunni til, en hervaldið og Rússar minna enn og aftur á sig með þessum hætti.

Þó að aðalástæðan fyrir þessum örlögum Ukraínu sé auðvitað ofbeldi og yfirgangur Rússa, eru skýringarnar auðvitað fleiri.

Ukraína hefur einfaldlega ekki notað síðustu áratugi af nægum krafti til að skilja á milli sín og Rússlands.

Efnahagur og að mörgu leyti stjórnmálalíf landanna hefur verið náið og með sterk tengsl.  Það má enda segja að stærsta ógnin við Rússlands Pútins hefði verið "vestræn" og hagsæl Ukraína.  Það var því mikið lagt í,  til að halda glundroða og spillingu í Ukraínu.

En það er ljóst að sá tími að vopnavaldi sé beitt til að breyta landamærum í Evrópu er ekki liðinn.

Það er líka merkilegt að fylgjast með því hvað margir telja það eðlilegt að land eins og Ukraína "tilheyri", eða sé á "áhrifasvæði" annars ríkis.  Að það sé bæði réttlátt og eðlilegt að Rússland ráði þar ríkjum, beint eða óbeint.

Auðvitað er það svo, og mun líklega verða um ókomna tíð, að ríki beita og eru beitt þrýstingi af nágrönnum sínum og öðrum ríkjum.  En það þýðir ekki að það sé bæði sjálfsagt og eðlilegt.

Pútín hefur sýnt að hann fer sínu fram og lætur "aðvaranir" og "þvinganir" Bandaríkjanna og "Sambandsins" sér nokkuð í léttu rúmi liggja.

Það sýnir svo hver ræður ferðinni hjá svokölluðum "aðskilnaðarsinnum", að það er að sjálfsögðu Pútin sem er í samningaviðræðum við Ukraínuforseta um niðurstöðu í deilunni.  Eftir því sem næst verður komist komas "aðskilnaðarsinnar" ekki að því borði.

En það er líka nauðsynlegt, að það sé fyrst og fremst Ukraína sem stendur í samningaviðræðum, þó að vissulega geti aðrir lagt sitt á vogarskálarnar.

En það er hætt við að samningar þar sem "Sambandið", undir forystu Þjóðverja spiluðu stórt hlutverk, á móti Rússum, myndu vekja upp óþægilegar minningar í mið og austur Evrópu.


mbl.is Telur Úkraínuher sigraðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árið 2008: Þegar Íslensk stjórnvöld vildu "eurovæða" og fara á hraðferð inn í "Sambandið".

Það gekk mikið á árið 2008, ekki bara á Íslandi heldur víða um veröldina.

Þá voru miklar um og rökræður á Íslandi um nauðsyn þess að ganga í "Sambandið" og taka upp euro.  

Ekki man ég þó eftir því að hafa séð það áður að Íslensk stjórnvöld hafi átt í viðræðum við "Sambandið" um "einhliða" upptöku euros, og talið að það gæti orðið flýtileið inn í "Sambandið".  Mig rekur ekki heldur minni til þess að slíkt hafi verið útskýrt fyrir þjóðinni, en auðvitað getur það hafa farið fram hjá mér.

Ef einhver hefur frekari upplýsingar eða man eftir fréttum um slíkar viðræður þætti mér fengur að fá upplýsingar hér í athugasemdum.

En tilefni þessa skrifa, er bréf sem Ollie Rehn hefur ritað vegna kosninga um sjálfstæði Skotlands, þar stendur orðrétt:

 "I recall that in 2008 the then Icelandic government requested the possibility of unilateral 'euroisation' of the krona to stabilize the monetery situation and as a shortcut to EU membership for Iceland; the Commission simply rejected this as against the Treaty."

Svo mörg voru þau orð.

Það er auðskilið að "Sambandið" hafi ekki viljað hlusta á slíka vitleysu, en það væri vissulega gaman að vita hvaða Íslensku stjórnmálamenn hafi borið hana á borð.

 

Bréf Ollie Rehn má finna hér að neðan, en það er fengið af vef Daily Telegraph.

 

Ollie Rehn Scotland independence


Fáeinar af Flikker

Hef ekki verið duglegur að blogga hér undanfarið, hef haft öðrum hnöppum að hneppa og lyklborð að hamra.

En hér eru nokkrar myndir af Flickr, sem ég hef tekið undanfarið, eins og alltaf er hægt að skoða myndirnar stærri með því að smella á þær, nú eða fara á sjálfa Flickrsíðuna.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband