Bloggfærslur mánaðarins, maí 2006

Lífrænt og gott, bragðvond fiðluhöfuð og hvað er WalMart að eyðileggja? Kennedy berst við vindmyllur

Einn af mínum "uppáhaldsskríbentum" er Margaret Wente, en hún skrifar reglulega pistla í Globe and Mail og víðar.  Hún kemst mjög gjarna skemmtilega að orði, er óhrædd við að "höggva" heilagar kýr og kasta ljósi á mál frá öðrum sjónarhólum en þeim viðurkenndu.

Svo var nú um helgina þegar hún skrifaði um "lífrænt" ræktuð matvæli, stéttaskiptingu, "snobb" og þá ákvörðun Wal Mart að hasla sér völl innan "lífrænt" ræktaða geirans.

Vissulega sýnist líklega sitt hverjum um þetta málefni, eins og svo mörg önnur, en það verður enginn svikinn af því að lesa grein Margaretar. 

Og meira af "grænum" málum.  Það virðist nokkuð skrýtin staðan sem Edward Kennedy er komin í þegar hann berst af krafti á móti því að vindmyllur verði reistar, skammt frá landareign hans á Cape Cod.

Svo virðist sem Kennedy og Democratar, sem hafa þó gjarna talað um nauðsyn þess að leita allra leiða til að minnka þörf bandaríkjamanna (og veraldarinnar allrar) fyrir olíu og talað fyrir nýtingu vistvænni orkugjafa, ætli að reyna að koma í veg fyrir að þetta orkuver (eitt stærsta vindorkuver í heimi, ef af yrði), rísi.

Skoðanir eru skiptar, og í umræðuna blandast umhverfissjónarmið frá öllum hliðum, endurnýjanleg orka, flug farfugla, sjónmengun, hrygning fiska, og svo auðvitað það sem margir vilja meina að sé ekkert merkilegra en NIMBYismi af hálfu Kennedy.

En hér má sjá grein úr Boston Globe, ein frá CBS og ein úr Globe and Mail

En auðvitað er það ekkert nýtt að endurnýjanleg orka og verndun umhverfisins séu taldar andstæður, en hér sem annars staðar verður auðvitað hver að dæma fyrir sig.


Reiknimeistarar allra landa..... er þetta rétt??

Ég var að lesa fréttina um skoðanakönnun Gallup.  Ekki líst mér alveg á niðurstöðuna, en það í sjálfu sér telst ekki til tíðinda.

En þegar ég fór að rýna í niðurstöðuna og ætlaði að sjá hvað munaði miklu á því að Sjálfstæðisflokkurinn næði 8. manninum, fékk ég niðurstöðu sem ég fæ ekki alveg til að ganga upp.

Ef rétt er að Sjálfstæðisflokkurinn hafi hlotið 43.4% í þessari könnun, þá hefur 8. maður hans 43.4%/8 eða 5.425% á bakvið sig.  Hafi Samfylkingin hlotið 32.1% í könnuninni, hefur 6. maður hennar aðeins 32.1/6 = 5,35% á bak við sig.  Vinstri grænir eru síðan jafnir 6. manni Samfylkingar með sinn 2. mann, 5.35%, ef þeir hafa hlotið 10.7% í könnuninni.

Nú geri ég ekki kröfu til þess að vera talinn sérfræðingur í kosningareglum, og úthlutunum borgarfulltrúa.  Því getur það vel hugsast að ég hafi miskiliði þetta eitthvað.

Ég studdist við minni mitt, og þegar ég leitaði á vefnum fann ég þessar reglur.

Ef ég hef skilið þetta rétt, hefði ég haldið að Sjálfstæðisflokkurinn hefði fengið 8 menn í þessarri könnun, Samfylking 5, Vinstri grænir og Frjálslyndir 1. mann hvor, Framsóknarflokkur úti.  En það er ekki niðurstaðan sem Gallup og RUV koma fram með. 6. maður Samfylkingar og 2. maður VG kæmi svo næst, reyndar svo hnífjafnir að ef þetta væri niðurstaðan þyrfti að varpa hlutkesti þeirra á milli, í það minnsta ef ég hef skilið þetta rétt.

Ég er því að vona að einhver sem lesi þetta blog geti gefið mér einhverjar útskýringar á því hvernig þetta er reiknað út, með því að setja inn útskýringar hér í athugasemdir.

Hitt er svo annað mál, að það að vinna meirihluta með 43.4% atkvæða getur ekki talist sannfærandi, en ef 4 til ríflega 5 prósent falla dauð hjá hverju hinna 4. framboðanna gæti það gerst.


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn fengi 7 menn í Reykjavík samkvæmt Gallup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tom, how do you like Iceland?, Johnny Knoxville Íslands, "The Dudes" í heimspressunni og "That´s a recipe for a super-duper country, as far as I am concerned.

Það virðist svo vera að sem íslendingur sperri maður ætíð eyrun og jafnvel líka augun, ef maður heyrir eða sér minnst á Ísland einhversstaðar, í útlöndum það er að segja.Það heyrir því undir borgaralega skyldu mína að láta samborgara mína vita af þeirri umfjöllun sem er um Ísland og íslenska fjölmiðlamenn Globe and Mail nú í dag, og undanfarna daga.

Blaðamaður blaðsins, Simon Houpt, er staddur í Cannes, og bloggar þaðan um það sem fyrir skynfæri hans ber. Svo virðist sem íslenskur fjölmiðlamaður hafi vakið athygli hans í strandbænum, þó vissulega megi deila um hvers eðlis sú athygli er.Þetta mátti lesa á bloggsíðunni í gær eða fyrradag (og má enn að sjálfsögðu):

"... The question is pretty funny, but I think my favourite was probably one from an Icelandic journalist. "Tom," he said, "why do you love Iceland?" Hanks looked at him like he had no idea what he was talking about, but he gamely played along. "Why do I love Iceland? We only have a few minutes here but I'm just going to start," he said. " How sensational the people are, let's start with that. Its location is ideal. Summertimes are beautiful, there's a lot of great camping that goes on. And you can get a really great and relatively inexpensive cup of coffee in Iceland. That's the recipe for a super-duper country, as far as I'm concerned." "

Vissulega nokkuð sérstök spurning, en verðum við ekki að færa Tom Hanks, upp í "Íslandsvin 1. klassa" fyrir frábært svar?

Í dag máti svo lesa meira um íslensku fjölmiðlamennina, en þá var vísað í bloggið af forsíðu vefmiðilsins, með fyrirsögninni: "Iceland´s Johny Knoxville strikes again".

"... I snagged a seat in the front row, between a Norwegian and Icelandic journalist. They told me they'd never heard of Dreamgirls, which suggests Paramount may have trouble with international distribution. While we were waiting for the presentation to being, I asked the Icelandic reporter if he knew his compatriot who asked Tom Hanks on the first day what he loved about Iceland. I was especially curious, since the reporter had struck again today during the Fast Food Nation press conference, asking Ethan Hawke if he might come to Iceland if he was promised red carpets and transportation via Renaults (the official car of the Cannes festival). ""Oh yea, call me," Hawke had gamely replied, holding his pinky and thumb extended, up to the side of his head, in the international symbol for 'call me.' So who was this crazily chauvanistic Icelandic reporter? "He's our Johnny Knoxville," replied the fellow next to me, rolling his eyes. "He gets his credentials by piggybacking on a newspaper, it's the New York Times of Iceland." Apparently, the Icelandic Johnny Knoxville — Auddi Blondal is his name — has his own show in which he punks celebrities. (Allen Funt, what have you wrought?) The show's title is loosely translated as "the dudes." (It sounds funnier in an Icelandic accent.) As the lights dimmed in the auditorium for the presentation — and the film looks and sounds great — the journalist leaned over and whispered, "Give me your e-mail address. I'll send you some information about the Icelandic Film Festival. It's getting bigger and bigger every year. Tarantino was there last year." I would have taken him up on it, but he bolted for the door after the first Dreamgirls song. I don't think he likes R&B."

Bloggið má finna hér.

Svo er nú það, og segi ég borgarlegri skyldu minni, að uppfræða íslendinga um umfjöllun um þá erlendis, lokið í bili.  

 


Smiður dauðans

Stundum verður maður hálf þegjandalegur við lestur greina eða frétta.  Það gerðist einmitt núna í morgun þegar ég fór í gegnum netútgáfu Globe and Mail.

Þar er sagt frá aukabúgrein bresks bónda.  Bóndi þessi selur dýrafóður, hey, korn, hunda og kattamat og svo smíðar hann gálga.

Ekki er það svo að hann komi þar sem aftaka á að fara fram og slái upp gálga á markaðstorginu, svona rétt eins og gert var í gamla daga.  Nei, hann smíðar nýtísku gálga, jafnvel "trailera" með 5 til 6 gálgum, svo hægt sé að ferðast með einföldum hætti á milli þorpa og "parkera" á góðum stöðum.  Þetta hljómar eins og þetta sé svona svipað og sviðin sem oft eru notuð á útiskemmtunum á Íslandi.

"Græjurnar" eru smíðaðar með því markmiði að vera afkastaaukandi, viðhaldslitlar og að auðvelt sé að þrífa þær.

“You can get a lot more efficiency if you put five or six units on a semi-trailer and drive it from town to town, and get rid of all the bad people in one go.”

Og allt er þetta í nafni mannúðar:  "

His business, he said, is essentially humanitarian in nature, since it makes execution quicker.

“With the system that I'm manufacturing, it's a humane system of execution. If you outlaw this equipment, you're going back to the most barbaric kind of execution, like chucking people over a tree. With my equipment, it takes only 13 to 15 minutes to get rid of someone.”"

Viðskiptavinirnir eru aðallega ríki í Afríku, og kemur fram í greininni að Mugabe sé talinn viðskiptavinur og að "smiðurinn" þakki lága glæpatíðni í Lybiu að hluta til að minnsta kosti framleiðslu sinni.

Loks kemur fram að síðan "flett var ofan" af þessari framleiðslu sé í undirbúningi lög á evrópuþinginu sem banni sölu á aftökutækjum í Evrópusambandinu.

En greinina í heild má finna á vef Globe and Mail.

 


Hljóma eins og andstæður

Orðin danskt og skyr, hljóma eins og andstæður.  Í huga mér er skyrið svo íslenskt að fátt er íslenskara.  Skyrið er enda eitt af því sem ég sakna hvað mest hér.  Það má reyndar búa til "skyrlíki", úr jógúrti, en það er aldrei alveg það sama.

En það er gott að hægt sé að nota skyrið til "útrásar", reyndar held ég að það sé heillavænlegra að fara þessa leið, frekar en að flytja skyrið út frá Íslandi eins og stundum er gert.  Staðreyndin er sú að ef skyrið verður vinsælt, getur íslenskur landbúnaður ekki staðið undir því magni sem til þarf.

Mikið yrði ég glaður ef einhver tæki nú upp á því að framleiða skyr hér í Vesturheimi. Það yrði kærkomin viðbót í matarflóruna.  Og hvers vegna ekki, hér eru evrópskar og norrænar vörur vinsælar, ég kaupi til að mynda gjarna danskan gráðost hér, og norskan mjólkurost, báðir ákaflega góðir ostar.


mbl.is Danskt skyr komið í verslanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðlögun innflytjenda?

Það er líklega ekki þetta sem átt er við, þegar talað er um að innflytjendur verði að aðlagast íslenskum veruleika og taka upp þjóðlega siði, eða hvað?
mbl.is Lyktin vísaði á landabruggið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vatnsrennireið

Þetta eru vissulega góðar fréttir, og jákvætt framhald af umferðarpistlinum sem ég ritaði hér á undan.  Ef mengun af bílaumferð svo gott sem hverfur, þá er það vissulega stór áfangi sem ber að fagna.  Þetta eru svo ekki síður stórkostlegar fréttir fyrir íslendinga, sem gætu þá keyrt á innlendu eldsneyti.

En þetta er ekki komið á koppinn, en verður vonandi að veruleika eins og þarna er talað um á næstu 10 árum eða svo, hvað það tekur svo langan tíma fyrir vetnisbíla að verða ráðandi er svo erfiðara að spá um, ef ekki kemur til önnur og betri tækni.

 En þetta eru eins og áður sagði góðar fréttir, og vonandi að starf Íslenskar NýOrku og samstarfsaðila þeirra eigi eftir að skila íslendingum framarlega í nýtingu vetnis.

 


mbl.is General Motors ætlar að framleiða vetnisbíla eftir nokkur ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í umferðinni

Það var á fimmtudaginn var, það var hellirigning hérna og eins og oft vill verða í svoleiðis tíð þá fór umferðin í köku. Bílar sátu kjurrir, hreyfingin var lítil og ég hafði nægan tíma til að hugsa á meðan ég reyndi að drepa tímann og hlakkaði til að komast heim.

En það þarf reyndar ekki rigningu til, á hverjum morgni og hverjum eftirmiðdegi þá er umferðin hér og þar eins og lítill snigill sem er snúið lafhægt. Ég fór að velta því fyrir mér hvernig á þessu stæði? Hvers vegna er borgarbúum boðið upp á þetta? Er ekki ein af frumskyldum borgaryfirvalda að sjá til þess að borgarbúar komist þokkalega leiðar sinnar? Er ekki sú framkvæmd að gera umferðina betri hagkvæm?

Lítum á hvað tapast í umferðarhnút. Því sem næst kyrrstæðir bílar sóa orku, bensíneyðslan rýkur upp og kostnaður bæði einstaklinganna og þjóðarinnar eykst. Bíll í hægagangi mengar, jafnvel meira heldur en bíll á fullri ferð. Bættar samgöngur ættu því að þýða minni mengun. En umferðarhnútar þýða líka tapaðan tíma. Tíma sem mætti nota til annars.

Auðvitað gætu menn unnið lengur, skilað meiri vinnu, en það sem er þó mikilvægara að mínu mati, er að umferðarhnútar taka mikilvægan tíma sem menn og konur gætu ella eytt með fjölskyldu sinni.

Mótrökin eru svo þau að auðvitað ætti fólk að nota almenningssamgöngur, þær eru ódýrari, þær menga minna enda margt af þeim rafmagnsknúið (jafnvel þó að rafmagnið sé framleitt með kolum, eins og partur af því er hér), og eru þjóðhagslega mun hagkvæmari á ýmsan máta.

En þeim vantar einn mikilvægan þátt. Þær eru ekki tímasparandi. Hér í Toronto er býsna þægilegt og hagkvæmt að ferðast með neðanjarðarlestinni, en afar takmarkað, enda aðeins um 2 línur að ræða (ef til vill 2 og hálfa, eftir hvernig litið er á málið). Síðan taka við mis skemmtilegar strætóferðir eða sporvagnar, kerfið er því ekki mjög liðugt, ef svo má að orði komast, og er langt frá því að standa undir sér.

Síðan eru lestir til borga og bæja hér í kring, sem bjóða svo upp á strætóferðir frá lestarstöðvunum. En þessar lausnir geta ekki að öllu jöfnu, keppt við einkabílinn, hvorki hvað varðar þægindi né tíma, jafnvel þó að umferðartafir komi til.

En hvað er til ráða? Í Toronto búa um það bil 2 og hálf til 3 milljónir manna, "stór Toronto svæðið" telur svo á milli 5 og 6 milljónir. Þetta er ríflega íbúafjöldi Danmerkur ef ég man rétt. Þessir íbúar dreifast yfir ótrúlega stórt svæði, að því leiti minnir Toronto mig oft á Reykjavík, bara mikið stærri. Íbúar beggja borganna virðast líka eiga það sameiginlegt að vilja gjarna búa í sérbýli, með dulítinn garðblett ef það er nokkur möguleiki.

Þó má sjá örlitla breytingu þar á,  bæði í miðbænum og svo líka meðfram neðanjarðarlestinni spretta upp skýjakljúfar. Staðsetning sem gerir almenningssamgöngur fýsilegri og þéttir byggðina umtalsvert.

Er það eina ráðið? Að þétta byggðina, byggja skýjakljúfa? Eða er "evrópska" leiðin betri, þar sem oft má sjá 6 til 7 hæða hús, byggð samfelld, ekkert bil, engin garður umhverfis, kannski smá port í miðjunni?

Eða er rökréttara að reyna að uppfylla óskir íbúanna?  Eigum við fyrst og fremst að snúa okkur að því að gera raunveruleikann betri, sætta okkur við hvernig hlutirnir eru og reyna að bæta það sem við höfum? 

Þetta leiddi líka hugsun mína að því hvort við kjósum okkur pólítíska fulltrúa í þeirri von að þeir uppfylli þarfir okkar í framtíðinni, eða hvort við kjósum þá til að móta þá sömu framtíð?

Þá hlupu hugrenningar mínar til Reykjavíkur, þar sem ég bjó áður.  Þar virðist sem menn og konur hafi meiri áhyggjur af því hvað það gæti hugsanlega tekið langan tíma að fara út á flugvöll, frekar en að velta því fyrir sér hvað tekur fólk langan tíma að fara í vinnuna á morgnana.

En vissulega hefur verið rætt um að þétta byggðina í Reykjavík.  Það hefur þó alltaf verið frekar óljóst hvernig rétt væri að standa að því.  Flugvöllinn vilja jú flestir að ég held burt, þar er nokkuð ónýtt byggingarland.  En hvar annars staðar á að þétta byggðina?  Vissulega væri rökréttast frá hagkvæmnissjónarmiði að gera það í póstnúmerum 101 og 107, og líklega hluta af 105.  Kaupa upp lágreist húsin þar og byggja samfelld 6 til 8 hæða hús.  Verslanir, þjónusta, veitingastaðir og skrifstofur á hæðum 1 til 2 eða 3 og svo íbúðir upp.  Þannig myndi koma öflug og þétt byggð í kringum miðbæinn.  Þegar póstnúmeri 102 (flugvellinum) væri svo bætt við lokaðist hringurinn og góður kjarni væri kominn.

Það er nefnilega til lítils að ætla að fara að þétta byggðina í úthverfum, það eykur bara þann fjölda fólks sem þarf að flytja á milli staða.  Nema auðvitað ætlunin sé að byggja sjálfbær hverfi, hverfi sem menn bæði búi og starfi í.  En það er hægara sagt en gert, sérstaklega ef haft er í huga að hreyfanleiki á vinnumarkaði er æskilegur.

 En það talar enginn um að þétta byggðina í miðborginni, ja nema auðvitað með því að byggja á einum og einum auðum bletti.  Ef hugsa á þéttingu til framtíðar, þarf að skipuleggja svæðið, auðvelda uppkaup og þar fram eftir götunum.  En er það sem Reykvíkingar vilja?  Nú veit ég ekki?

Eða vilja þeir halda áfram í þeim veruleika sem ríkir í dag og viðurkenna að einkabílinn er það farartæki sem þeir hafa kosið sér?  Því sé áríðandi að greiða eins og hægt sé úr umferð, byggja umferðarmannvirki sem geta mætt þeirri umferð sem er á götum borgarinnar og sparað þannig eldsneyti, minnkað mengun og sparað borgarbúum gríðarlegan tíma.

Eða er tími til kominn að gefa frítt í strætó, stórauka skattlagningu á einkabílanotkun (gjald inn í miðborgina, hækka bílastæðagjöld og gera öll bílastæði gjaldskyld o.s.frv) og koma þannig með nauðung í veg fyrir stóraukna notkun einkabílsins sem er fyrirsjáanleg í Reykjavík á komandi árum, með sívaxandi fólksfjölgun?

Ég held að ég kjósi frekari uppbyggingu gatnakerfisins, bæði hér í Toronto og í Reykavík, en þar eru líklega ekki allir sammála mér.

 


Mömmudagurinn -

Mömmudagurinn

Í dag er mæðradagurinn, alla vegna hér í Kanada og víða um lönd, líka á Íslandi ef ég man rétt. 

Því er rétt að óska mæðrum nær og fjær til hamingju með daginn.


Apagado Barcelona

Yfirburðasigur Alonso í Barcelona var með eindæmum sanngjarn.  Hann einfaldlega ók best á besta bílnum, þannig leit það alla vegna út.  Sigri hans var aldrei ógnað.  Schumacher sigldi örugglega í annað sætið, og lítið annað gerðist í þessum kappakstri.  Raikkonen sýndi þá fantatilþrif í ræsingunni og fór upp um 4. sæti, vel að verki staðið hjá honum en hlýtur samt að vera erfitt fyrir hann að  hafa ekki betri bíl til umráða.  Það verður fróðlegt að sjá hjá hvaða liði hann verður að ári.

En þessi kappakstur var tilþrifalítill, líklega verður það að miklu leyti að skrifast á brautina, hún bíður ekki upp á mikinn framúrakstur, en svo eru bílarnir það jafnir, að það verður alltaf erfitt.

En það beinir líka huganum að því hvort að Formúlan hafi ekki verið að fara í rangar áttir með sífelldum reglubreytingum, líklega sýnist sitt hverjum þar.  En þær breytingar sem gerðar voru í stigakeppninni og svo einnig hvað varðar vélarnar, hefur að sumu leyti breytt Formúlunni í hálfgerðan þolakstur.

Það er mikilvægara að koma í mark í þokkalegu sæti heldur en að vinna.  Ef möguleiki að fara fram úr næsta manni er ekki stór, er líklega betra að spara vélina, það er að segja ef þú ert á fyrsta móti með hana, heldur en að reyna að fara fram úr.  Að detta úr leik er svo stór "bömmer" og tekur svo langan tíma að vinna stigaleysið upp, að það er hætt við að það sé meðalmennskan sem gildi í æ fleiri tilfellum. 

Ég er í það minnsta þeirrar skoðunar að þetta hafi ekki verið til blessunar.

En það breytir því ekki að Alonso átti þennan kappakstur frá upphafi til enda, og er rétti maðurinn til að færa spænskum áhengendum sínum fyrsta sigur spánverja í spænska kappakstrinum.  Þannig hefur hann lyft Formúlunni í hæstu hæðir á Spáni.

Viva Alonso


mbl.is Alonso fagnað sem þjóðhetju eftir öruggan konungssigur í Barcelona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband