Að bæta sig með nýjum græjum

Auðvitað er nauðsynlegt að stefna að því að bæta sig á nýju ári, í það minnsta í einhverju.  Nú er ég búinn að finna í það minnsta eitt sem ég get bætt á árinu.

Það er tannburstun.

Tannlæknirinn hefur löngum legið mér á hálsi fyrir að sinna tannhirðu ekki af nógu miklum krafti.  Þó bursta ég samviskusamlega bæði kvölds og morgna og stundum um miðjan dag.  En ég viðurkenni það á mig að vera ekki mikilvirkur með tannþráðinn eða önnur hjálpartæki. Margan yfirlesturinn hef ég fengið frá tannlækninum fyrir þann skort.

En nú horfir þetta allt til betri vegar, tannlæknirinn lét í hendurnar á mér nýja græju, nýtt "gadget".  Ég verð víst að viðurkenna að ég er jafn hrifinn (ef ekki hrifnari) og hver annar af nýjum græjum.  Þannig veit tannlæknirinn auðvitað hver er besta leiðinn til að fá uppkomna drengi til að sinna sínum málum betur.

Nýja græjan er Sonicare e9800 og þó að ég hafi eingöngu notað hana í örfáa daga, þá finn ég muninn.  Þetta er einfaldlega fantabursti og "cool gadget".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Eru ekki flestir smá græjufíklar inn við beinið og svo við hinir sem eru aðeins meira en það ?

Rúnar Haukur Ingimarsson, 4.1.2007 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband