126 milljarðar dottnir "á milli skips og bryggju?"

Það er merkilegt að sjá frétt sem þessa, sem ég sá á vef Ruv nú í kvöld.

Fjársterkir Japanir vilja fjárfesta fyrir u.b.þ. 126 milljarða á Íslandi.  Hefðu áhuga fyrir því að kaupa banka, koma með fjármagn í hann og í framhaldinu jafnvel reisa hér jarðvarmaorkuver.

En þeir fá engin svör frá Íslenskum stjórnvöldum. 

Ekki af, ekki á.

Steingrímur "lonesome cowboy" Sigfússon, segir að erindi þeirra hafi mögulega dottið "á milli skips og bryggju".

Man einhver eftir "möntrunni" sem farið er með um það sem þarf að gera til þess að endurvekja og skapa traust á Íslandi og Íslenskum efnahag.

Í þeirri "möntru" má finna atriði eins og að reka seðlabankastjórana, sækja um aðild að "Sambandinu" og kyngja öllum kröfugerðum Breta og Hollendinga hvað varðar IceSave.

En það virðist ljóst vera að einfaldar aðgerðir eins og að passa upp á að svara fyrirspurnum um mögulegar milljarðarfjárfestingar eru þar ekki að finna.

Það skiptir líklega engu máli, eða hvað?

 

Ég birti fréttina í heild sinni hér að neðan:

Fá ekki svör frá stjórnvöldum

Hópur fjársterkra Japana hefur beðið í 9 mánuði eftir svari íslenskra stjórnvalda við fyrirspurn sinni um að fá að koma með 126 milljarða króna inn í íslenska hagkerfið til endurreisnar. Ragnar Önundarson, aðstoðarmaður þeirra hér á landi, furðar sig á sinnuleysi fjármálaráðuneytisins.

 

Japanarnir hafa yfir miklum fjármunum að ráða og eru þekktir fyrir að vera fremstir í framleiðslu vélbúnaðar fyrir jarðvarmaorkuver.

Þeir komu til landsins í nóvember á síðasta ári ásamt bandarískum viðskiptafélögum sínum og vildu kaupa banka, endurfjármagna hann og reisa gufuaflsver hér á landi í framhaldinu. Nöfn þessara manna fást ekki upp gefin.

Ragnar segir beiðnina hafa verið ítrekaða nokkrum sinnum. Japanar séu kurteisasta þjóð í heimi og kunni illa við þá viðleitni sem þeim hafi verið sýnd.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagðist ekki kannast ekki við málið þegar fréttastofa hafði samband við hann í dag. Það hafi mögulega dottið milli skips og bryggju í ráðuneytinu þar sem bæði hafi verið skipt um ráðherra og ráðuneytisstjóra frá því er fyrirspurnin var fyrst lögð fram.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú bara alveg dæmalaus vitleysa. Kemur ekki á óvart að öfga vinstri maður "kannist ekki við málið". Öfga vinstri menn virðast ekki skilja peninga og ekki kunna þeir að fara með þá og því hefur þetta boð um milljarða innlegg bara verið ósýnilegt í þeirra augum.

Tryggvi (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 08:52

2 identicon

getur verið að sjallarnir hafi ákveðið að fela þetta - til að geta rekið svo rýtinginn í bakið á vinstristjórninni seinna ???

Gunnar (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 09:17

3 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Usssss, þetta eru einhvernir "erlendir gróðapungar" sem vilja "sölsa undir sig auðlindirnar". Eða eigum við að mála þessa menn einhverjum öðrum VG-grýlu litum?

En svona ekki-viðbrögð koma svosum ekkert á óvart. Einkaframtakið er eitur í beinum VG nema um fjallagrasavinnslu sé að ræða.

Sigurjón Sveinsson, 10.9.2009 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband