Að verða klár

Ég er að verða nokkuð klár fyrir jólin.  Það er ekki margt sem er ógert.

Fór í dag og keypti malt og appelsín, ekki þetta eina sanna, heldur malt sem er framleitt hér í Kanada, heitir því frumlega nafni Malta, nokkuð gott, en ekki jafn sætt eins og það Íslenska.  Því verður síðan blandað saman við Orangina, þetta er ekki "the real thing", en vel í áttina.

Hangikjötið er komið í ísskápinn, eins og stundum áður er það ekki íslenskt, heldur pantað frá Gimli, gott kjöt, en algerlega á eigin forsendum.  Þetta á lítið sameiginlegt með Íslenska hangikjötinu, "lambið" annað og ég veit ekki hvaða við þau nota við reykinguna, en ábyggilega ekki birki.

Í ísskápnum er sömuleiðis lax að grafast, hann græjaði ég til í gær, en slíkur matur er líkt þekktur hérna, þó að lax sé allsstaðar að finna, en hann er yfirleitt ferskur eða reyktur.

Á morgun fer ég og kaupi Eistneskar blóðpylsur, en þær eru ágætis matur og vinna á með hverju árinu.

Allir jólapakkar sem von er á frá Íslandi og Eistlandi eru komnir í hús, en því miður virðist Kanadíski pósturinn ætla að klúðra tveimur af pökkunum sem við sendum til Íslands, þeir eru alla vegna ekki komir til viðtakenda,  en enn er smá von.

Allar jólagjafir eru keyptar og í raun ekkert meira sem þarf að gera, annað en að bíða eftir jólunum með Foringjanum.

En vetrarsólstöður voru í dag, virkilega fallegtur dagur hér í Toronto, sólin skein all lengi, hitinn var um 8°C og gaman að vera á ferð.

Sjálfum þykir mér þetta merkilegur dagur og fagna honum ár hvert, það er alltaf fagnaðarefni þegar daginn fer að lengja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband