Dagur vs Björn Ingi

Af því að ég sá að rifrildi þeirra Dags BE og Björns Inga hafði vakið svona mikla athygli og umtal, þá varð ég auðvitað að athuga málið og horfa á Kastljósið.

Þetta var svo sem ekki stórmerkilegt.  En ég verð að lýsa þeirri skoðun minni að Dagur átti ekki mikið í Björn, og það þó að hann hefði í málefnið með sér.  Hann er einfaldlega ekki góður eða sannfærandi pólítíkus.  Það hljómar heldur ekki trúverðuglega að halda að allir bitlingar séu úr sögunni við það eitt að R-listinn sé leystur upp og hverfi frá völdum.

Ég verð þó að segja að mér finnst staða Óskars Bergssonar ekki ásættanleg, og raunar með eindæmum að Degi tækist ekki að standa sig betur með það "vopn" í höndunum.

Hins vegar gef ég ekki mikið fyrir þá hneykslun að einhver hafi verið ráðinn til tímabundinna verkefna varðandi vefsíður eða annað slíkt.  Slíkir "bitlingar" hafa alltaf verið til staðar og verða alltaf til staðar. 

Ekki man ég eftir því að hafa heyrt neina Samfylkingarmenn reka upp hneykslunaróp þegar Róbert Marshall var ráðinn í slík verkefni hjá Náttúrufræðistofnun, en þar mun víst vera við stjórnvölinn góður Samfylkingarmaður, eiginmaður Margrétar Frímannsdóttur.  Það sannar alla vegna að menn þurfa hvorki að vera í ríkisstjórn eða borgarstjórn til þess að skemmtilegar "tilviljanir" komi upp í mannaráðningum.

Slíkar ráðningar hafa einfaldlega alltaf verið til staðar og verða líklega alltaf til staðar svo lengi sem stunduð ver

En Degi tókst ekki að koma málflutningi sínum til skila með eftirminnilegum hætti, heldur fór umræðan út um víðan völl og skildi lítið sem ekkert eftir sig.  Ef rétt væri haldið á spöðunum, sem ennþá er vissulega möguleiki á, ætti að hitna undir Óskari.

En talandi um borgarfulltrúa, þá sá ég líka að Stefán Jón er á leið til Afríku.  Ekki held ég að það hafi verið pólítísk ráðning, en það sakar þó aldrei að vera vel tengdur.  En hafi Sighvatur Björgvinsson ætlað að gera Samfylkingunni stóran greiða, þá hefði hann líklega sent Dag til Afríku, það kæmi betur út fyrir flokkinn í heild.

P.S. Persónulega fannst mér þessar umræður koma illa út fyrir Kastljósið.  Fóru úr böndunum og einhvern veginn fékk ég það svo sterkt á tilfinninguna, að frumkvæðið að "úttektinni" hefði ekki komið frá starfsmönnum RUV.  En það var bara tilfinning.

P.S.S.  Svona af því að margir stjórnmálamenn tala sínkt og heilagt um að allt eigi að vera "gegnsætt" og "uppi á borðinu", væri ef til vill ekki óeðlilegt að setja þær reglur að borgarfulltrúar og alþingismenn, sem eru jú á fullum launum hjá almenningi, verði að skila til þar til bærra aðila, samningum hvað varðar öll aukastörf sem þeir taka sér fyrir hendur.  Bara svona upp á "gegnsæið".

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband