Af hverju bara Össur?

Mér finnst það reyndar nokkuð merkilegt að þetta skuli hafa ratað í fyrirspurn á Alþingi.  Hverju átti fyrirspyrjandi von á?  Að Össur kæmi upp og segðist vissulega hafa beitt áhrifum sínum í þá veru að Jón Ólafsson fengi lánafyrirgreiðslu?

En það er líka nokkuð merkilegt að eingöngu Össur skyldi vera spurður og ef til vill ekki síður merkilegt hvað Íslenskir fjölmiðlar hafa gefið þessu máli lítinn gaum.

Ég heyrði fyrst af þessu fyrir u.þ.b. mánuði og bloggaði um það þá undir fyrirsögninnin "Hvað þarf marga ráðherra til að tryggja sér lánafyrirgreiðslu?"

En upphafið má víst rekja til fréttar DV, en mér var sendur tölvupóstur með hlekk á þessa frétt Eyjunnar.

Samkvæmt frétt Eyjunnar var haft samband við eftirtalda ráðherra:  Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Össur Skarphéðinsson, Jóhönnu Sigurðardóttur, Árna M. Mathiesen og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur.  Ég hef einnig heyrt það fullyrt að haft hafi verið samband við Björgvin G. Sigurðsson, og er það fullyrt í frétt Herðubreiðar.

Það er hins vegar merkilegt hve Íslenskir fjölmiðlar hafa gefið þessu máli lítinn gaum.  Ég ætla mér ekki að fullyrða að einn eða neinn ráðherrana hafi beitt sér í málinu.  En er það ekki tímanna tákn á Íslandi í dag, ef menn ráða sér "almannatengil", til að hafa samband við ráðamenn hvað varðar lántöku?

Það ber að hafa í huga að hér er ekki vegið úr launsátri, heldur kemur Ólafur M. Magnússon fram undir fullu nafni og skýrir frá þessu. 


mbl.is Össur hafði ekki áhrif á lánveitingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband