Styttist í ný lög um Landsbankaráð?

Það hefur lengi verið litið svo á að með skipan bankaráða eigi afskiptum stjórnmálamanna af bönkum að ljúka, þegar svo háttar að reknir eru ríksbankar.

Oft hefur það þó verið viðurkennt að á milli ráðherra, þingmanna og bankaráðsmanna liggi leynirþræðir, svona rétt eins og á milli manns, hests og hunds.

Það er þó ekki oft sem stjórnmálamenn ganga í það opinberlega að hnekkja ákvörðunum bankaráða, eins og Jóhanna Sigurðardóttir gerir hér.  Henni (og þá væntanlega vinstristjórn Framsóknarflokksins) hugnast ekki ráðning flokksbróður síns Ásmundar Stefánsssonar, en hann tilnefndi Samfylking til að sitja sem formann bankaráðsins.

Miðað við annað sem forsætisráðherra og vinstristjórn Framsóknarflokksins mislíkar þessa dagana hlýtur því að vera rökrött að velta því fyrir sér hvort að fljótlega verði sett ný lög um starfsemi Landsbankans.

 


mbl.is Óánægð með Landsbankastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hrikalegt ad sjá ad thessi madur fái thessa stödu.  BURT BURT BURT.  Áfram Jóhanna!.  Mitt traust á thessum manni er NÚLL.  Audvitad á ad auglýsa stöduna eins og gert er í alvöru thjódfélögum.

Konrád Azelsson (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 18:06

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ekki ætla ég að dæma Ásmund Stefánsson, ég þekki manninn ekki nóg til þess.  Minnir þó að hann hafi setið í bankaráði Íslandsbanka (þess gamla) við ágætan orðstý.  Var vel liðinn fyrir þátt sinn í Þjóðarsáttinni.

En vissulega er æskilegt að stöður séu auglýstar, því er ég sammála, en hitt er þó til lítilla bóta, þó að stöður séu auglýstar ef það er einfaldlega til málamynda og allt ákveðið bak við tjöldin.

En hitt er svo að afskipti stjórnmálamanna af bankaráðum eru varhugaverð. 

Það ber svo á að líta að Samfylkingarmenn hljóta að telja Ásmund einn af þeim Íslendingum sem best eru fallnir til þess að sitja í bankaráðum og vera einn af þeim hæfustu til þess starfs, því varla hefur verið litið til annars en hæfileika þegar stjórnmálaflokkarnir skipuðu í ráðin. 

Því myndi enginn trúa.

G. Tómas Gunnarsson, 6.2.2009 kl. 18:20

3 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ásmundur er ekki í Samfylkingunni og því ekki flokksbróðir Jóhönnu - en Samfylkingin skipaði hann vissulega formann bankaráðs.

Matthías Ásgeirsson, 6.2.2009 kl. 18:52

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég hef auðvitað ekki undir höndum félagaskrá í Samfylkingunni og viðurkenni fúslega að þegar ég talaði um Ásmund sem félaga í Samfylkingunni þá hafði ég það ekki frá fyrstu hendi ð - Ásmundi sjálfum.

Hins vegar er mér ljúft að viðurkenna að hafa rangt fyrir mér og þykir sjálfsagt að biðja Ásmund afsökunar á því að bera slíka vitleysu upp á hann.

G. Tómas Gunnarsson, 6.2.2009 kl. 19:57

5 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Hann er ekki heldur í Sjálfstæðisflokknum þó Geir hafi skipað ráðið hann sem ráðgjafa ríkisstjórnar.

Matthías Ásgeirsson, 6.2.2009 kl. 21:16

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það var nú "almannarómur" að Ásmundur hafi verið ráðinn til starfa á vegum fyrrverandi ríkisstjórnar að kröfu og í skjóli Samfylkingarinnar.

Ég held að enginn hafi haldið að Ásmundur væri í Sjálfstæðisflokknum.

Ef til vill kemur misskilningurinn með Samfylkinguna að Ásmundur var jú í Alþýðubandalaginu, og vissulega rann það inn í Samfylkinguna.

G. Tómas Gunnarsson, 6.2.2009 kl. 22:19

7 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Almannarómur hefur ekki oft rétt fyrir sér!

Matthías Ásgeirsson, 7.2.2009 kl. 12:15

8 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég hygg að svo hafi þó verið í þetta sinn.

G. Tómas Gunnarsson, 7.2.2009 kl. 18:58

9 Smámynd: Sigurbjörn Svavarsson

Ég held að hér liggi eingöngu skynsemi að baki. Ásmundur sér að innan nokkurra mánaða verða verður að renna nýja LÍ saman við annanhvorn hinna bankanna (líklega Kaupþing) og því taki ekki að ráða bankastjóra fyrr en það er afstaðið.

Sigurbjörn Svavarsson, 8.2.2009 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband