Aðalfréttin er hver fær ekki verðlaun?

Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki séð Brúðgumann né kvikmyndina Þið, sem lifið, en það er ekki aðalatriðið hér.

Mér fannst þetta hins vegar svo skemmtilegt, dæmi um þá sjálfhverfni sem okkur Íslendingum er oft legið á hálsi fyrir, að við teljum okkur og okkar land sem nafla alheimsins.

Fyrirsögnin á þessarri frétt  "Brúðguminn fær ekki verðlaun Norðurlandaráðs", er hreint stórkostleg.

Auðvitað er það ekki fyrirsagnar virði að einhver Sænsk mynd hljóti verðlaunin, aðalatriðið er að Íslenska myndin fær þau ekki.

Það gengur Íslendingum margt í mót þessa dagana.

 


mbl.is Brúðguminn fær ekki verðlaun Norðurlandaráðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband