Kosningar í dag

Það er kosið í dag hér í Kanada.  Einhvern veginn finnst mér kosningadagar alltaf verið hálfgerðir hátíðisdagar, en stemningin hér í Kanada er þó mikið mun rólegri en oftast er á Íslandi. 

Sjálfur sit ég á "hliðarlínunni", hef ekki kosningarétt en rak á eftir konunni að fara og kjósa og gera það rétt, svona til að taka þó einhvern þátt.

En fæstir eiga von á breytingum.  Reiknað með að áfram verði minnihlutastjórn, og talið næsta víst að hún verði Íhaldsflokksins.

Fjórir "aðalflokkar" eru í framboði, Íhaldsflokkurinn (Conservative Party), Frjálslyndi Flokkurinn (Liberal Party), Nýi Lýðræðisflokkurinn (New Democratic Party) og Græni flokkurinn (Green Party).

Talið er líklegast að þingmannafjöldi verði í þeirri röð sem flokkarnir eru í hér að ofan.  Skoðanakannanir hafa gefið til kynna að bæði Íhaldsflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn tapi fylgi, Nýi lýðræðisflokkurinn standi í stað, en Græni flokkurinn vinni á, komist yfir 10%.  Þó er allt eins líklegt að hann nái ekki inn þingmanni.

Hér er í gildi einmenningskjördæmi og því alls óvíst að Græni flokkurinn nái nokkursstaðar nægu fylgi til að sigra.  Algengt er að sigur vinnist með rétt ríflega 40% atkvæða, en margir frambjóðendur ná þó yfir 50.

Það sem gæti breytt niðurstöðunni er "stategic voting", en það er þekkt að margir kjósa annað en þeir hafa hugsað sér, til að reyna að fá "betri kost" en þann sem stendur best, ef þeir meta stöðuna svo að þeirra kandidat eigi ekki möguleika.

Framan af gáfu skoðanakannanir til kynna að Íhaldsflokkurinn ætti möguleika á meirihlutastjórn, en það þykir ólíklegt í dag, það er útskýrt m.a. með breyttum efnahagshorfum.

Fyrir þá sem hafa áhuga á því að kynna sér málið frekar, bendi ég á kosningaumfjöllun í Globe and Mail og National Post.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband