Skippy Burgers

Þetta er í sjálfu sér ekki verri hugmynd en hver önnur.  Reyndar hef ég sjálfur ekki smakkað kengúrukjöt, en hef heyrt vel af því látið.

Það gæti því verið prýðileg hugmynd fyrir andfætlingana að markaðssetja kengúruborgara.  Ekki er heldur ólíklegt að rækta megi kengúrur á fleiri stöðum.

En hvort að þessi hugmynd verði einhvern tíma að veruleika er annar handleggur.

Eitt af því er að kengúrur hafa góða ímynd.  Þær eru vinalegar og líta skemmtilega út og hafa þó nokkuð aðdráttarafl t.d. í dýragörðum.

Þeir sem komnir eru aðeins á aldur muna líklega eftir "Skippý" framhaldsmyndaflokknum sem sýndur var í Sjónvarpinu fyrir all löngu.  Hann gerðist einmitt í Ástralíu og lék kengúra ein (nema að þær hafi verið fleiri) eitt af aðalhlutverkunum.

Slíkt er auðvitað hættulegt fyrir kjötframleiðslu og gæti staðið í vegi fyrir neyslu kengúruborgara.

Alla vegna þangað til "ofurhetja" af kýrkyni kemur til sögunnar.


mbl.is Kengúruborgarar til bjargar jörðinni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband