Tallinn á ný

Þá er Bjórárfjölskyldan komin aftur til Tallinn, við skiluðum okkur hingað seint á laugardagskvöldið.  Í gær var haldin afmælisveisla tengdamóður minnar og svo enduðum við hjónin á næturklúbbi eftir að börnin voru sofnuð.

Klúbburinn heitir Amigos og rekur uppruna sinn allt aftur til Sovéttímabilsins, og var víst þekktur um þau öll, en venjulegir Eistlendingar fengu ekki að stíga inn í dýrðina.  Þetta er þó allt breytt og nú hljómar þar venjuleg discotónlist og allir skemmta sér nokkuð vel, sama af hvaða þjóðerni þeir eru.

En það hefur margt drifið á dagana síðan síðast færsla kom hér inn og verður reynt að gera því skil í færslum hér síðar, enda allt of mikið til þess að hægt sé að koma því að í einni slíkri.

En myndir koma sömuleiðis jafnt og þétt inn á Flickrsíðuna:

http://www.flickr.com/photos/tommigunnars


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband