Alvöru veður, alvöru fólk

Það er fátt leiðinlegra en að bíða á flugvöllum, nema ef vera skyldi að bíða í flugvélum.  En ég get borið vitni um að veðrið var "alvöru" hér í Toronto í gærdag og kveldi.  Ekki það versta sem ég hef lent í, en alvöru þrumuveður.

Þrumurnar drundu hér á milli húsanna og eldingarnar sáust vel og sumar voru í óþægilega lítilli hæð að sumum fannst.

Á köflum komu þær svo títt að það var engu líkara en "papparassar" hefðu sest um okkur hér að Bjórá.

En alvöru fólk tekur þessu með hringdansi.

En þó að það sé leiðinlegt að bíða í flugstöðinni, er það auðvitað hjóm eitt hjá því að þurfa að bíða í flugvél.

En mér skilst að það hafi verið hlutskipti þeirra sem voru að koma, en eftir því sem mér er sagt þurfti flugvélin að lenda í Hamilton og bíða þar eftir að komast aftur til Toronto.

En við þessu er ekkert að gera, veðrinu ræður enginn.


mbl.is Stigu hringdans í flugstöðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband