Þúsundir Bandaríkjamanna afpanta Íslandsferðir vegna hrossakjötsáts Íslendinga

Fyrirsögnin hér að ofan er ekki sönn, hún á ekki við nein rök að styðjast, alla vegna ekki það ég veit best.  En þeim vex þó stöðugt fiskur um hrygg sem vilja banna slátrun hrossa til kjötneyslu.

Hreyfingin sem berst fyrir þessu mun vera sterkust í Bandaríkjunum, flestir telja hana upprunna í Kalíforníu, en margir vilja auðvitað flytja þessa framtíðarsýn sinna til annara landa, enda hross alls staðar hross, ef svo má að orðið komast.

Ekki verður hjá því komist að skipa starfshóp á Íslandi um hvernig eigi að bregðast við þessari ógn og ekki væri úr vegi að setja nokkur hundruð milljónir í landkynningu og til að kynna gildi hrossakjötsáts.  Ekki er ráð nema í tíma sé tekið, enda hafa útlendingar margir dálæti á íslenska hestinum, dást að þeim er þeir keyra um landið og þúsundir komast í snertingu við íslenska hesta þegar þeir kaupa sér reiðtúra, en fjöldi íslenskra fyrirtækja starfa á þeim vettvangi og má rétt ímynda sér þá vá sem þeim er búin ef hrossakjötsáti fer ekki að linna á Íslandi.

Þegar hafa stórstjörnur eins og Willie Nelson og Bo Derek tekið hrossin upp á arma sína og mun án efa fleiri stjörnur leggja þessu máli lið.

Því má svo bæta við að svín ku vera ákaflega greind dýr og hefur frést af nokkrum stórstjörnum sem halda þau sem gæludýr.

Ég hef safnað saman nokkrum fréttum af þessu máli, sem finna má hér, hér, hér og hér.

Að lokum, í fréttinni sem er áföst þessari bloggfærslu kemur fram að japönsk skip hafi lagt úr höfn til að veiða 850 hrefnur og 10 langreyðar, allt í nafni vísindanna.  Hefur eitthvað heyrst af því að alemenningur í Bretlandi, Bandaríkjunum, nú eða Evrópusambandinu ætli sér að sniðganga japanskar vörur, eða beita sér fyrir herferð þar að lútandi?


mbl.is Japanski hvalveiðiflotinn heldur til veiða á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fararstjórinn

Góður samanburður hjá þér, þetta er allt svo afstætt!

Fararstjórinn, 14.11.2006 kl. 22:33

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þetta er engin sérstakur "samanburður" af minni hálfu.  Bann við slátrun hrossa til manneldis hefur þegar verið samþykkt af Fulltrúadeildinni í Bandaríkjunum.  Ég veit ekki alveg hvar það er statt í Öldungadeildinni.

Það er næsta víst, að þegar þetta hefur gengið í gegn í Bandaríkjunum, verður hafinn "útflutningur" á baráttunni, enda ekki hægt að leggja samtök niður og hætta að safna fé.

Þessi skáldaða fyrirsögn gæti því miður orðið óþægilega nærri sannleikanum eftir 10, 15, 20 ár...

G. Tómas Gunnarsson, 15.11.2006 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband