Sambandið verður sem ein persóna

Þegar ég var að þvælast hér á "moggablogginu" rakst ég á síðu sem haldið er úti af "Sambandsinnum".  Þar er að sjálfsögðu fjallað um "Sambandið" á jákvæðum nótum.  Ekkert er út á það að setja, enda jákvætt að menn kynni sinn málstað.

En það var ein færsla sem vakti sérstaklega athygli mína.  Þar er verið að tala um að "Sambandið" sé að verða svo mikið skilvirkara.

Þessi setning fannst mér sérstaklega athygliverð:

Þegar nýi sáttmálinn verður kominn í gagnið mun Evrópusambandið koma fram sem ein persóna í skilningi laganna.  Þetta gerir bandalaginu kleift að undirrita alþjóðlega samninga og ganga í alþjóðleg samtök t.d. Sameinuðuþjóðirnar eða aðrar alþjóðlegar stofnanir.

Það kann að vera nokkur bjartsýni að ætla að "Sambandið" komi fram sem peróna, hvað þá ein, en hitt er þó athygliverðara ef að "Sambandið" fer að ganga í alþjóðsamtök, s.s. Sameinuðu þjóðirnar.

Myndi það þýða að aðildarþjóðirnar segðu sig úr viðkomandi samtökum og "Sambandið" eitt ætti þar sæti?  Eða halda menn að bæði aðildarþjóðirnar og "Sambandið" geti samhliða átt aðilda að og sæti í alþjóðlegum stofnunum?

Eiga þá Bandaríkin rétt á 50. viðbótarsætum?  Ætti Kanada rétt á 10 til 13 viðbótarsætum hjá Sameinuðu þjóðunum?

Fyrir þá sem ekki þekkja þá eru fylki í Kanada nokkuð sjálfráð.  Líklega vantar þeim ekki mikið upp á sömu stöðu og aðildarríki "Sambandsins" hafa þegar Lisbon "sáttmálin" tekur gildi.

Fylki í Kanada leggja á eigin tekjuskatt, Quebec rekur til dæmis sitt eigið skattkerfi, en önnur fylki innheimta í gegnum alríkisstjórnina. Fylkin hafa eigin söluskatt (eða engan eins og t.d. Alberta), hafa yfirráð (takmörkuð) yfir auðlindum sínum, hafa eigin stefnu (mismunandi eftir fylkjum) í áfengismálum.  Ýmis lög geta sömuleiðis verið mismunandi á milli fylkja.

En alríkistjórnin leggur skatta á alla og hefur sömuleiðis söluskatt sem gildir í öllum fylkjunum.

Fylkin geta hins vegar ekki gert sjálfstæða samning við önnur ríki og hafa ekki aðild að alþjóðastofnunum.

En eru fylkin sjálfstæð ríki?  Spyrjið þá í Quebec.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér sýnist þessi síða reyndar vera ádeila.

Það segir reyndar töluvert um ESB að það skuli vera erfitt að greina á milli áróðurs fyrir sambandsaðild og ádeilu.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 03:22

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það kann vel að vera.  Þá hef ég verið "tekinn".  Ekkert nema gott um það að segja.

G. Tómas Gunnarsson, 21.5.2008 kl. 03:56

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég á nú ekki von á að ríkis Evrópu afsali sér rétti til setu á þingi Sameinuðu þjóðanna, þótt ESB taki þar einnig sæti og þá sennilega, sem annarskonar hagsmunaaðili.

Þýskaland hefur t.d. um árabil barist fyrir föstu sæti í öryggisráðinu, sem eitt stærsta iðnveldi heims og langstærsta ríkið innan ESB. Það er næstum því fyndið, að þau ríki sem eiga fastasæti í öryggisráðinu eru gömlu sigurríkin úr seinni heimsstyrjöldinni, sem lauk 63 árum. Þessi ríki eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Kína og Rússland, en önnur ríki, sem eru mjög fjölmenn og einnig áhrifamikil í sínum heimshluta, s.s. t.d. Indland, Japan og Indónesía haa engan fulltrúa.

þetta er m.a. ástæðan fyrir því að þetta ráð skilar ekki tilætluðum árangri, þegar stórar deildur koma upp í heimsmálunum, því auðvitað er nauðsynlegt að hafa þau lönd við borðið, sem virkilega ráða ferðinni í heimsmálunum.

Kveðja, Guðbjörn

Guðbjörn Guðbjörnsson, 21.5.2008 kl. 17:25

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég hef nú ekki trú á því heldur að ríkin afsali sér sætum sínum í alþjóðastofnunum, en það ætti sömuleiðis að koma í veg fyrir að "Sambandið" geti gengið í nokkrar alþjóðastofnanir.

Málið er að "Sambandið" er undarlegur "bastarður" og fáir ef nokkur virðast vita hvert stefnir.  Verður komið ríkjasambandi, með æ sterkari yfirstjórn?  Getur ríki talist fullvalda sem ekki getur gert samninga við önnur ríki?  Ef utanríkistefnan á að vera sameiginleg, ráða þá ríkin ekki yfir atkvæði sínu hjá alþjóðastofnunum?  Er það löglegt?

Er tildæmis löglegt að mynda "atkvæðablokk" hjá SÞ sem ekki má rjúfa? Er það eðlilegt?

Skipulagið hvað öryggisráðið er ennþá að miklu leyti miðað við upprunalegan tilgang SÞ.  Það er að sigra Öxulveldin.

Persónulega finnst mér það reyndar alltaf hálfgerður brandari að Frakkar hafi talist þar á meðal, en það er önnur saga.

G. Tómas Gunnarsson, 21.5.2008 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband