7.11.2006 | 19:18
Tilurð fyrirsætu
Auglýsingar snyrtivörufyrirtækisins Dove, hafa vakið nokkra athygli hér í Toronto og víðar. Athyglin kemur aðallega til út af því að í auglýsingum koma fram "venjulegar" konur, hvað sem það nú er.
En þessar konur hafa aukakíló, appelsínuhúð og glíma við sömu vandamál og svo margar aðrar konur.
Nú í morgun fékk ég svo í tölvupósti tengil á auglýsingu sem þetta sama snyrtivörufyrirtæki hefur gert.
Auðvitað er það ekkert nýtt að við heyrum ráðist á "heim tískunnar", en það ber ef til vill nýrra við þegar "árásin" kemur frá snyrtivörufyrirtæki.
Svo er það auðvitað spurningin, er þetta einhver "árás", er þetta ekki einfaldlega stórsniðugt "markaðsplott"?
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Menning og listir, Tölvur og tækni, Vefurinn | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.