Ís um vor

Það er farið að verða nokkuð ljúft veðurfarið hér í Toronto, og veðursældin hér í Etobicoke lætur ekki að sér hæða.  Hitastigið er hér 14 til 18 stig flesta daga núorðið og snjórinn löngu horfinn úr skammtímaminninu.

Í gær var haldið í stuttan leiðangur, tekinn fram eðalvagninn sem Foringinn fékk í afmælisgjöf í vetur, börnunum hlaðið í hann og faðirinn spenntur fyrir.

IMG 2797Ekki höfðum við farið lengi, er á vegi okkar varð þessi forláta ísbíll, en þeir eiga það gjarna til að halda sig nálægt skólabyggingum, börnum til mikillar gleði.  Það varð enda úr að stoppað var við ísbílinn og pantaðir "þrír í kramahúsi", ´1. stór, 1. meða og einn voðalítill.

Þetta var enda fyrsti "ís í brauði" sem Jóhanna hefur komist í tæri við, hingað til hefur þetta góðgæti alltaf haft lag á því að vera í skál.  En stúlkan stóð sig auðvitað með stökustu prýði, enda fyrirmyndirnar ekki af verri endanum, en faðirinn og hennar eldri bróðir hafa þótt liðtækir við ísinn svo að eftir hefur verið tekið.  Hún var því fljót að læra réttuIMG 2804 handtökin.

Eftir að hafa farið örlittla stund í búðina, þar sem ísetandi stúlkan vakti mikla lukku eldri borgara, var haldið á leikvöllinn, sem var þétt settur hamingjusömum börnum.

Þar var unað sér í alllangan tíma, en að lokum voru allir sáttir við að halda heim á leið, enda ennþá nokkur nýjung falin í því að vera dregin í vagni af föður sínum.

IMG 2815En þessi vagn er þarfaþing, en þó að sjálfsögðu ekki gallalaus, frekar en flest annað.  Auðvitað er þægilegt að hafa ómegðina í einum vagni, og minni hætta á því að þau rjúki á undan, nú eða í sitthvora áttina. 

Helsti gallinn er auðvitað sú að þetta er alltof auðvelt fyrir blessuð börnin og því þarf að brúka önnur ráð til að þau styrkist af líkamlegri áreynslu, þreytist og séu viljugri til að fara að sofa.

Það var auðvitað fyrst og fremst faðirnn sem svaf góðum og réttlátum svefni hinna þreyttu eftir að hafa dregið ómegðina um á vagni í 2. tíma.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband