Kaðlageymslan

Ég hef nú ekki fylgst með æsispennandi fangaflótta sem átti sér stað á Íslandi í dag.  En ég heyrði fjallað um hann í sjónvarpsfréttum sem ég horfði á rétt í þessu á netinu.

Það er óneitanlega hentugt að kaðall skuli vera geymdur á sama gangi og fangarnir.  Ég bíð spenntur eftir að heyra fréttamenn spyrja lögregluna hver hafi verið sagan á bak við það og til hvers kaðallinn hafi verið notaður - svona dags daglega?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahahah ætli fangar stitti sér stundir við að hníta þarna á fangaganginum.

Eyrún Gísladóttir (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 11:36

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Má ekki gera ráð fyrir að kaðallinn hafi verið tekinn ófrjálsri hendi?

Þá er Annþór orðinn snærisþjófur eins og Reinarbóndi.

Árni Gunnarsson, 16.2.2008 kl. 21:41

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hver var þessi voðalega hætta sem stafaði af téðum Annþóri ? Hann var ekki talinn hættumeiri en svo af lögvörslumönnum að ekki þótti ástæða til að halda honum í nema lágmarksgæslu, svona eins og stofufangelsi.

Ég held að aðal málið sé að lögvörslumenn eru með stærðar holsár í stolti sínu. Annþór nánast gekk út úr fangelsinu og enginn tók eftir því um nokkra hríð. Hann var nú ekki ´hættulegri en svo heldur að það stóð eiginlega ekki til að halda honum í gæsluvarðhaldi öllu lengur hvort eð var.

En eftir flóttann urðu menn að framlengja varðhaldið til að halda andlitinu só tú spík.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 17.2.2008 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband