Hvað er málið?

Þessi frétt er nokkuð merkileg, og ekki bara vegna þess að "útlenskar kýr séu notaðar hér á landi".  Auðvitað er þetta gott tækifæri til þess að gera samanburðarrannsóknir á "'Íslenskum kúm" og komast að þvi hvort að marktækur munur sé að mjólk úr mismunandi stofnum Íslenskra kúa, sem "ganga saman" ef svo má að orði komast og eru fóðraðar eins.

Ef Íslenskt landbúnðarkerfi væri gott og sveigjanlegt, og rekið með þarfir neytenda í huga, mætti svo þess vegna hugsa sér að markaðssettar væru mismunandi tegundir af mjólk, allt eftir kynstofnum eða öðrum þáttum.

Þannig mætti þá kaupa "landnámsmjólk" (þó að vissuleg megi leyfa sér að álykta að þó nokkrar breytingar hafi átt sér stað síðan þá á stofninum), "Angusmjólk", nú eða hvað annað sem framsýnum bændum dytti í hug að bjóða upp.  "Blönduð" mjólk væri líka á boðstólum (eins og virðist vera nú, ef ég skil fréttina rétt).

Það er ekkert að því að flytja inn fleiri kúakyn til Íslands ef rétt er haldið á málum, en það sem þarf fyrst og fremst að vera í lagi, er rétt og ítarlega upplýsingagjöf til neytenda, þeir eiga rétt á því að vita hvað þeir eru að kaupa.

P.S. al


mbl.is Dæmi eru um að útlenskar kýr séu notaðar hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband