Bannað að kjósa með blæju eða grasker?

Þó nokkur styr hefur staðið um "blæjunotkun" hér í Kanada og hefur eins og víðar sítt sýnst hverjum.  Ekki hefur staðið til að banna "blæjunotkun", en hins vegar að skylda fólk til að "sýna sitt rétta andlit" við hin ýmsu tækifæri, t.d. þegar kosið er og önnur samskipti sem nefnd hafa verið eru samskipti þar sem gjarna er krafist persónuskilríkja, s.s. í samskiptum við lögreglu eða bankastofnanir.

Nú hillir hins vegar undir lagasetningu sem tekur af allan vafa um að bannað sé að kjósa með "blæju", eða nokkuð annað sem skýli andlitinu, þannig að erfitt sé að bera kennsl á viðkomandi.  Minnihlutastjórn Íhaldsflokksins (Conservative Party) hyggst leggja fram frumvarp þessa efnis, og hefur samkvæmt frétt Globe and Mail, tryggt stuðning Nýja lýðræðisflokksins (NDP New Democratic Party) við frumvarpið.  Þó er ekki ljóst hvort að Öldungadeildin kemur til með að hleypa frumvarpinu í gegn, en þar er Frjálslyndi flokkurinn (Liberal Party) ráðandi (Þótt ótrúlegt megi virðast er ekki kosið til efrideildar, heldur meðlimir þar skipaðir af forsætisráðherra).

Frjálslyndi flokkurinn sem og Quebec blokkin (Bloc Québécois) hafa ekki gefið upp afstöðu sína, en hafa lýst yfir efasemdum um frumvarpið.

Persónulega tel ég þetta frumvarp af hinu góða og er því fylgjandi, það hlýtur að vera eðlileg krafa að hægt sé að bera kennsl á fólk og bera saman við skilríki og að sjálfsögðu eiga ekki að vera í gildi nema ein lög í landinu - fyrir alla.

En hér er frétt Globe and Mail en þar má m.a. lesa eftirfarandi:

"Canadians hoping to vote in the next federal election with a veil, pumpkin, sheet or anything else covering their faces will soon be out of luck as the Conservative government has secured enough support to pass a bill forcing voters to show their faces.

NDP MP Yvon Godin told Government House Leader Peter Van Loan yesterday during a committee review of the bill that his party will support the proposed law. That ensures the government has enough votes to pass the bill through the House of Commons, though it would still have to clear the Liberal-dominated Senate. The position of Liberal and Bloc Québécois MPs on the committee was unclear yesterday as both parties expressed concerns.

Mr. Van Loan said it is unfortunate that the Muslim community has been forced to debate a right that they had never asked for, but noted the controversy has inspired a wave of mischievousness that must now be addressed.

There were 70 cases during this fall's three by-elections in Quebec where people showed up with their faces covered, he said, including one man wearing a pumpkin on his head. Mr. Van Loan said he was not aware of any serious requests by Muslim women to vote with a veil during those by-elections.

"When people start to ridicule the rules that are in place for an election, that starts to erode public confidence in our system and I don't think we as parliamentarians can stand by and allow this to continue," Mr. Van Loan told the committee."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband