Merkeleg skoðun og góð - Að nöldra en aðhafast ekkert

Ég er alveg sammála þessari skoðun Merkel.  Friðargæslulið verður að geta gætt friðarins jafnvel með vopnavaldi, jafn öfugsnúið og það kann að hljóma í eyrum margra.

Það er til lítils að setja friðargæslulið á svæðið, ef það gerir ekkert annað en að fylgjast með deiluaðilum gera sig "klára í slaginn" á nýjan leik.  Mikilvægasta verkefni friðargæsluliðsins á að vera að gera Líbanonstjórn kleyft að ná fullum völdum í landinu á nýjan leik.

Auðvitað ætti að afvopna Hizbollah (það er ekki ósanngjörn krafa að ríkisstjórn landsins hafi "einokun" á því að reka her), en ég er ekki bjartsýnn á að að það gerist.

Hvað varðar Íran, úraníumauðgun og afskipti SÞ og "alþjóðasamfélagsins", má líklega segja að ef ekkert á að gera, til hvers var þá af stað farið?  Er þetta ekki að nokkru leyti vandi SÞ í hnotskurn?  Samtökin eru eins og "nöldrari", setja út á hitt og þetta, en samstaða og kraftur til að gera nokkuð er ekki til staðar. 

Fyrir slíkum "nöldrurum" fer virðing yfirleitt fljótt þverrandi.

 


mbl.is Angela Merkel: „Tilgangslaust að senda aðeins eftirlitslið til Líbanons“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það má vera en þá er friðargæslulið rangnefni.

Ingvaldur (IP-tala skráð) 2.9.2006 kl. 21:32

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Rétt eins og sókn er oft besta vörnin, getur valdbeiting verið besta leiðin til friðar, eða til að viðhalda honum. Að aðhafast ekkert hefur oft á tíðum verið hvað lakasta leiðin til að viðhalda friðinum. Enda má deila um hvort "friðargæsluliðið" er að brjóta friðinn, eða að koma honum á aftur, ef þeir beita valdi við þá sem hafa þá þegar brotið vopnahlésskilmála.

G. Tómas Gunnarsson, 2.9.2006 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband