Afmæli að Bjórá

Það var fagnað afmæli að Bjórá í dag. Stóru afmæli heimasætunnar. Hún var enda mest allan daginn í góðu skapi, tók á móti gestum, leyfði þeim að kyssa sig og brosti þannig að sást í allar 5 tennurnar. Það er enda ekki á hverjum degi sem hægt er að fagna 1. árs afmæli sínu og aldrei aftur.

En dagurinn var ósköp ljúfur, milt veður, góðir gestir og dægilegar veitingar. Afmælisbarnið fékk margar góðar gjafir og ekki alveg laust við að Foringjanum þætti nóg um á köflum hve marga pakka litla systir hans hafði að glíma við.

En allt fór vel fram og veitingarnar kættu bæði gesti og heimafólk. Læt hér fylgja tvö stutt myndbönd sem voru tekin í dag, annað frá veisluborðinu en hitt frá morgninum, þegar sú stutta glímdi við fyrstu pakkana, enn í náttfötunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband