Lántökur og vextir - Vestanhafs

Þessi lántaka Landsbankans í Bandaríkjunum hlýtur að teljast hið besta mál fyrir hann og allan íslenska fjármálamarkaðinn.  Efasemdir um endurfjármögnun íslensku bankanna virðist ekki hafa átt við nein rök að styðjast.  Það vekur þó vissulega athygli (í það minnsta leikmanns eins og mín) að fjármögnun íslensku bankanna virðist að þó nokkru marki vera að færast vestur um haf, í dollara.

Hvaða áhrif þessi lántaka hefur til lengri tíma litið, er ég ekki nógu spámannlega vaxinn til að segja til um, en vissulega hlýtur þetta að auka vægi dollarans í íslenskum bankaheimi.

Nú veit ég ekki að hversu miklu leiti þessi lántaka er til að greiða upp eldri lán og hvað er ætlað til nýrra útlána, og þá hvar, en íslendingar hljóta að velta því fyrir sér hvort þetta er ætlað á innanlandsmarkað eða til að fjármagna frekari "útrás"?

Fyrir þá leikmenn sem hafa áhuga á að vita hvað libor vextir eru og hvernig þeir hafa þróast, nú eða bara hvaða vaxtakjör Landsbankinn set ég inn þessa tengla.  Libor á Wikipedia og Libor vextir undanfarin ár.

 


mbl.is Landsbankinn tekur 158 milljarða króna lán í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband