"Baunað" á gengi íslensku krónunnar

Danir virðast hafa haft mikinn áhuga á gengi íslensku krónunnar og íslensku efnahagslífi undanfarin misseri.  Sá áhugi virðist ekki vera í rénun ef marka má þessa frétt.

Mér finnst það nokkuð merkilegt að sparisjóður skuli bjóða viðskiptavinum sínum upp á þennan möguleika, og reikna ekki með að ég sjálfur legði í áhættu sem þessa með svo lítið eigið fé.  Ég skil heldur ekki þá fullyrðingu að lántakendur eigi einungis á hætt að tapa sínum 6000 DKR og vöxtum af 300.000DKR, nema að sparisjóðurinn tryggi að ekki verði rýrnum á höfuðstól þess.  Gjaldeyrisviðskipti eru í eðli sínu áhættusöm, og rýrnun á hugsanlegu gengi krónunnar gæti numið mun meira en þessu nemur.

Þó er ég trúaður á að gengi íslensku krónunnar eigi eftir að styrkjast á næstu árum, en ekkert er tryggt í þeim efnum frekar en öðrum, þannig að eins og áður sagði hefði ég ekki áhuga á að veðja um slíkt, nema með peningum sem ég hefði efni á að tapa.  Lánsfé er ekki þess eðlis.

En einn af óvissuþáttunum er auðvitað kosningarnar í vor, hvernig ríkisstjórn verður mynduð að þeim loknum.

En það er vissulega áhugavert að heyra að "bauninn" hvetji almenning til að veðja á styrkingu íslensku krónunnar.


mbl.is Danskur sparisjóður lánar viðskiptavinum til að veðja á íslensku krónuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband