Sammála

Ég er sammála því að kvóti er engan veginn trygging fyrir því að bæjir við sjávarsíðuna dafni og þar sé blómlegt mannlíf.

Það er heldur ekki eingöngu á Íslandi þar sem smærri bæir eiga undir högg að sækja.  Sú þróun á sér stað um allan heim og hefur átt um alllangt skeið.  Það er að mínu mati mikill misskilningur að þeirri þróun verði snúið við eða hún stöðvuð.  Með kvóta eða án.

Nútíma samfélag er mikið flóknara en svo að næg atvinna eða kvóti séu nóg til að fólk sé um kyrrt, eða flyti í til bæjarfélaga.

Hafa enda ekki margar Íslenskar sjávarbyggðir byggt á erlendu vinnuafli?  Sumir hafa sest að, aðrir stoppa í stuttan tíma.  Íslendingarnir hafa flutt á brott.

Þessi staðreynd ein og sér ætti að duga til að sýna að kvóti er ekki nóg.

 


mbl.is Nægur kvóti í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband