Titanic

Fjölskyldan öll skellti sér í dag í Vísindamiðstöðina hér í Toronto (Ontario Science Center) og sáum þar sýningu sem byggist upp á munum sem bjargað hefur verið Titanic.

Það var fróðlegt að sjá munina og sömuleiðis stuttar kvikmyndir sem útskýrðu hvernig skipið sökk og hvernig staðið var að björguninni.

Enn og aftur beindist hugurinn að þessum harmleik og öllum þeim sem létu lífið.  Við innganginn fékk hver gestur í hendur miða, þar sem hann var boðinn velkominn um borði í Titanic og var letrað á miðann nafn eins af þeim farþegum sem fór með Titanic í þessa ferð.  Við útganginn er síðan spjald með nöfnum allra farþega og áhafnarmeðlima og hvort þeir björguðust eða fórust.

Sjálfur fékk ég miða með nafni 2. farrýmis farþega, Mr. Albert Francis Caldwell, sem bjargaðist giftusamlega.  Mamma og Foringinn voru sömuleiðis með farþega á sínum miðum sem björguðust, en konan fékk hins vegar nafn Mrs Isidor Straus (Rosalie Ida Blun), en hún fórst eftir að hafa snúið við úr björgunarbát, með þeim að orðum að hún og maður hennar myndu deyja eins og þau hefðu lifað, saman.

Eftir að hafa skoðað sýninguna, var slegið á léttari strengi og Foringjanum sleppt lausum í hin ýmsu leiktæki og þrautir sem finna má í öðrum sölum miðstöðvarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband