Bandamenn

Eystrasaltsþjóðunum veitir svo sannarlega ekki af bandamönnum, enda ástæður fyrir því að þau sóttu fast og hratt að komast í NATO og raunar einnig ESB. 

 Þau vildu tilheyra bandalögum, njóta stuðnings og hafa bakhjarla í viðskiptum sínum við risastóran nágrannan, Rússland.

Það er hins vegar merkilegt að Rússar virðast í samskiptum sínum við þessar litlu þjóðir (og auðvitað fleiri) líta á sig sem beint framhald af hinu Sovéska heimsveldi.

Rússar verða að gera sér grein fyrir því að þessar þjóðir eru ekki hernumdar lengur, heldur sjálfstæðar.  Þær taka sjálfstæðar ákvarðanir, jafnt í innanríkismálum sem utanríkis.  Vissulega bera þær ótta til Rússneska "bjarnarins", en þær láta ekki traðka á sér.

Það er auðvitað löngu tímabært að Rússar komi fram við nágranna sína sem jafningja og af virðingu, en það er þó ekki of líklegt að það gerist á næstunni.


mbl.is Bandaríkin segja Rússum að vera ekki með hótanir gagnvart Eystrasaltsríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Get tekið undir það að óttinn er ekki ástæðulaus, enda hegðan og framkoma Rússa illskiljanleg þessi misserin, en það er í sjálfu sér ekkert nýtt.

Ég er líka sammála því að Rússarnir geta "rúllað" yfir þessi lönd án þess að nokkur kæmi verulegum vörnum við, en ég held að það myndi þýða "heitt" stríð.

Ef NATO og ESB sátu hjá þegar aðildarlönd þeirra væru hernumin, væri það gríðalegur hnekkir fyrir þessi samtök.  NATO hefði gersamamlega tapað grundvelli sínum (árás á eina þjóð jafngildir árás á allar) og ESB gæti heldur ekki látið hernema hluta af bandalaginu, án þess að missa alla reisn og væri þá "Finlandiserað" í heild sinni.  En blessað gasið flækir vissulega málið fyrir ESB.

G. Tómas Gunnarsson, 17.6.2007 kl. 01:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband