En hún snýst nú samt, eða "einræði vísindanna"?

Sem betur fer gerist það enn reglulega að ég rekst á greinar sem fá mig til að "hugsa", það er að segja heldur dýpra en ég geri í amstri dagsins, af því er "nóg til".

Nú nýverið rakst ég á eina slíka á vefritinu "Unherd".  Þar fjallar Matthew B. Crawford,  um breytt hlutverk vísindanna undir fyrirsögninni "How Science Has Been Corrupted".

Greinin hans er það löng að sjálfsagt þykir mörgum nóg um og slíkt ekki vænlegt til vinsælda nú til dags, en ég verð að segja að mér þótti lestrartímanum vel varið.

Það má alltaf deila um innihaldið, en greinin "ljáði mér" athyglisvert sjónarhorn og vakti mig til umhugsunar. Ég get í raun ekki gefið frá mér betri meðmæli en það.

Crawford fjallar um "stofnana/fyrirtækjavæðingu" vísíndanna, vald þeirra og tiltrú eða trú okkar (almennings) til þeirra eða á þeim.

Þar skiptir líklega ekki síst máli hvort við eigum nokkurn möguleika á því að sannreyna þau, eða hvort við (rétt eins og í trúarbrögðum) ákveðum að fylgja ákveðnum einstaklingum eða einstaklingi (Messíasi?) og/eða "hjörðinni okkar".

Ég get ekki annað en hvatt alla til að gefa sér tíma til að lesa greinina og velta málunum fyrir sér.

Ég reikna með að mismunandi aðilar komist að mörgum mismunandi niðurstöðum, það er ekkert nema jákvætt.

En á meðal þess sem vakti mína athygli, er eftirfarandi:

"The pandemic has brought into relief a dissonance between our idealised image of science, on the one hand, and the work “science” is called upon to do in our society, on the other. I think the dissonance can be traced to this mismatch between science as an activity of the solitary mind, and the institutional reality of it. Big science is fundamentally social in its practice, and with this comes certain entailments.

As a practical matter, “politicised science” is the only kind there is (or rather, the only kind you are likely to hear about). But it is precisely the apolitical image of science, as disinterested arbiter of reality, that makes it such a powerful instrument of politics. This contradiction is now out in the open. The “anti-science” tendencies of populism are in significant measure a response to the gap that has opened up between the practice of science and the ideal that underwrites its authority. As a way of generating knowledge, it is the pride of science to be falsifiable (unlike religion).

Yet what sort of authority would it be that insists its own grasp of reality is merely provisional? Presumably, the whole point of authority is to explain reality and provide certainty in an uncertain world, for the sake of social coordination, even at the price of simplification. To serve the role assigned it, science must become something more like religion.

The chorus of complaints about a declining “faith in science” states the problem almost too frankly. The most reprobate among us are climate sceptics, unless those be the Covid deniers, who are charged with not obeying the science. If all this has a medieval sound, it ought to give us pause.

We live in a mixed regime, an unstable hybrid of democratic and technocratic forms of authority. Science and popular opinion must be made to speak with one voice as far as possible, or there is conflict. According to the official story, we try to harmonise scientific knowledge and opinion through education. But in reality, science is hard, and there is a lot of it. We have to take it mostly on faith. That goes for most journalists and professors, as well as plumbers. The work of reconciling science and public opinion is carried out, not through education, but through a kind of distributed demagogy, or Scientism. We are learning that this is not a stable solution to the perennial problem of authority that every society must solve.

The phrase “follow the science” has a false ring to it. That is because science doesn’t lead anywhere. It can illuminate various courses of action, by quantifying the risks and specifying the tradeoffs. But it can’t make the necessary choices for us. By pretending otherwise, decision-makers can avoid taking responsibility for the choices they make on our behalf.

Increasingly, science is pressed into duty as authority. It is invoked to legitimise the transfer of sovereignty from democratic to technocratic bodies, and as a device for insulating such moves from the realm of political contest.

Over the past year, a fearful public has acquiesced to an extraordinary extension of expert jurisdiction over every domain of life. A pattern of “government by emergency” has become prominent, in which resistance to such incursions are characterised as “anti-science”.

But the question of political legitimacy hanging over rule by experts is not likely to go away. If anything, it will be more fiercely fought in coming years as leaders of governing bodies invoke a climate emergency that is said to require a wholesale transformation of society. We need to know how we arrived here.".

...

"For authority to be really authoritative, it must claim an epistemic monopoly of some kind, whether of priestly or scientific knowledge. In the 20th century, especially after the spectacular successes of the Manhattan Project and the Apollo moon landing, there developed a spiral wherein the public came to expect miracles of technical expertise (flying cars and moon colonies were thought to be imminent). Reciprocally, stoking expectations of social utility is normalised in the processes of grant-seeking and institutional competition that are now inseparable from scientific practice.

The system was sustainable, if uneasily so, as long as inevitable failures could be kept offstage. This required robust gatekeeping, such that the assessment of institutional performance was an intra-elite affair (the blue-ribbon commission; peer review), allowing for the development of “informal pacts of mutual protection”, as Gurri puts it. The internet, and the social media which disseminate instances of failure with relish, have made such gatekeeping impossible. That is the core of the very parsimonious and illuminating argument by which Gurri accounts for the revolt of the public."

...

"

Public opinion polls generally indicate that what “everybody knows” about some scientific matter, and its bearing on public interests, will be identical to the well-institutionalized view. This is unsurprising, given the role the media plays in creating consensus. Journalists, rarely competent to assess scientific statements critically, cooperate in propagating the pronouncements of self-protecting “research cartels” as science.

Bauer’s concept of a research cartel came into public awareness in an episode that occurred five years after his article appeared. In 2009, someone hacked the emails of the Climate Research Unit at the University of East Anglia in Britain and released them, prompting the “climategate” scandal in which the scientists who sat atop the climate bureaucracy were revealed to be stonewalling against requests for their data from outsiders. This was at a time when many fields, in response to their own replication crises, were adopting data sharing as a norm in their research communities, as well as other practices such as reporting null findings and the pre-registration of hypotheses in shared forums.

The climate research cartel staked its authority on the peer review process of journals deemed legitimate, which meddling challengers had not undergone. But, as Gurri notes in his treatment of climategate, “since the group largely controlled peer review for their field, and a consuming subject of the emails was how to keep dissenting voices out of the journals and the media, the claim rested on a circular logic”.

One can be fully convinced of the reality and dire consequences of climate change while also permitting oneself some curiosity about the political pressures that bear on the science, I hope. Try to imagine the larger setting when the IPPC convenes. Powerful organisations are staffed up, with resolutions prepared, communications strategies in place, corporate “global partners” secured, interagency task forces standing by and diplomatic channels open, waiting to receive the good word from an empaneled group of scientists working in committee.

This is not a setting conducive to reservations, qualifications, or second thoughts. The function of the body is to produce a product: political legitimacy."

...

"

As UK epidemiologist Neil Ferguson said to the Times last December: “It’s a communist one-party state, we said. We couldn’t get away with [lockdowns] in Europe, we thought… and then Italy did it. And we realised we could.” He added that “These days, lockdown feels inevitable.”

Thus, what had seemed impossible due to the bedrock principles of Western society now feels not merely possible but inevitable. And this complete inversion happened over the course of a few months.

Acceptance of such a bargain would seem to depend entirely on the gravity of the threat. There is surely some point of hazard beyond which liberal principles become an unaffordable luxury. Covid is indeed a very serious illness, with an infection fatality rate about ten times higher than that of the flu: roughly one percent of all those who are infected die. Also, however, unlike the flu this mortality rate is so skewed by age and other risk factors, varying by more than a thousand-fold from the very young to the very old, that the aggregate figure of one percent can be misleading. As of November 2020, the average age of those killed by Covid in Britain was 82.4 years old.

In July of 2020, 29 % of British citizens believed that “6-10 percent or higher” of the population had already been killed by Covid. About 50% of those polled had a more realistic estimate of 1%. The actual figure was about one tenth of one percent. So the public’s perception of the risk of dying of Covid was inflated by one to two orders of magnitude. This is highly significant.

Public opinion matters in the West far more than in China. Only if people are sufficiently scared will they give up basic liberties for the sake of security – this is the basic formula of Hobbes’s Leviathan. Stoking fear has long been an essential element of the business model of mass media, and this appears to be on a trajectory of integration with state functions in the West, in a tightening symbiosis. While the Chinese government resorts to external coercion, in the West coercion must come from inside; from a mental state in the individual. The state is nominally in the hands of people elected to serve as representatives of the people, so it cannot be an object of fear. Something else must be the source of fear, so the state may play the role of saving us. But playing this role requires that state power be directed by experts.

Early in 2020, public opinion accepted the necessity of a short-term suspension of basic liberties on the supposition that, once the emergency had passed, we could go back to being not-China. But this is to assume a robustness of liberal political culture that may not be warranted. Lord Sumption, a jurist and retired member of the UK’s Supreme Court, makes a case for regarding lockdowns in the West as the crossing of a line that is not likely to get uncrossed. In an interview with Freddie Sayers at UnHerd, he points out that, by law, the government has broad powers to act under emergency. “There are many things governments can do, which it is generally accepted they should not do. And one of them, until last March, was to lock up healthy people in their homes.”"

...

"“Following the science” to minimise certain risks while ignoring others absolves us of exercising our own judgment, anchored in some sense of what makes life worthwhile. It also relieves us of the existential challenge of throwing ourselves into an uncertain world with hope and confidence. A society incapable of affirming life and accepting death will be populated by the walking dead, adherents of a cult of the demi-life who clamour for ever more guidance from experts.

It has been said, a people gets the government it deserves."

En ég ítreka hvatningu mína til allra að lesa greinina alla.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Eins og ég skil þessa ágætu grein - t.d. bara í ljósi fyrirsagnarinnar - fjallar hún um það hvernig vísindin hafa verið "hijacked" af stjórnmálunum og notuð til að réttlæta fordæmalaus inngrip í líf einstakinga. 

Vísindin eru eitt, vísindamenn eru annað. Sumir vísindamenn myndu eflaust vilja verða "átorítet" um hvað gera skuli, sbr. Kára okkar Stefánsson, en aðrir virðast þekkja sín mörk (þ.e. sem vísindamenn) og láta stjórnmálunum um að ákveða hvað gera skuli. Dæmi um þetta er Þórólfur Guðnason.

Kannski er spurningin sem eftir stendur eftir lestur þessarar greinar fyrst og fremst sú, hvernig hægt sé að ákveða hvort/hvenær "átorítet" vísindanna hefur gengið of langt. Svarið getur verið bæði einstaklingsbundið og misjafnt milli landa.

Ein leið til að svara er að grípa til lýðræðisins, og þá verður Ísland ágætt dæmi því að hérlendis hafa kjörin stjórnvöld vísvitandi farið næstum alveg eftir tilmælum vísindamanna.

Hvað segja kjósendur? Því verður svarað í haust, en skv. hverri könnuninni á fætur annarri nýtur ríkisstjórnin stuðnings almennings og stjórnarflokkarnir auka fylgi sitt. Það bendir til að lýðræðislegur vilji sé fyrir því að "follow the science", amk, hérlendis.

Er rétt að gera þetta, þótt svo virðist sem meirihluta Íslendinga þyki það?

Þessari spurningur verður ekki svarað vísindalega því að vísindin segja eðli sínu samkvæmt ekkert um það hvað skuli gera, bara útskýra það sem er. Þótt Kári Stef sé alltaf til í segja fyrir um hvað skuli gera - en það er ekki vegna þess að hann er vísindamaður heldur vegna þess að hann er Kári Stefánsson.

Að fylgja vísindunum þarf ekki endilega að skiljast sem einhverskonar "faith in science" eins og um sé að ræða eitthvert æðra átorítet. Það er mjög auðvelt að útskýra muninn á því hvernig "átorítet" td. Guðs er fengið og hvernig átorítet (forræði?) vísindanna er fengið. Það er hægt að ákveða á skynsamlegan hátt að fylgja forræði vísindanna, en að fylgja forræði Guðs er ekki hægt að ákveða á sama hátt. Með öðrum orðum, það getur verið skynsamlegt að "follow the science" en ýta sinni eigin sannfæringu og takmörkuðu vitsmunum til hliðar. Fá lánaða skynsemi, eins og sagt er.

Það er svo í hæsta máta skiljanlegt að fólki finnist þetta erfitt skref að stíga, kannski sérstaklega ef maður er eindregið sannfærður um mikilvægi einstaklingsins og réttinda hans, og alltaf var um sig gagnvart ofríki stjórnvalda. Þá er hætt við að vísindin fari að minna mann á Levíataninn sem Hobbes skrifaði um.

Þá er hætt við að maður sjái vísindamenn eins og miskunnarlausa morðingja sem stjórnvöld hafi "sleppt lausum" á saklausan lýðinn. (Bendi á að Þórólfur hefur hér á blog.is beinlínis verið sakaður um morð).

Eins skemmtilegt blogg og UnHerd er þá er svolítið augljóst að pennarnir þar eru ekki beint mikið á "heildarhagsmunalínunn". 

Það er svo efni í annan langhund hvernig það fyrirbæri - heildarhagsmunir - tengist þessum vangaveltum um forræði vísindanna.

Kristján G. Arngrímsson, 4.5.2021 kl. 09:03

2 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

PS: Annað sem er kannski til marks um að Íslendingar séu til í að treysta vísindunum er að þeir hafa ekki hikað við að láta bólusetja sig með bóluefninu frá AstraZeneca (þ.á m. undirritaður), sem bæði Þórólfur og Kári hafa ítrekað að sé alveg jafn öruggt og önnur bóluefni.

(Kannski er þetta reyndar til marks um að Íslendingar almennt taki meira mark á vísindamönnum en misgóðum fjölmiðlum - og misvitrum bloggurum - frekar en að þetta sé til marks um meira traust á vísindum en pólitík).

Kristján G. Arngrímsson, 4.5.2021 kl. 09:19

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Persónulega þykir mér greinin góð (eins og hefur áður komið fram) og hún "mallar" ennþá í huga mér.

Það er svo margt sem kemur fram í henni, án þess að endilega séu felldir stórir dómar.

Það kæmi mér heldur ekkert á óvart að mismunandi einstaklingar taki mismunandi frá henni.

Ég held að það sé varla hægt að tala um að mikið nýtt komi fram í henni, heldur virkar hún vel vegna þess hvernig efninu er fléttað saman og sett fram.

Atriði sem t.d. vöktu umhugsun hjá mér, um hve "stór" vísindin eru orðin og pólítíkin sem verður þá til innan þeirra og innan hópa þar. 

Hvernig við (almenningur) hefur engin tök á því að því að sannreyna nútíma vísindi og skipum okkur því í flokka (kirkjur) eftir því hvern við teljum "trúverðugan" (prest).

"Þessari spurningur verður ekki svarað vísindalega því að vísindin segja eðli sínu samkvæmt ekkert um það hvað skuli gera, bara útskýra það sem er."

Segir þú hér að ofan.  Hvað hafa sóttvarnaryfirvöld um víða veröld verið að gera, sem og aðrir vísindamenn?

Segja hvað skuli gera, eða hvað?  Fjölmiðlar eru síðan fljótir að komast að hvort að vikið hafi verið frá "minnisblaði" eða ekki, ekki satt?

Þá skapast pólítískur þrýstingur á stjórnmálamenn að hvika nú ekki frá "leiðbeiningunum".

Eru Íslendingar ekki að stórum hluta að fylgja sínum "vísindaprestum"?  Í sjálfu sér ekkert út á það að setja.  En hvers vegna velja þeir að fylgja þeim, en ekki t.d. Norsku, eða Dönsku "vísindaprestunum" sem senda bóluefni til Íslands sem þeir telja ekki boðlegt fyrir sína landsmenn?

En þeir Dönsku og Norsku eru auðvitað ekki með sinn eigin (því sem næst daglega) sjónvarpsþátt í Íslensku sjónvarpi.

En ég tek það fram að ég er ekki að dæma um hvort AZ er boðlegt bóluefni eður ei.  Ég er eingöngu að velta fyrir mér hvernig "málin spilast", "hjörðin myndast", "söfnuðir" skipa sér og sitt hvað í þeim dúr.

Mér finnst vangaveltur greinarhöfundar um að þar sem fólk á Vesturlndum hræðist almennt ekki yfirvöld/ríkisstjórnir, þurfi hræðsla við eitthvað annað að koma til, svo hægt sé að láta "lýðinn hlýða" (Víði eða einhverjum öðrum, (lol).

Að fylgja guði (hvaða guð svo sem það var) voru um langa hríð "bestu vísindi" síns tíma.

Galileo lenti einmitt upp á kant við "ríkjandi vísindi".  Þær "vísindakirkjur" hafa svo í gegnum tíðina skipst í mismunandi hópa og "misjafnir sauðir" barist á banaspjótum. 

Í gegnum tíðina hefur oft verið erfitt að greina á milli trúarbragða og stjórnmála.

Má að einhverju marki segja það sama um vísindi og stjórnmál í dag?

Þá er ég ekki að hugsa um flokkapólítík, enda pólítík svo mikið meira en slík.

Það er hægt að halda endalaust áfram en ég læt þetta duga, í það minnsta í bili.

G. Tómas Gunnarsson, 4.5.2021 kl. 12:23

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Bæti hér við: 

"In July of 2020, 29 % of British citizens believed that “6-10 percent or higher” of the population had already been killed by Covid. About 50% of those polled had a more realistic estimate of 1%."

Í hvaða landi, af þessum, skyldu "almenningur" telja að hlutfallslega flestir hafi látist af völdum veirunnar?

Bandríkjunum

Brasilíu

Indlandi,

Belgíu

Króatíu

Ítalíu

G. Tómas Gunnarsson, 4.5.2021 kl. 12:31

5 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

 Ég kemst ekki í þessa frétt af því að ég hef ekki áskrift að FT, en ég geri ráð fyrir að umfjöllunarefnið sé könnun - sem væntanlega hefur verið gerð á vísindalegan hátt. Þannig að við reiðum okkur á fræðilega/vísindalega hugsun/nálgun til að fá þær niðurstöður.

Gott og vel, ég er eins og þú getur ímyndað þér alveg sáttur við það.

Það hefur dálítið mikið verið tíðkað að segja vísindin vera eins konar trú, og þannig séð alveg jafnrétthá einhverri annarri trú. Ég er ekki frá því að ég hafi einhverntíma haldið þessu fram sjálfur. En er þetta ekki misskilningur í okkur?

Svo er til sú sannfæring að "allt sé pólitík" - þ.e. valdabarátta, og vísindin séu ekki annað en tæki í þeirri baráttu. Mér sýnist þetta viðhorf giska algengt hjá vinstrisinnum í bandarískum háskólum.

Getum við gert einhvern greinamun á trú, pólitík og vísindum? Við gætum til dæmis reynt að velta fyrir okkur hver séu skilyrði sannleikans í hverju þessa fyrir sig. Það ég best veit er sannleikurinn spurning um orð Guðs skv. trúnni; í pólitík er hinn endanlegi sannleikur fólginn í því að hafa völd - sá sem hefur valdið ákveður hvað er satt í samræmi við eigin hagsmuni; en hvernig er þessu háttað í vísindunum? Grundvallarhugmyndin er sú, það ég best veit, að við höfum það eitt fyrir satt sem gögn og rannsóknaniðurstöður styðja. Þá verður til sá vandi að það er partur af vísindunum að niðurstöður og gögn eru ekki alltaf samhljóma. Togstreita er eðlilegur hluti af vísindum. 

Og það er það sem fólk á oft erfitt með. Það ætlast til þess að vísindin séu eins og trú og pólitík þar sem hinn endanlegi sannleikur sem allir verða að sætta sig við (orð guðs og ákvarðanir meirihlutans) er aðgengilegur. En þannig virka vísindin ekki. Þar er ekkert "orð Guðs" (þótt sumir telji "orð Kára" vera ígildi þess) og þar ræður ekki meirihlutinn. Vísindi eru ekki lýðræðisleg.

Þannig að við getum held ég dregið fram töluverðan mun á trú, pólitík og vísindum. Vandi okkar er ekki síst sá að við erum svo fastir í trú og pólitík að við áttum okkur ekki á því hvernig vísindin eru í grundvallaratriðum annars eðlis. 

Kristján G. Arngrímsson, 4.5.2021 kl. 12:57

6 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Mér hefur sýnst að deilan um sóttvarnir sé ekki í grunninn vísindaleg heldur pólitísk en vísindaleg gögn eru þó mikið notuð í þeirri deilu. Þeir sem eru fylgjandi frekar hörðum sóttvarnaaðgerðum benda á vísindarannsóknir máli sínu til stuðnings, en þeir sem eru andvígir hörðum sóttvarnaaðgerðum leitast við að grafa undan áreiðanleika vísindanna með því að benda á að einn segi eitt og annar annað. Báðir geta með nokkrum rétti sakað hinn um að misnota vísindin, sbr. fyrirsögnin á UnHerd greininni sem þú tiltekur.

Ég held að kjarni málsin sé sá, að báðir deiluaðila hafi fyrirfram mótað sér skoðun sem þeir síðan nota vísindin til að styðja; hvorugur er í raun að byggja skoðun sína á vísindalegum grunni.

Kristján G. Arngrímsson, 4.5.2021 kl. 13:06

7 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

PS: Hvernig myndi þá "strangvísindaleg skoðun" á sóttvarnaaðgerðum líta út?

Talandi um million dollar question.

Kristján G. Arngrímsson, 4.5.2021 kl. 13:08

8 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Eitt af því sem einkennir vísindin er að þau eru í stöðugri þróun (og þar af leiðandi sífellt að breytast) og sú þróun mun aldrei taka enda, frekar en þróun t.d. lífsins á jörðinni.

Það eru því ekki rök gegn vísindalegri nálgun að segja að einu sinni hafi vísindin verið svona og svona en nú séu þau hinsegin. Þetta grefur ekki undan trúverðugleika þeirra vegna þess að það er ekki markmiðið í vísindum að komast að hinni endanlegu niðurstöðu.

Ef við krefjumst þess af vísindnum og teljum þó ótrúverðug af því þau geti ekki ákveðið sig þá erum við að líta á þau með gleraugum trúarinnar, sem vill fá hið endanlega orð guðs.

En vísindin eru í eðli sínu öðru vísi en Guð.

Kristján G. Arngrímsson, 4.5.2021 kl. 13:12

9 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.  Ég geri ráð fyrir því að að könnunin sé unnin á vísindalegan máta, ég hef þó enga leið til að sannreyna það.

En við vitum að vísindalegar skoðanakannanir hafa verið langt frá réttum niðurstöðum t.d. hvað varðar kosningar.  Því miður virðast skoðanakannanir stundum draga dám af því fyrir hvern er spurt, en það er önnur saga.

En hvað veldur því að 79% aðspurðra eru svona langt frá réttum niðurstöðum, sem er 0.1%, eða þar um bil.  50% telur dauðsföllin 10 sinnum fleiri en þau raunverulega eru.

Hvað veldur?

Hvar hefur faraldurinn geysað "harðast"?  Hvað skyldu margir geta sett þau lönd sem ég setti þarna inn í rétta röð?

Spurningin hvað er pólítík/valdabarátta?  Oft er talað um "skrifstofupólítík" og hvað hún geti verið hatrömm.  Barátta innan félagasamtaka getur farið á svo lágt plan að flestum þykir nóg um, jafnvel þó um sé að ræða félagasamtök sem starfa á "mannúðarsviði".

Hvað veldur?  Köllum við þetta pólítík, valdabaráttu eða eitthvað annað?

Ég er alveg sammála því að vísindin eru ekki endanleg ef svo má að orði komast.  Fátt er þeirrar náttúru.

En hvers vegna ber þá á sívaxandi óþoli gagnvart þeim sem ekki fylgja "meirihlutanum" í "viðurkenndum" vísindum?

Ekki eingöngu má greina slíkt (að mínu mati) hjá "fylgjendum vísindakenninga", heldur einnig hjá mörgum af vísindamönnunum.  Er það barátta um "völd innan vísindaheimsins", eða fyrst og fremst fé, og þá framfærslu og völd sem fylgir því, eða er um eitthvað allt annað að ræða?

Það að vísindin breytist er ekkert nýtt, en í því sambandi er einmitt gott að velta því fyrir sér hvort að rétt sé að hlaupa upp til handa og fóta í hvert sinn sem ný kenning eða "vísindi" koma fram.

Hvað varðar hvað "hávísindalega skoðun" á sóttvörnum, þá er það einmitt fanta góð spurning.

En er það ekki sem er hamrað er á að verið sé að gera, bæði í Íslandi og um víða veröld?

Fylgja ekki ekki allir vís(i)(u)ndunum, og vísindamönnunum, nema þeir sem fylgja Víði, sem er "bara" lögreglumaður :-)

En sóttvarnaraðgerðir eru líklega sambland af vísindum, pólítík og því sem er mögulegt, ef svo má að orði komast.

En það er ekki hægt að segja að það sem virkar á einum stað, virki nauðsynlega á öðrum.

Vísindamennirnir eru ekki sammála um lítil atriði eins og "grímur". Margir telja þó að þær hafi lítið eða ekkert "vísindalegt" gildi, þá virki þær "sálfræðilega".

P.S.  Þó að það skipti ekki meginmáli, þá hefur "guðsorð", "guð" og "Jesús" verið í stöðugri þróun, á meðal mannana og þeirra "vísindamanna" og "pólítíkusa" sem kosið hafa að starfa í kirkjunni.

Er það til að viðhalda völdum og fá áfram fé, eða er það af öðrum hvötum?

Þar koma fram nýjar kenningar og rannsóknir reglulega.

G. Tómas Gunnarsson, 4.5.2021 kl. 14:11

10 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Þú segir: 

"Ég er alveg sammála því að vísindin eru ekki endanleg ef svo má að orði komast.  Fátt er þeirrar náttúru.

En hvers vegna ber þá á sívaxandi óþoli gagnvart þeim sem ekki fylgja "meirihlutanum" í "viðurkenndum" vísindum?"

Ég átta mig ekki á því hvernig spurningin kemur í framhaldi af fyrri málsgreininni. Ég hefði haldið að fyrri málsgreinin útskýri einmitt hvers vegna það er núningur milli vísindamanna. Reyndar hefur það alltaf verið þannig að "venjuleg vísindi" sæta gagnrýni, það er einmitt liður í því að vísindin eiga að "leiðrétta sig sjálf".

Hitt er svo alveg rétt að vísindamenn berjast um peninga og völd. En þeir eru held ég allir sammála um grundvallaratriðin í vísindalegri aðferð. Svona eins og stjórnmálamenn berjast um völd og áhrif en eru allir sammála um lýðræðið.

Sóttvarnaaðgerðir eru ákvarðaðar af stjórnmálamönnum. Ekki vísindamönnum. En það er misjafnt hversu mikið stjórnmálamennirnir leggja upp úr vísindalegum forsendum sóttvarnaaðgerða. Hér á Íslandi er eiginlega farið alveg eftir ráðleggingum vísindamanna, en það að gera það er pólitísk ákvörðun stjórnmálamanna. 

Það er ekki heldur neitt skrítið þótt vísindamenn í einu landi leggi annað til en í öðru landi, frægt dæmi er sóttvarnalæknirinn í Svíþjóð. Eru tillögur þeirra og rök þá öll jafn góð, bæði þess sænska og Þórólfs, svo dæmi sé tekið? Nei, ekki endilega, og það sem sker úr um það er afleiðingarnar. Hvernig á þá að ákveða fyrirfram hvort sé betra að fara eftir ráðum þess sænska eða Þórólfs?

Varpa hlutkesti? Gera skoðanakönnun? Raunin er líklega sú að í mörgum löndum er hreinlega bundið í lög að fylgja beri tilmælum sóttvarnalæknis þannig að þetta er óþörf spurning.

En almennt væri eina leiðin að fylgja þeim leiðbeiningum sem eru betur útskýrðar og rökstuddar, t.d. með vísun í rannsóknir og reynslu.

 

Kristján G. Arngrímsson, 4.5.2021 kl. 17:35

11 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Seinni parturinn fylgir þeim fyrri vegna þess að það virðist hafa farið vaxandi að vísindamenn virðist telja sig hafa fundið "hinn endanlega sannleik".

Þeir hafa farið að kalla þá með andstæðar skoðanir "afneitara" (deniers), sem á stundum virðist vera litið á sem næsta skref við "heretics".

Fjölmiðlar, samfélagsmiðlar og aðrir "fylgjendur" ýkja svo "ástandið" ef svo má að orði komast.

En það er einmitt heilbrigt að andstæðar skoðanir takist á.

Sóttvarnaraðgerðir eru á ábyrgð stjórnmálamanna og þeir taka um þær ákvarðanir á flestum stöðum.

Ráðleggingar og "minnisblöð" spila svo sína rullu og svo er hægt að beita þeim til að skapa pólítískan þrýsting á ráðamenn.

Það er hægt að spila pólítík á svo marga vegu og ekki endilega í flokkum.

En hvort að stjórnmálamenn láta undan þrýstingi er svo annað mál og þeirra ákvörðun.

Það er eðlilegt að skoðanir séu skiptar og sömuleiðis ákvarðanir.  Það er enda svo að aðstæður eru mjög mismunandi, hvað er mögulegt kann sömuleiðis að vera mismunandi út frá svo mörgum hliðum.

Ég hef enda varað við því að ætla sér að taka upp einhverjar "leiðir" hráar frá öðrum þjóðum.

Þess vegna er næsta ómögulegt að segja til um hvað sé rétt og rangt. 

Eins og ég hef sagt hér svo oft áður, þá eru breyturnar svo margar.

Rétt eins og við lítum oft á t.d. Bandaríkin sem eina heild, en þegar kafað er ofan í málin eru aðgerðir og niðurstaða afar ólík eftir ríkjum, sem eru þó ekki langt frá hvort öðru.

En það er ekki hægt að segja að það sé afgerandi fylgni á milli ákveðinna aðgerða og árangurs.

Hvað veldur?

G. Tómas Gunnarsson, 4.5.2021 kl. 19:55

12 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Ja ætli það séu ekki aðallega mismunandi aðstæður sem aðgerðirnar eru gerðar í, t.d. hversu vel fólk treystir sóttvarnayfirvöldum og fer eftir tilmælum; svo virðist ganga vel á eyjum - sbr. Nýja Sjáland, Ísland og Færeyjar. Væri vert að athuga hvort er fylgni milli "velgengni" í að hefta útbreiðsluna og trausts almennings á sóttvarnayfirvöldum. 

En eins og þú sagðir, breyturnar eru margar. Kannski svo margar að samanburður er eiginlega ógerlegur?

Hér er alveg splunkuný frétt - blekið varla þornað! - um að 90% Íslendinga treysta sóttvarnayfirvöldum og telja stjórnvöld vera að gera alveg mátulega mikið til að verjast veirunni.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/05/04/flestir_islendingar_treysta_sottvarnaryfirvoldum/

Athyglisvert líka að það virðist ekki vera mikill ótti í samfélaginu við smit, þrátt fyrir að ýmsir haldi því fram að alið sé á ótta til að hafa stjórn á lýðnum. Athyglisvert að kjósendur Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar eru hugumstærstir þarna. Hugaðir hægrimenn. Nýtt slagorð...

En það virðist þó alveg ljóst að ef árangur er mældur í fáum smitum þá er Svíþjóð ansi neðarlega og þar voru jú "aðgerðir" öðru vísi en víða annarstaðar.

Kristján G. Arngrímsson, 4.5.2021 kl. 21:21

13 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.  Ef við viljum mæla árangurinn af sóttvarnaraðgerðum í smitum, hljótum við að velta okkur fyrir því hvers vegna Íslandi gengur svona illa.

Miðað við World of Meters, er Ísland í 122. sæti yfir þau lönd og landsvæði sem vefsíðan mælir, í smitfjölda eða 18,919, á hverja milljón íbúa.

Vissulega mikið betri árangur en Svíþjóð (sem er í sæti 211.) en mun lakari árangur en t.d. Indland, Finnland, Færeyjar, o.s.frv. Svo ekki sé minnst á Kína, sem situr í11. sæti listans með 63. smit á hverja milljón íbúa.

En Ísland er reyndar að segja má með sömu tölu og heimsmeðaltalið.

Hvað fór þá úrskeiðis á Íslandi?

Í stuttu máli sagt (að mínu mati) ekkert sérstakt.

Hvað varðar dauðsföll er staðan betri á Íslandi, en þar er landið í 92. sæti yfir fæst dauðsföll á milljón íbúa.

Þar er Grænland í 11. sæti og Kína í því 26., Færeyjar í 54. Indland er í 109, rétt fyrir ofan Finnland sem er í 112.

Auðvitað segir þetta takmarkaða sögu.

Heimsmeðaltalið hvað varðar andlát/milljón er í kringum 140. sæti.

https://www.worldometers.info/coronavirus/

Það er mikið til í því að samanburðurinn hefur ekki mikið upp á sig í flestu tilliti, en samt er okkur tamt að grípa til hans.

En hráar fjöldatölur segja minna en ekkert.

Hins vegar kemur mér ekkert sérstaklega á óvart að Íslendingar treysti yfirvöldu, þeir gera það heilt yfir, sérstaklega þegar eitthvað bjátar á.

Þvert á við það sem margir vilja halda fram, er Íslenskt stjórnkerfi ágætlega skilvirkt og þeir sem halda því fram að það sé gerspill og engin fái stöðu nema vegna "frændhygli" eða flokkspólítískra tengsla vaða villu vegar, að mínu mati.

En landið er lítið og tengslin víða.  Það að landlæknir sér mikið skyld fyrrverandi ráðherra og stjórnmálamanni, segir ekkert meira en það.

Ef ég tel upp alla sem ég hef tengst, unnið með eða er skyldur á Íslandi, lítur það út eins og "köngulóarvefur".

Það þýðir ekki að ekki megi gagnrýna eða deila um margar ákvarðanir.

Mér finnst nú nóg um í fréttinni sem þú vísar til að 58% finni fyrir miklum eða talsverðum ótta við að smitast. (sé ekki í fréttinni hvernig það er mælt).

Hvað hafur stór hluti þjóðarinnar smitast á þeim 15. mánuðum sem "faraldur hefur geysað"?

Hitt er svo eitthvað sem kemur mér lítið á óvart að þeir sem heldur líta til hægri séu raunsærri og skynsamari.  :-)

G. Tómas Gunnarsson, 4.5.2021 kl. 23:39

14 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Já það er kannski betra að mæla þetta í dauðsföllum, en ég efast ekki um að andstæðingar sóttvarna eiga einhver "rök" uppí erminni til að sýna fram á að það sé marklaust.

Mér skilst að það þyrfti að benda Indverjum á að vera ekki með þetta væl því að tölfræðilega gengur þeim mjög vel!

En ertu þá að meina að þessar sóttvarnaaðgerðir á Íslandi hafi verið alger óþarfi?

Kristján G. Arngrímsson, 5.5.2021 kl. 10:32

15 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Eða er þetta alltsaman bara stormur í vondum fjölmiðlum?

Hvernig nákvæmlega ber að meta þetta skv. þínum bókum?

Kristján G. Arngrímsson, 5.5.2021 kl. 10:33

16 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Íslenskt stjórnkerfi er að mörgu leyti spillt, t.d. sérstaklega hvað varðar stöðuveitingar - það þekkja þeir best sem búa á Íslandi og hafa fundið þessa spillinu á eigin skinni.

Svo er auðvitað alltaf gott að eiga sinn ráðherra, eða hafa með einhverjum hætti það sem ég hef heyrt kallað "aðgang að ráðherra". 

En stjórnkerfið er skilvirkt og trausts vert að mörgu öðru leyti, sennilega mest vegna þess að fólk vinnur vinnuna sína, burtséð frá því hvernig það sosum komst í hana.

Með þetta eins og annað, varhugavert að alhæfa. Íslenskt stjórnkerfi er ekki "gerspillt" en það er að mörgu leyti spillt. Þetta er ekki svarthvítt.

Kristján G. Arngrímsson, 5.5.2021 kl. 10:39

17 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Eitt enn varðandi tölfræði í Covid: Væri kannski bara best að sleppa henni? Hefur þessi world-o-meter kannski gert mikið ógagn?

Með honum má fá út að staðan er ágæt á Indlandi, samtímis því að þaðan berast fréttir um miklar hörmungar og vanlíðan fólks. Samt er það skv. tölfræðinni "betra" en á Íslandi þar sem smit utan sóttkvíar (er þetta sóttkví til á Indlandi?) eru nánast engin núna marga daga í röð.

Ef tölfræðin segir minna en ekkert, eins og þú segir, til hvers er hún þá? Af hverju segir hún minna en ekkert? Hvað segir raunverulega til um ástandið?

Kristján G. Arngrímsson, 5.5.2021 kl. 10:42

18 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Ég sagði ekki að tölfræðii segði minna en ekkert, þar vantar eitthvað upp á lesskilningin hjá þér.

Ég sagði hinsvegar: "En hráar fjöldatölur segja minna en ekkert.".

Það segir að mínu mati minna en ekkert að tala um hráar fjöldatölur, rétt eins og þegar mikið er gert úr "met tölum yfir dagleg smit" á Indlandi.  Það þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart að smit í því sem nú er gjarna talið fjölmennasta land heims, verði fleiri en í öðrum löndum.

World-o-meter er fín síða að mínu mati og gefur upplýsingar um fjölda efna.  Hvernig tölurnar sem þar má finna eru notaðar, er allt annar handleggur og ekki "þeim sem telur" að kenna.

En það eru ótal breytur og langt í frá öll kurl komin til grafar í þesu frekar en mörgu öðru.

Svo má deila um hversu áreiðanlegur samanburður er á milli landa, vegna mismunandi aðferða við skráningu, nú eða misbrest á henni o.s.frv.

https://www.telegraph.co.uk/news/2021/04/13/quarter-covid-deaths-not-caused-virus/

Bara eitt dæmi af mörgum.

En kemur það okkur í opna skjöldu að heilbrigðiskerfið á Indlandi sé ef til vill ekki jafn gott og vel búið og á Vesturlöndum?  Áttu menn von á því að þar væri mikið "over capacity" fyrir líkbrennslu sem tæki við ef kæmi óvæntur toppur í dauðsföll?

Yfir 150.000, einstaklingar létust í umferðarslysum á Indlandi 2019.  Er það mikið eða lítið?

Þó að ég sé nú ekki með stærðarhlutföllin á hreinu, myndi það líklega jafngilda á milli 35 og 40 banaslysum á Íslandi.

Á sama ári létust í kringum 25.000, einstaklingar í slysum tengdum lestum.

Svo er spurningin með skráninguna.  Eins og við höfum áður rætt eru Íslendingar hvattir til að koma í skimun ef þeir hafa "Covid einkenni".  95% þeirra sem koma í skimun eru ekki smitaðir af Covid (hvaða sjúkdóma eru þeir með, veit ég ekki og hef hvergi séð minnst á).

En getum við þá sagt á Indlandi (þar sem efast má um hvað margir af þeim sem látast eru skimaðir) að allir sem hafa látist með Covid einkenni hafi látist af völdum "veirunnar"?

Það er engin leið sem öllum BER að fara í að meta ástandið. 

Í Króatíu hafa ríflega 7300 látist af völdum Covid (frá World o meters), í Bandaríkjunum hafa ríflega 590.000 látist eftir sömu upplýsingum.

Á hvorum staðnum hefur ástandið veri vera?

En Króatía er með u.þ.b. 10 fleiri látna á hverja milljón íbúa.  Hvað hefur þú heyrt mikið fjallað um skelfilegt ástand í Króatíu, en Bandaríkjunum?

En þessi tvö ríki eru í 17 og 18 sæti yfir flest dauðsföll á milljón íbúa.

Þau eru þó langt frá landinu sem skipar 1. sætið, Ungverjalandi.  Það er með rúmlega 1200 fleiri látna á milljón íbúa en USA/Króatía.

Hvað segir það okkur?

Evrópa er komin yfir milljón dauðsföll, en er með ca. helming af íbúafjölda Indlands, en þar eru dauðsföll í kringum 250.000, alla vegna opinberlega.

En aðstæður eru auðvitað gerólíkar.

Í Evrópu voru skráð smittilfelli á viku 1.6 milljón, fyrir nokkrum vikum síðan, ef marka má WHO.

En Indland setti met í fjölda tilkynntra smita á einum degi, nálægt 400.000 á einum degi.  Í heila viku væri það 2.800.000.  En miðað við tvöfaldan íbúafjölda er Evrópa með hærri tölu.

Þetta segir ef til vill meira um ástandið en margt annað, vegna þess að um styttri tíma mælingu er að ræða.

En eins og áður eru aðstæðurnar ekki þær sömu.

G. Tómas Gunnarsson, 5.5.2021 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband