Nýsjálenska leiðin?

Ég skrifaði fyrir fáum dögum um "Áströlsku leiðina" í baráttuni við "veiruna".  En nú tala allir um "Nýsjálensku leiðina", og ef ég hef skilið rétt er hafin undirskriftasöfnun slíkr leið til stuðnings.

Margir virðast telja að Nýsjálendingar hafi "einfaldlega lokað landamærunum og lifað hamingjusamir upp frá því".

Svo er þó ekki.  Þar var gripið til fjölmargra mjög harðra aðgerða.

"Lokun" landamæranna er þar vissulega mikilvæg.  En einnig var gripið til umfangsmikilla "lockdowna", þar sem gefnar voru út tilskipanir um bann við því að fara út (stay at home order), nema í nauðsynlegustu erindum, s.s. að kaupa mat og lyf.

Á síðasta ári var "lockdown" frá enda mars, til byrjun júni. Hundruðir ef ekki þúsundir Nýsjálendinga voru sektaðir fyrir að brjóta "lockdownið".

Síðan hefur landið reglulega gripið til harðari samkomutakmarkana og stærsta borgin, Auckland hefur nokkrum sinnið farið í styttri "lockdown, nú síðast yfir mánaðarmótin febrúar/mars 2021.

Það er því alls ekki svo að "lokun" landamæra ein og sér hafi dugað.

Hér má finna sögu takamarkana í Nýja Sjálandi og hvernig mismunandi "Alerts" virka. 2. stigs "Alert" takmarkar mannfjölda t.d. við 100 og 3. stigs við 10 og þá eingöngu fyrir brúðkaup og jarðarfarir.

En það er rétt að taka eftir að mismunandi "Alerts" geta verið í gildi á mismunandi svæðum.  Þannig væri t.d. líklegt að ef reglurnar yrðu yfirfærðar á Ísland, hefðu mun strangari reglur gilt á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni, rétt eins og Auckland hefur þurft að búa við mun meiri takmakanir en önnur svæði á Nýja Sjálandi.

Það getur meira en verið að margir Íslendingar vilji fara "Nýsjálensku leiðina" og ekkert út á slíkt að setja, en það verður að ræða um hana í heild, ekki bara segja að það eigi að "loka landamærunum".

En það verður líka að ræða um afleiðingar eins og lesa má um í viðhengdri frétt, þegar fólk "lokaðist úti"  beið í 400 daga eða þar um bil.

En sjálfsagt finnst mörgum leið Nýsjálendinga athyglisverð, t.d. er aðeins 4. mismundandi stig, þannig að fyrirsjáanleiki er meiri, ekki sama "spennan" um hvað verður á "minnisblaðinu".

En best fyrir Íslendinga að finna sína eigin "leið" og sjálfsagt að leita "áhrifa" víða. 

Hvernig blandast kiwi og hnetusmjör?

P.S. Eitthvað hefur misfarist, því fréttin sem ég hugðist festa þessa færslu við, er hvergi að finna. En hana má finna hér: Fjöl­skyld­ur sam­einaðar eft­ir 400 daga aðskilnað


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Þetta er eitthvað málum blandið.

Eins og ég skil þessa frétt um undirskriftasöfnunina er þar verið að tala um að taka einn lið úr nýsjálensku leiðinni og nota hér - ekki er verið að tala um að taka þessa nýsjálensku leið alla einsog pakka og nota hér.

Einnig kemur fram í fréttinni að það er talað um að aðlaga þennan eina lið að því sem íslensk sóttvarnayfirvöld telja viðunandi.

Kristján G. Arngrímsson, 22.4.2021 kl. 20:38

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.  Hvar í fréttinni er talað um að aðlaga þennan eina lið, og hvaða frétt ertu að tala um?

Í fréttinni um undirskriftasöfnunina segir:  "Tæp­lega 4.000 manns hafa und­ir­ritað áskor­un til stjórn­valda um að all­ir sem til lands­ins koma verði skikkaðir í tvær skiman­ir með veru á sótt­kví­ar­hót­eli á milli skim­ana, líkt og á Nýja-Sjálandi. Stofn­andi und­ir­skrifta­söfn­un­ar­inn­ar seg­ir að kalli fólks­ins hafi alls ekki verið svarað með kynn­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar á hert­um aðgerðum í gær. Sú kynn­ing var, að hans mati, helst til þess gerð að sefa fólk."

Ég gat hvergi séð í fréttinni talað um aðlögun, það var talað um að 14. dagar giltu í Nýja Sjálandi, en aðeins 5 á Íslandi.

En enga umfjöllun um aðrar og harðari aðgerðir Nýsjálenskra stjórnvalda.

Það er ekki hægt að taka eina aðgerð út hjá Nýsjálendingum og segja að hún hafi skilað öllum þeim árangri sem náðst hefur þar.

Ekki frekar en hægt er að taka einn hluta af sóttvarnaraðgerðum á Íslandi og segja að það sé það eina sem skiptir máli, eða hvað?

G. Tómas Gunnarsson, 22.4.2021 kl. 20:46

3 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Ég meinti bara, með "aðlögun", þetta sem haft er eftir þessum Guðbergi að þótt sóttkvíin á NS sé 14 treysti hann íslenskum sóttvarnayfirvöldum til að meta hvort hún þyrfti að vera svo löng hérlendis. 

Hvort hægt er að taka svona einn lið út úr nýsjálensku leiðinni skal ég ekki fullyrða um en það virðist vera hugmyndin hjá þeim sem skrifa undir - hvort sem það er raunhæft eða ekki - þannig að þarna er kannski ekki verið að tala bókstaflega um að taka um NS leiðina. 

Kristján G. Arngrímsson, 22.4.2021 kl. 21:23

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.  Sjálfur hef ég ekki heyrt "aðlögun" haft eftir Guðbergi, þó að hann virtist geta sætt sig við 5 daga.

En það er einmitt málið, ég held að upplýsingar um heildaraðgerðir Nýsjálenskra stjórnvalda þurfi að liggja fyrir í umræðunni.

Eða heldur þú að ítrekað "lockdown" hafi engu skipt í árangri þeirra?

Það er vissulega deilt um þýðingu aðgerða, en yfirleitt gefst best að líta á heildarmyndina.

Það er ekki gert á Íslandi, virðist mér, þegar talað er um að taka upp "Nýsjálensku leiðina".

G. Tómas Gunnarsson, 22.4.2021 kl. 21:49

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Nýsjálenska leiðin hefur það markmið að útrýma þessari tilteknu veiru. Til þess nægir ekki að loka landamærum heldur þarf ítrekað að beita lokunum og útgöngubönnum. Þess vegna er ekki hægt að taka einn þátt út úr þessari leið.

Þorsteinn Siglaugsson, 23.4.2021 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband