Að þola andstæðar skoðanir

Vilja til að hindra eða "útrýma" andstæðum skoðunum verður vart í vaxandi mæli nú á tímum.

Umburðarlyndi virðist víða fara þverrandi.

Starfsfólk New York Times þoldi t.d. ekki að grein hefði birst í blaðinu sem það var ósammála og þótti ekki samrýmast stefnu blaðsins að það "neyddi" ritstjóra aðsendra greina til að segja upp störfum.

Starfsfólk útgefanda J. K.  Rowling mótmælti harðlega að barnabók hennar yrði gefin út af fyrirtækinu, að því virðist vegna skoðanna sem hún hefði viðrað á samfélagsmiðlum. 

Bókin, The Ickabog, eða efni hennar virðist hafa verið aukatriði.

Kanadíski sálfræðiprófessorinn Jordan Peterson, virðist einnig hafa "strokið rangælis", starfsfólki útgáfyrirtækis síns, að það krafðist að fyrirtækið hætti við að gefa út nýjustu bók hans.

Bókin sem mun heita:  "Beyond Order: 12 More Rules for life", er reyndar ekki komin út, er væntanlega 2. mars.

Sumir segja reyndar að bók Peterson gæti ekki fengið betri auglýsingu, en alla þá sem virðast vera á móti útgáfunni, en það er líklega önnur saga.

Fjölmargir sem starfa "útgáfubransanum" hafa einnig skrifað undir ákall um að bókaútgefendur gefi ekki út endurminningar þeirra sem starfað hafa í ríkisstjórn Donalds Trump.

Að sjálfsögðu er öllum frjálst að hafa sínar skoðanir í málum sem þessum, en mér finnst merkilegt hvað margir virðast þeirra skoðuna að andstæðar skoðanir eigi helst ekki að heyrast.

Nú geri ég mér ekki grein fyrir því hvað mikill markaður er fyrir endurminningabækur þeirra sem störfuðu með Trump á síðasta kjörtímabili. Ég tel heldur ekki líklegt að ég eigi eftir að kaupa þær. 

Heilt yfir er ég ekki mikill aðdáandi sjálfskrifaðra bóka stjórnmálamanna, en af þeim hefur vissulega verið meira en nóg framboð undanfarin ár.

En ég sé ekkert að því að fyrrverandi ráðherra gefi út bækur, ef áhugi er fyrir þeim þá seljast þær.

Rétt eins og ég tel það fjölmiðlum til tekna ef þeir birta breitt svið skoðana.  Slíkum miðlum fer því miður fækkandi.

Frekar er reyndum blaðamönnum sagt upp vegna "skringilegra" atvika sem áttu sér stað fyrir einhverjum árum. Einstaklingar missa vinnu vegna "tísta" o.s.frv.

Merkilegt nokk, virðast oft í fararbroddi einstaklingar og fjölmiðlar sem kenna sig við og stæra sig af "frjálslyndi".

Umburðarlyndið virðist ekki partur af frjálslyndinu og raunar víðs fjarri.

Síðan undrast margir "pólaríseringu" og að heift hlaupi í umræðu.

En einhvern tíma var sagt að mest væri ástæða til að hafa áhyggjur þegar svo gott sem allir væru sammála.

Ef til vill er sitt hvað til í því.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Rakst einmitt á frásögn dálkahöfundar í Guardian (fyrrverandi reyndar) sem var rekinn fyrir að segja brandara um bandarískar fjárveitingar til Ísraels:

https://www.currentaffairs.org/2021/02/how-the-media-cracks-down-on-critics-of-israel

Kristján G. Arngrímsson, 15.2.2021 kl. 21:55

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Hafði ekki heyrt af þessu máli.  Alltaf ótrúlegta að einstaklingar séu reknir fyrir slíkt.  Gaf þessu "skemmri skírn" hjá hr. Google.

Guardian neitar því reyndar alfarið að hafa rekið þennan einstakling.  "

A Guardian spokesperson said that Robinson “has written regularly for Guardian US but was neither a staff employee nor on contract. It is not true therefore that he was ‘fired.’”

The spokesperson added that the newspaper “would welcome further contributions from him in the future.”", en ég ætla ekkert að fullyrða um hvor hefur rétt fyrir sér í því efni.

Mér finnst tölvupósturinn sem birtur er hins vegar mjög "slæmur".  Ég er eindregið þeirrar skoðunar að starfsmenn eigi að eiga sér einkalíf.

Það er eiginlega ekki að furða að margir eigi í vaxandi vandræðum með að finna fjölmiðil sem þeir "treysta".

En ég myndi hins vegar einnig segja að best fari á að nefna ekki þau fyrirtæki sem einstaklingur starfar fyrir á einkareikningum.  Ég hef alltaf lagt mig í líma við að senda ekki einkapóst á þeim reikningum sem ég hef haft hjá fyrirtækjum.

Persónulega er ég nú ekki á meðal dyggari lesenda Guardian, en lít þó þar inn nokkuð reglulega.

Hef ekki orðið var við að blaðið dragi taum Ísraels svo að til vandkvæða horfi.

https://www.theguardian.com/commentisfree/2019/mar/12/israel-gaza-un-2018-protests-occupation

https://www.theguardian.com/commentisfree/2021/jan/17/the-guardian-view-on-israel-and-apartheid-prophecy-or-description

https://www.theguardian.com/commentisfree/2020/jun/22/palestine-britain-balfour-declaration-colonialism-uk-israeli-annexations

https://www.theguardian.com/news/2020/nov/29/palestinian-rights-and-the-ihra-definition-of-antisemitism

https://www.theguardian.com/world/2015/feb/13/cultural-boycott-israel-starts-tomorrow

https://www.theguardian.com/commentisfree/2020/oct/29/the-guardian-view-on-labour-and-antisemitism-a-question-of-leadership

En frumvarpið sem er til umræðu (að ég tel) er reyndar sér kapítuli.  Á yfirborðinu var það um aðstoð til handa Bandaríkjamönnum vegna Covid en alls kyns "rugl" var hengt við það.

Donald Trump fékk víða mikla skömm í hattinn fyrir að neita að skrifa undir það í upphafi.

https://www.bbc.com/news/world-us-canada-55420366

Trump sagði við það tækifæri: "This bill contains $85.5m for assistance to Cambodia, $134m to Burma, $1.3bn for Egypt and the Egyptian military, which will go out and buy almost exclusively Russian military equipment, $25m for democracy and gender programmes in Pakistan, $505m to Belize, Costa Rica, El Salvador, Guatemala, Honduras, Nicaragua, and Panama."

Hann nefnir reyndar ekki Ísrael, en það þykir nú ekki góð "pólítík" þessa takana að vera á svipuðum slóðum og Trump.

En það er ótrúlegt hvað þolið er lítið þessa dagana.

Nú á meðan ég er að skrifa þetta hlusta ég á það í Íslensku útvarpi að einhverjum hafi þótt það illa gert af fjölmiðlum að segja frá andláti Larry Flint og hvetja "alla" til að senda þeim fjölmiðlum sem slíkt hefðu gert póst og gera þeim grein fyrir því að slíkt ætti ekki að gera. Hann hefði gefið út klámblað.

G. Tómas Gunnarsson, 16.2.2021 kl. 00:34

3 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Það gæti verið að þetta óþol fyrir andstæðum skoðunum hafi með að gera það sem hefur verið kallað "purity spiral" á ensku. Mætti sennilega alveg segja bara hreinleikaspírall uppá íslensku.

Hérna er grein um þetta í svolítið óvæntu samhengi:

https://unherd.com/2020/01/cast-out-how-knitting-fell-into-a-purity-spiral/?fbclid=IwAR3kg_i0eOoZ92KUTLlWCfbwr8RvE8OouEJkBws6Hvk0JxUs8mZf2M_P4rs

Kristján G. Arngrímsson, 16.2.2021 kl. 10:43

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Bestu þakkir fyrir hlekkinn, stórskemmtileg og fróðleg grein.

Þessir prjónahópar eru mun illskeyttari en ég hafði gert mér grein fyrir.

"Hreinleikspírall" er ágætis orð, við gætum einnig notað orð s.s. "siðgæðissvelgur" (vortex), eða slá þessu saman í "siðgæðisspíral".

En óháð þessu hef ég alltaf verið hrifinn af orðinu svelgur.

Sögulegu dæmin eru líka fróðleg, upplýsandi að sjá þau í þessu samhengi þó að þau séu flestum vel kunn.

Puritanar/talibanar hef ég stundum notað, enda finnast þeir á svo miklu fleiri sviðum en trúarbrögðum.

P.S. Þarf að gefa mér tíma til að hlsta á heimildaþáttinn.  En svo væri auðvitað gaman ef haldinn yrði fundur í raunheimum hjá prjónafélaginu, en líklega er erfitt að koma því við.

G. Tómas Gunnarsson, 16.2.2021 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband