Þrjátíu ár - Litháen - Ísland

Það vermir vissulega hjartaræturnar að sjá kveðjuna sem Litháen sendir Íslendingum af því tilefni að þrjátíu ár eru liðin frá því að Ísland, fyrst ríkja viðurkenndi Litháen sem sjálfstætt ríki, eða öllu heldur endurheimt sjálfstæðis þeirra.

Að hernámi Sovétríkjanna væri lokið.

Það var vissulega stór atburður og markaði spor í heimsöguna. En Litháen hafði lýsti fyrir endurheimt sjálfstæði 11. mánuðum fyrr, eða 11. mars 1990. Fyrst "lýðvelda" Sovétsins sagði það sig frá því og endurheimti sjálfstæði sitt.

En baráttan var ekki án mannfórna og all nokkrir Litháar guldu með lífi sínu er Sovétið reyndi að kæfa sjálfstæðisvitund þeirra niður, en það var í heldur ekkert nýtt.

Næsta (1991) ár lýstu Lettland og Eistland yfir endurheimt sjálfstæðis síns og sögðu skilið við Sovétið.

Enn og aftur var Ísland í fararbroddi og viðurkenndi hin nýfrjálsu lönd og endurmheimt sjálfstæðis  og tók upp stjórnmálasambönd við þau fyrst ríkja.

Enn sem komið er hef ég ekki heimsótt Litháen, en ég hef ferðast víða í Lettlandi sem og Eistlandi, raunar búið í því síðarnefnda í all nokkur ár.

Í báðum þessum löndum hef ég fundð fyrir gríðarlega þakklæti í garð Íslands og Íslendinga.

Íbúum þessara landa fannst stuðningur Íslands ómetanlegur.

Þeir gerðu sér grein fyrir því að Ísland var ekki stórveldi og myndi aldrei ráða úrslitum í baráttu þeirra.

En að einhver hlustaði og stæði með þeim, "stæði upp" og segði að þeir hefðu rétt fyrir sér, það fannst þeim ómetanlegt og fyrir það eru þeir þakklátir.

Það var alls ekki sjálfgefið að Ísland viðurkenndi sjálfstæði Litháen 1991 og margir Íslenskir stjórnmálamann höfðu talið öll tormerki á því árið áður, það sama gilti reyndar um flesta (en ekki alla) stjórnmálamenn á Vesturlöndum.

En síðan þá hefur Ísland staðið með mörgum smáþjóðum og verið í fararbroddi að viðurkenna sjálfstæði þeirra.

En hvar standa Íslendingar í dag?

Myndu Íslendingar viðurkenna sjálfstæði Tíbet?  Viðurkenna að íbúar Taiwan eigi rétt á því að ákveða hvort þeir vilji vera sjálfstæðir eður ei?

Ótal ný ríki hafa litið dagsins ljós á undanförnum áratugum og útlit er fyrir að fleiri muni bætast í hópinn á þeim næstu.

Stuðningur Íslands við sjálfsákvörðunarrétt þeirra á enn erindi.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband