Afglöp ríkisstjórnar eða heilbrigðisráðuneytis?

Það er eiginlega ótrúlegt að lesa að yfirvöld á Íslandi hafi skuldbundið sig til þess að kaupa ekki bóluefni í gegnum neinn annann (eða beint frá framleiðendum) en Evrópusambandið.

Það er þó það sem ég gerði fyrir örfáum mínútum á vísi.is.  Fréttin er höfð eftir Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnarlækni.

Það eru ótrúleg afglöp.

Það er ekkert að því að eiga í samstarfi, en að vítaverð afglöp að setja allt sitt traust á einn aðila.

Það er skylda stjórnvalda að upplýsa um hvernig sú ákvörðun var tekin.  Var hún tekin í ríkisstjórn, eða tekin í heilbrigðisráðuneytinu?

Ef hún var tekin í heilbrigðisráðuneytinu var hún tekin af ráðherra eða embættismönnum?  Ef embættismönnum, hvaða embættismönnum eða embættismanni?

Því fyrir slíkar ákvarðanir, hvernig sem þær eru teknar, þarf að vera ljóst hver ber ábyrgðina.

Það er sjálfsögð krafa almennings að slíkt sé upplýst.

Ef við viljum reikna út hvað bóluefni kosta, þá er best að styðjast við þær upplýsingar sem láku út frá Everópusamandinu.

Þá kostar bóluefni Aztra/Zeneka 1.78 euro, bóluefni Johnson og Johnson kostar 8.50 euro, Sanofi/GSK kostr 7.56 euro, Biontech/Pfizer kostar 12 euro, Curevak 10 euro og Moderna 18 euro.

Ég verð að viðurkenna að ég þekki ekki til hlýtar af hvaða bóluefnum þarf 1. sprautu og af hverjum tvær.

Því reikna ég með að Íslenska ríkið hefði keypt 700.000 skammta af hverju bóluefni.

Þá lítur listinn út svona.

Astra/Zeneka 1.78 euro, X 700.000 X 157 kr. = 195,622,000

J & J, 8.60 euro, X 700.000 X 157 kr = 945,140,000

Sanofi/GSK  7.56 X 700.000 X 157 kr = 830,844,000

BionTech/Pfixer 12 euro X 700.000 X 157 kr = 1,318,800,000

Curevak 10 euro X 700.000 X 157 kr  = 1,099,000,000

Moderna 18 euro X 700.000 X 157 kr = 1,978,200,000

Samanlagt gerir þetta 14,873,866,000, eða tæpa 15. milljarða Íslenskra króna.

Við skulum ekki gera ráð fyrir því að Ísland hefði fengið jafn gott verð og í "hópkaupum" með Evrópusambandinu.

Gerum ráð fyrir því að Ísland hefði þurft að borga 100% hærra verð.

Þá hefðu kaup Íslands á öllum þessum bóluefnum numið u.þ.b. 30. milljörðum.

Ef miðað er við að talað er um að ríkið tapi u.þ.b. milljarði á dag um þessar mundir, hefði slík fjárfesting ekki verið vel þess virði?

Þá er ekki tekið með í reikninginn hvað einkafyrirtæki (og þar með þjóðarbúið er að tapa stórum fjárhæðum).

Hér er miðað við fjárfestingu fyrir næstum alla Íslendinga í 6. bóluefnum.  Það hefði mátt miða við 10, og fjárfestingin hefði verið öllu hærri.

En samt líklega vel þess virði.

Ef farið hefði verið af stað í t.d. júni síðastliðnum og til dæmis gengið frá kaupum á 700.000 skömmtum af 10 vænlegustu bóluefnunum, hvað hefði það kostað?

Hefði það kostað 60. milljarða? Eða minna?

Eru ekki 60. milljarðar u.þ.b. það sem Íslenska ríkið tapar á 2. mánuðum?

Þrjátíu milljarðar það sem "kófið" kostar ríkissjóð í mánuð?

Ef til vill hefði ekki verið síður þörf á hagfræðingum og stærðfræðingum til að ráðleggja ríkisstjórninni, en sóttvarnarlæknum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Það kemur ekki fram í fréttinni hvers vegna þessi skuldbinding fylgir kaupunum. Gæti það ekki skipt máli uppá hvort og þá hvern á að tjarga og fiðra?

Kristján G. Arngrímsson, 19.1.2021 kl. 12:58

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Það er alveg rétt að það kemur ekki fram hvers vegna þessi ákvörðun var tekin.  Það er bæði eðlilegt og sjálfsagt að stjórnvöld upplýsi um það.

Það er hins vegar ekki ástæða til að "tjarga og fiðra" einn eða neinn.  En það er eðli ákvarðana sem þessarar að einhver/jir, eðli málsins samkvæmt, bera ábyrgð á henni.  Ekki síst pólítískt.

Er það ekki eðlilegt að slikt sé upplýst?

Er ekki jafnframt eðlilegt að það sé útskýrt hvers vegna slík skuldbinding hafi þótt betri kostur en að standa að kaupum á eigin vegum?

Það varla til of mikils ætlast að stjórnvöld útskýri ákvarðanir sínar í þessum efnum, frekar en öðrum.

G. Tómas Gunnarsson, 19.1.2021 kl. 13:11

3 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Jú full ástæða til að útskýra hvers vegna farin var þessi leið. Pólitísk ábyrgð, ef einhver þarf að axla hana, hlýtur þó einfaldlega að liggja hjá heilbrigðisráðherra - eða jafnvel ríkisstjórninni allri ef um er að ræða eitthvað stórkostlega vafasamt og / eða handvömm.

Kristján G. Arngrímsson, 19.1.2021 kl. 13:49

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Það verður vonandi að fullnægjandi útksýring sem kemur frá stjórnvöldum.

En það er líklegt að pólítísk ábyrgð liggi hjá heilbrigðisráðherra.  Það verður að hafa í huga að yfirleitt er talið að valdið sé hjá hverjum ráðherra en ekki ríkisstjórn.

En svo má (að mínu mati) ekki líta svo á að ábyrgðin liggi eingöngu hjá ráhðerra, sem þannig eigi að taka alfarið ábyrgð á öllum mistökum sem hafa hugsanlega verið gerð af embættismönnum, eða öðru starfsfólki.

En svo má auðvitað hugsa sér að ákvörðunin hafi einfaldlega verið tekin af ráðherra. 

En þess vegna er bæði æskilegt og fróðlegt að almenningur yrði upplýstur um hvernig staðið var að ákvörðuninni.

G. Tómas Gunnarsson, 19.1.2021 kl. 14:31

5 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Ég átti líka við að það væri kannski fullsnemmt að fullyrða um afglöp - kannski er fullkomlega eðlileg útskýring á málinu, eða amk. skiljanleg í ljósi aðstæðna. Til dæmis ef ekki var í boði að vera með í Evrópusamstarfinu nema undirganga þessa skuldbindingu. (Svo aftur önnur spurning hversu eðlilegir afarkostir það voru).

Kristján G. Arngrímsson, 19.1.2021 kl. 15:48

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Er eðlilegt að ákveða að skipta eingöngu við einn aðila?

Athuguðu Íslensk stjórnvöld um hvaða kjör þeim biðust hjá framleiðendum? 

Það eru auðvitað ótal spurningar sem hefur verið varpað fram á undanförnum dögum.

En það berast engin svör frá stjórnvöldum. Mig minnir að það hafi verið 5. janúar sem beiðni var send til forseta Alþingis um að Alþingismenn fengju að sjá samninga um bóluefni.

Ég veit ekki hvort að þeir hafi fengið þær upplýsingar.

En auðvitað væri eðlilegt að stjórnvöld einfaldlega standi fyrir máli sínu.

Það eru æði margir, víða um lönd, sem telja Evrópusambandið hafa staðið sig afleitlega í bóluefnamálum.  Einhver lönd munu vera farin á stjá á eigin spýtur.

Það kemst ansi nálægt því að vera afglöp að treysta alfarið á einhvern sem ekki stendur sig.

G. Tómas Gunnarsson, 19.1.2021 kl. 16:15

7 identicon

Í ljósi gríðarlegs offramboðs af bóluefni þessa dagana er þetta náttúrlega grafalvarlegt mál.

ls (IP-tala skráð) 19.1.2021 kl. 19:19

8 identicon

Það er hins vegar ekkert óeðlilegt við það að aðilar sem standa saman að innlaupum sem þessum sammælist um að einstakir aðilar reyni ekki að komast framfyrir hina. Það er framleiðslan á efninu sem er takmarkandi, og ef einn fær meira, fá hinir minna.

ls (IP-tala skráð) 19.1.2021 kl. 19:30

9 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@ls, þakka þér fyrir þetta. Þetta er ágætlega orðað hjá þér, og væri óskandi að satt væri.

Það er líklega erfitt að verða sér út um bóluefni nú, þegar allir eru á höttunum eftir slíku.

Það er reyndar býsna merkilegt að skoða hvernig bólusetningar ganga,

https://www.bloomberg.com/graphics/covid-vaccine-tracker-global-distribution/?srnd=premium&sref=yLCixKPR

En þær spurningar vakna vissulega hvort að Íslendingar (sem og margir aðrir), hefðu getað staðið betur að verki.

Hafist handa fyrr.  Ef marka má "sögusagnir" afþökkuðu Íslensk heilbrigðisyfirvöld aðstöð einkaaðila til að reyna að nota sambönd sín o.s.frv.

Í staðinn virðist hafa verið ákveðið að setja allt traust á Evrópusambandið sem hefur ekki gefist vel.

Það þarf ekki (en ekki gefið) að hafa verið svo erfitt að tryggja það magn sem Íslendingar þurfa hefði verið farið af stað á eigin vegum.

Skorturinn kemu svo líklega að hluta til vegna þess hvað stórir aðilar (sbr. Evrópusambandið) voru seinir til og því byrjað seinna en ella að framleiða og byggja framleiðslutækin.

Hefðu ríki almennt verið tilbúin til að skuldbinda sig til kaupa fyrr væri vel mögulegt að staðan líklega öðru vísi nú.

Það hefði hins vegar vel getað haft í för með sér umfram framleiðslu, en kostnaður við slikt (sem ríkin hefðu borgað) er mikið minni en af biðinni nú.

Í vor og sumar var mikið talað um að byrja ætti að framleiða bóluefni í stórum stíl áður en endanlegt samþykki væri komið, til að vera viðbúin.

En þegar til kom virðast fá ríki hafa verið tilbúin til að greiða fyrir slíkt.

G. Tómas Gunnarsson, 19.1.2021 kl. 19:41

10 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þá er það komið í ljós að ríkisstjórnin telur að hvorki almenningur eða þingmenn hafi kröfu á því að vita hvernig staðið var að samningum hvað varðar bóluefni.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/01/19/synjad_um_adgang_ad_boluefnasamningum/

G. Tómas Gunnarsson, 19.1.2021 kl. 20:39

11 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ef aðeins er hugsað út frá hagsmunum Íslendinga hefði vitanlega átt að panta fyrir alla frá nokkrum mismunandi framleiðendum.

En á að hugsa aðeins út frá hagsmunum Íslendinga? Það liggur fyrir að bóluefni verður ekki tiltækt fyrir allan heiminn nærri strax - það getur tekið mörg ár. Um leið liggur fyrir að aldrað fólk og fólk með tiltekna sjúkdóma er í raunverulegri hættu, en aðrir ekki. Þetta fólk er kannski einn sjötti eða einn fimmti af heimsbyggðinni. 2-4 milljarðar skammta gætu dugað til að bólusetja allt þetta fólk á þessu ári miðað við þá framleiðslugetu sem áætluð er.

Mín skoðun er sú að eina leiðin sem er siðferðilega réttlætanleg sé sú að dreifa bóluefninu um heimsbyggðina með það að markmiði að bólusetja þá sem þarf að bólusetja. Aðeins þegar þessu forgangsverkefni er lokið má fara að huga að því að bólusetja þá sem þurfa ekki bólusetningu en eru svo yfirkomnir af ofsahræðslu að þeir vilja fyrir alla muni fá hana. En það er algerlega óréttlætanlegt að ríku löndin berjist um að yfirbjóða hvert annað til að bólusetja hvern einasta kjaft og hundinn hans, en láti fólk í fátækari heimshlutum, sem raunverulega þarf bólusetningu, vera úti í kuldanum.

Þetta kemur hins vegar ekki á óvart, því miður. Það er sérhyggjan sem ræður, rétt eins og hún hefur ráðið í öllum viðbrögðum við þessari veiki, blygðunarlaus sérhyggja og alger skortur á heildarsýn og skynsemi.

Þorsteinn Siglaugsson, 19.1.2021 kl. 21:13

12 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Þorsteinn, þakka þér fyrir þetta.  Ég hef það fyrir satt að refir borði ekki gulrætur og við búum ekki í Hálsaskógi.

Vissulega má setja upp "senu" sem svo að Sameinuðu þjóðirnar stjórnuðu dreifingu á bóluefnum og allar þjóðir greiddu í samræmi við þjóðarframleiðslu á einstakling.

En það er langt frá því raunin og hefur að því að ég best veit aldrei verið rætt eða komið til tals.

Sameinuðu þjóðirnar eru enda líklega varla þess megnugar að höndla slíkt verkefni.

Það er reyndar ekki nóg að fá bóluefni, það verður líka að vera hægt að bólusetja.  Það sést t.d. hjá Bloomberg, að það er ekki samræmi á milli þess að fá bóluefni og bólusetninga.

https://www.bloomberg.com/graphics/covid-vaccine-tracker-global-distribution/?srnd=premium&sref=yLCixKPR

Hins vegar hefði Ísland t.d. keypt bóluefni af fjölda frameleiðenda, hefði vel mátt ímynda sér að það sem af gengi yrði gefið til þeirra sem síður hefðu efni á kaupum.

En alheims stjórn, eða það að ríkari þjóðir deili hluskipti með þeim fátækari, verður ekki að veruleika hvað bóluefni varðar, frekar en aðra hluti.

Það má reyndar deila um hvað það er rökrétt.

Það má til dæmis nefna hvort að fjármunum sem "þróunarríki" verja í Geimvísindastofnanir, gætu verið betur komnar í aðra hluti, s.s. bóluefni?

Eins og í mörgum öðrum tilfellum eru forgangsatriðin umdeilanleg.

G. Tómas Gunnarsson, 19.1.2021 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband