Næst sakar Þorgerður Katrín Samfylkinguna líklega um gyðingaandúð

Ég get ekki gert að þvi að svona "pólítík" eins og Þorgerður Katrín gerir sig seka um í þessu tilfelli þykir mér afskaplega ómerkileg.

Líklega ræðst hún næst á Samfylkinguna og sakar hana um gyðingaandúð, vegna þess að "systurflokkur" Samfylkingarinnar, Breski Verkamannaflokkurinn hefur einmitt nýverið verið fundin slíkur um slíkt.

Corbyn, fyrrverandi formanni flokksins var meira að segja vikið úr flokknum, vegna þessa.  Þó eru líklega fjölmargir af þeim einstaklingum sem eru einmitt "sekir" í málinu enn í flokknum.

En flestir skynsamir stjórnmálamenn (og aðrir) sjá auðvitað að Samfylkingin hefur ekkert með þetta að gera og alger óþarfi að ræsa Loga Má Einarsson í pontu til að gera grein fyrir afstöðu sinni til þess máls.

Þá má auðvitað benda Þorgerði Katrínu á að rifja upp sögu "systurflokks" Viðreisnar á Írlandi og hvernig afstaða hans (og hluta hans er enn) er til fóstureyðingalöggjafar.

Kaþólikkar og áhrif þeirra í stjórmmálum eru víða til vandræða í heiminum hvað þennan málaflokk varðar.

Ef til vill væri líka gott fyrir Þorgerði Katrínu að velta því fyrir sér hvers vegna ríkisstjórnin í Eistlandi, sem er leidd af "systurflokki" Viðreisnar, hafi ákveðið að halda þjóðaratkvæði um hvort að hjónaband geti aðeins verið á milli "manns og konu".

Svo að allrar sanngirni sé gætt, held ég að "Miðflokkurinn" (Center Party á Ensku og Keskkerakond á Eistnesku), "systurflokkur" Viðreisnar í Eistlandi (er það ekki skondið að "Miðflokkurinn" og Viðreisn séu "systurflokkar"), hafi ekki verið mjög áfram um málið en samstarfsflokkarnir hafi haft það í gegn. En "prinsippin" eru ekki sterkari en það.

Reyndar hefur þessi "systurflokkur" Viðreisnar í Eistlandi verið umleikinn spillingarmálum og þótt hallur undir Rússa.  Jafnvel þótt hafa vafasöm tengsl við Pútin. 

En það er engin ástæða til þess að slíkt hafi áhrif upp á Íslandi.

En persónulega hefur mér þótt Þorgerður Katrín setja niður við málflutning sem þennan.  Hún hefur líklega einnig verið allra Íslenskra stjórnmálamanna duglegust við að reyna að skapa einhver hugrenningatengsl á milli pólítískra andstæðinga sinna og Trump.

Það ber að mínu mati vott um málefnafátækt, sem ef til vill helst í hendur við minnkandi erindi Viðreisnar í Íslenskri pólitík.

P.S.  Því má svo bæta við að "Miðflokkurinn" (Keskerakond) í Eistlandi, "systurflokkur" Viðreisnar, er af mörgum talinn "popúlískur" flokkur, þó að um slíka "stimpla" sé gjarnan deilt.


mbl.is Sakaði Þorgerði Katrínu um „þvætting“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband