Æ, þeir gömlu góðu dagar þegar Reykjavíkurborg tapaði á ferðamönnum

Ég var sem oft áður að þvælast á netinu og þá kom þessi frétt upp neðarlega í einni leitinni.  Síðan í febrúar á þessu ári en það virkar eitthvað svo ótrúlega langt síðan.

Tap borgarinnar af ferðamönnum 6-9 milljarðar

Þessir gömlu góðu dagar.  En nú gefst tækifæri til að byrja upp á nýtt og ef til vill halda ferðamönnum i burtu frá borginni - til langframa.

Tap gengur ekki að eilífu.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það verður svolítið gaman að sjá þennan útreikning næst. Þá kemur nefnilega í ljós hvað borgin tapaði miklu á því að missa ferðamennina. Niðurstaðan verður sú að það er engin leið út. Því fleiri ferðamenn. Því meira tap. Og því færri ferðamenn. Því meira tap.

Þorsteinn Siglaugsson, 27.4.2020 kl. 11:30

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Þorsteinn, þakka þér fyrir þetta. Það er engin góð lausn í sjónmáli.

Alltaf tap og alltaf vantar tekjustofna.

En nú munu Reykvíkingar líklega éta og drekka utandyra í sumar, alla vegna miðað við nýjustu fréttir.

Ef veðurfræðingar hafa rétt fyrir og sumarið verður kalt, má ef til vill setja "umhverfisskatta" á alla gashitarana sem veitingastaðir munu setja út á meðal borðanna.

En það er skrýtið að vilja auka starfssvæði atvinnugreinar sem borgin býður svo mikið tjón af.

En mér þykir það reyndar ágætis hugmynd að öðru leyti.  Óttast bara aukið tap borgarinnar.

G. Tómas Gunnarsson, 27.4.2020 kl. 16:15

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Nú mun koma skýrsla frá borginni um að hún hafi ekki aðeins tapað svo og svo miklu á því að túristarnir hurfi. Því verði reyndin sú að íbúarnir fari að flækjast niður í bæ sjálfir og hanga þar, nú þá hlýtur borgin vitanlega að tapa á því líka.

Þorsteinn Siglaugsson, 27.4.2020 kl. 16:19

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Þorsteinn, þakka þér fyrir þetta.  Skýrslur mun án efa ekki vanta hjá Borginni.

En vegir Borgarinnar eru þó að einhverju leyti eins og guðs, órannsakanlegir.

Ef ég man t.d. rétt þá eyddi hin sama Borg, einhverjum hundruðum milljóna í að gera upp húsnæði fyrir tvær "mathallir".  Einhverjir vilja meina að lengi muni borgin þurfa að bíða eftir því að leigan borgi kostnaðinn upp. 

Ef til vill sýnir það hvað Borgin tapar mikið á þjónustuaðilum við ferðamenn.

En hvers vegna Borgin taldi að nauðsynlegt að fjölga svo veitingastöðum, þar sem fjöldi þeirra starfaði á nokkur hundruð metra radíus, hef ég ekki svör við.

Mér best vitandi hefur engin fjölmiðlamaður séð ástæðu til þess að biðja um slík svör frá Borginni.

Sú ákvörðun hlýtur að vekja furðu, sé litið til taps Borgarinnar af ferðamönnum.

Heldur þú að það muni koma skýrsla sem skýrir það út?

G. Tómas Gunnarsson, 27.4.2020 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband