Pláneta mannanna - heimildamynd

Undir núverandi kringumstæðum eyði ég eins og sjálfsagt fleiri, all nokkrum tíma á netinu og þar kennir ýsmissa grasa þessa dagana.

Margir kannast við kvikmyndagerðarmanninn Michael Moore, hann hefur verið gríðarlega umdeildur, myndir hans hafa skipt mönnum í háværa hópa.

Á YouTube síða hans var frumsýnd nýlega (líklega á Degi Jarðar) ný heimildarmynd eftir Jeff Gibbs, sem Moore hefur framleitt.

Myndin er vel gerð og vel þess virði að horfa á.  Fyrir minn eiginn smekk er hún full "dómsdagspredikandi", ef svo má að orði komast, og margir myndu líklega segja að hún væri ekki "lausnamiðuð".

Það kemur líklega fáum að óvart að í myndinni er ráðist harkalega á orkuiðnaðinn og Koch bræðurnir fá sinn skammt. 

En það kemur ef til vill mörgum á óvart að "umhverfisverndariðnaðurinn" fær jafn stóran, ef ekki stærri part gagnrýninnar.  Sólarorka, vindorka, orka úr "lífmassa" fær algera falleinkunn í myndinni og ráðist er af hörku á marga "messíasa" umhverfisverndar.

Ég hef hvergi séð myndina "staðreyndatjékkaða" og ætla ekkert að fullyrða um slíkt. Það er hins vegar rétt að hafa huga að oft rísa upp deilur um "staðreyndir" í heimildamyndum og hafa gert það um fyrri myndir sem Moore hefur framleitt.

Ég hef ekki séð mikið fjallað um myndina og varð örlítið hissa hvað ég hef lítið orðið hennar var í "meinstrím" fjölmiðlum.  En ég fann þó skrifað um hana í Guardian, Forbes og Hollywood Reporter.  En vissulega gengur mikið á í heiminum.

En eins og alltaf er sjón sögu ríkari.  Youtube.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Lítið minnst á kjarnorku, sem er eini raunverulegi staðgengill olíu. Náttúrugas og kolaorkuver eru í dag með nánast hreinan bruna. Það má ekki segja það.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.4.2020 kl. 10:30

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Jón Steinar, þakka þér fyrir þetta. Eins og ég sagð í bloggfærslunni er myndin ekki "lausnamiðuð".

Ég er sammála þér hvað varðar kjarnorku og svo er spurning t.d. um frekari rannsóknir og nýtingu á "Þóríum" og svo má lengi áfram telja.

Það vantar þó nokkuð upp á "hreinan bruna" hvað varðar kol og gas, en gasið kemst þó mun nær því.

En "kol" er ekki það sama og "kol". 

Það hafa til dæmis margir velt fyrir sér ákvörðun Þjóðverja, stærsta brúnkolanotenda í heimi, að loka kjarnorkuverum sínum.

En þeir eru sömuleiðis að auka gasnotkun sína, sem og "grænu lausnirnar".

En mér fannst myndin fróðleg, þó að hún sé að sjálfsögðu ekki "stóri sannleikur".

Hún leggur lítið til á lausnahliðinni, en virðist fyrst og fremst telja að of margir búi á jörðinni og neyti of mikils.

En hvort að hin "svarta" hlið "græna hagkerfisins" er eins fram kemur í myndinni, ætla ég ekki að fullyrða, því ég get ekki sannreynt margt af því sem kemur þar fram.

En hvað varðar "messíasana" þá hef ég alla jafna ekki haft mikið álit á þeim, þannig að það "hrapar" ekki langt hjá mér, enda ekki úr háum söðli að detta.

En eins og í mörgum öðrum astæðum er fróðlega að sjá sjónarmið eins og koma fram í myndinni, hvort sem maður er sammála þeim eður ei.

G. Tómas Gunnarsson, 26.4.2020 kl. 11:04

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Niðurstaðan er óbreytt af öllum umhverfisáróðri. "Ef við gerum ekki EITTHVAÐ, þá fer allt til fjandans."

Sá enga viðlitni til að benda á lausn aðra en að fækka í mannkyni. Verði þeim að góðu að berjast fyrir því.

Það er annars vitað að sólorka og vindorka er gersamlega vonlaust dæmi, sem framleiðir meir mengun og minni orku en allar hefðbundnar aðferðir. Það eru bara staðreyndir sem komast ekki í gegn af því að það er vilji fyrir að láta það ekki fréttast.

Ég er nokkuð viss um að RUV mun aldrei sýna svona guðlast.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.4.2020 kl. 11:15

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Jón Steinar, þakka þér fyrir þetta. Ástandið hefur verið "á leið til helvítis" svo lengi sem ég man eftir mér.  Er ég þó heldur eldri en ég kæri mig að hugsa um.

Olían ætti auðvitað að vera löngu búinn. "Jörðin" löngu sprungin". En samt sem áður hafa jarðarbúar sem heild aldrei haft það betra, þó að vissulega sé gæðunm misskipt.

Þó hygg ég að jafnvel þeir sem bera hvað lakastan hlut frá borði hafi það hlutfallslega betra, en á öðrum tímum.

En ég hef áhyggjur af mengun, mun meiri af "almennri mengun" en "kolefnissporinu".

Þokkalegt "andrúmsloft" er mikilvægt.

En mikilvægasta fólkið í heiminum er fólkið sem sér tækifæri í vandamálum.  Ekki fólkið sem sér vandamál í öllum tækifærum.

G. Tómas Gunnarsson, 26.4.2020 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband