Að búa þar sem sólin ekki skín

Ég hef nú áður skrifað hér um staðarnöfn í Eistlandi og hvernig fjölskyldan gerir grín að mismunandi merkingu orða í þeim tungumálum sem við notum.  Það var í tengslum við frétt hér á mbl.is, um kappleik á milli Tapa og Viljandi.

En ef menn vilja búa "þar sem sólin ekki skín", er tilvalið að búa í litla þorpinu Rassi, sem er einmitt ekki nema steinsnar frá Viljandi.

Í Rassi búa eitthvað í kringum 30 einstaklingar og póstnúmerið endar á 007 (að vísu með 72 fyrir framan).

En eftir því sem ég kemst næst er þó framboð af fasteignum til sölu  lítið í Rassi.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband