Skattheimta Reykjavíkurborgar hlýtur að verða til hækkunar á leiguverði

Nú má sjá í fréttum að rekstur Bíó Paradísar sé í hætttu, vegna yfirvofandi mikillar hækkunar á leigu húsnæðis þess.

Það er reyndar eitthvað á reiki hvað hækkunin eigi að vera mikil, í viðhengdri frétt er talað um ríflega tvöfuldun.  Annars staðar hefur verið talað um þreföldun, ég ætla ekki að dæma um hvort sé rétt.

Ég hef séð talað um þessa hækkun með hálfgerðri "hundablístrutaktík", talað eins og "ljótir kapítalistar" séu að drepa mikilvæga menningarstarfsemi o.s.frv.

Ég ætla ekki að dæma neitt um mikilvægi starfseminnar, hef aldrei komið í Bíó Paradís en hef heyrt vel af henni látið. Góð kvikmyndahús eru að mínu viti gulls ígildi.

En í síðastu færslu talað ég um fasteignaskatta og þar kom fram að fasteignaskattar hafi hækkað um u.þ.b. 50% að raunvirði síðan 2015.

Það er auðvitað að meðaltali, og ég get ekki ímyndað mér að hækkunin á Hverfisgötu sé undir meðaltali, frekar líklegt að hún sé vel yfir meðaltali.

Að sjálfsögu hlýtur slíkt að koma fram í hækkun leiguverðs.  Hvernig í ósköpum væri hægt að komast hjá því?

Eins og kemur svo fram í fréttinni, er núverandi leiguverð rétt um 40% af meðal leiguverði í Reykjavík.

Fasteignaskattar taka ekkert tillit til þess.

Þess vegna hljóta hækkandi fasteignaskattar að leiða til hækkandi leiguverðs. Ekki bara í Bíó Paradís, heldur svo gott sem alls staðar.

P.S. Bæti hér við.  Það kemur fram í frétt hjá RUV að fasteignagjöld hafi hækkað um 80% síðan núverandi eigendur keyptu fasteignina. En það kemur þó ekki fram hvaða ár það var.

En það munar líklega um minna.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Lögðu fram hugmynd um tvöföldun leiguverðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þegar leiguverð er langt undir markaðsvirði er ekkert undarlegt þó leigusali vilji fá hækkun. Væri reyndar mjög undarlegt ef hann ekki vildi hækka leiguna.

Það var þó annað en verðhækkunin sem sló mann í viðtali við forstöðukonu bíósins, í útvarpinu. Þar sagði hún að útilokað væri að færa bíóið í eitthvert annað hverfi borgarinnar, að slíkt kæmi ekki til greina. Lét sem að þá væri það komið út á landsbyggðina og auðvitað væri fólk þar ekki svo listhneigt að það þyrfti bíó!

Gunnar Heiðarsson, 30.1.2020 kl. 20:25

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Hlynur, þakka þér fyrir þetta.  Hef ekki heyrt viðtalið sem þú vitnar í, en vissulega hefur flest starfsemi ákveðinn "markhóp".

Líklega komir flestir gangandi eða hjólandi í "Paradísina". Stundum er ég mest hissa á því að fólk horfi á bíómyndir, framleiðsla þeirra er oft á tíðum lítið umhverfisvæn og svo hafa þessar stjörnur svo mörg meðallaun verkafólks fyrir viðvikið að manni svimar við.

En fréttirnar og viðtölin eru nú líklega ekki síst ætluð fyrir eyru borgar og ríkis, lesist:  Það þarf að meiri styrki.

G. Tómas Gunnarsson, 30.1.2020 kl. 22:45

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

En ef til vill hrökkva "menningarvitarnir" við nú, þegar háir skattar og leiguverð eru farin að hrekja menningarstarfsemina á brott, ekki bara verslanir.

G. Tómas Gunnarsson, 30.1.2020 kl. 22:47

4 identicon

https://umraedan.landsbankinn.is/Uploads/Documents/Hagsja/2018-08-31-Leiga-a-atvinnuhusnaedi.pdf

Þjófarnir eru búnir að blása upp fasteignaverð og þar með leiguverð.

Þetta er jú lág leiga, en að biðja um 2300 fm er hraulegt að minnstakosti miðað við meðalleiguverð 2017.  1500-1800 væri nær lagi og líklega gæti paradís klofið það. 

Þorfinnur (IP-tala skráð) 3.2.2020 kl. 09:54

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Þorfinnur, þakka þér fyrir þetta.Það er auðvitað einfalt að segja "þetta er allt "þjófunum" að kenna".

En vissulega vilja menn hagnast á fjárfestingunni.  En það sem hefur líklega hækkað leigu mest er hækkun á húsnæðisverði.  Þar spilar framboðið og eftirspurnin hvað stærsta rullu.  Það þýðir lítið að hækka verðið ef enginn vill leigja.

Athugaðu svo hvað t.d. fermetraverð á lóð er í Reykjavík (og mörgum öðrum sveitarfélgögum), hvað kostar óbyggður fermetri undir atvinnuhúsnæði?

Hvað tekur svo Reykjavíkurborg (og mörg önnur sveitarfélög, en þau eru hæst í % í Reykjavík) í fasteignagjöld?

Það hefur komið fram að Borgin taki eftir því sem ég kemst u.þ.b. Helming af leigunni sem Paradís hefur borgað, í kringum 500 kr á fermeter.  Finnst þér það eðlilegt?

Ég veit ekki hvenær núverandi eigendur keyptu fasteignina en það hefur komið fram í fréttum að fasteignagjöld hafi hækkað gríðarlega á þeim tíma, um 80%.  Finnst þér það eðlilegt?

Nú er árið 2020 og það þýðir lítið að miða við meðalleiguverð árið 2017.  Nú er talað um að meðalleiguverð á atvinnuhúsnæði í Reykjavík sé ríflega 3000 kr á fermeter, áháð hverfum. 

Ég get því varla séð að 2300 til 2500 sé ósanngjörn krafa.

G. Tómas Gunnarsson, 3.2.2020 kl. 12:05

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Í athugasemdinni hér að ofan fór hugsunin á eitthvað flakk hjá mér.  Það sem ég ætlaði að skrifa er að ef meðalleiguverð á fermetra er 2300 krónur í Reykjavík óháð hverfum, er varla svo ósanngjarnt að fara fram á 2300 til 2500 í miðbæ Reykjavíkur.

G. Tómas Gunnarsson, 3.2.2020 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband