Skrautfjaðrir og skrýtin Lávarðadeild

Nú tíðkast það víst að sérstakir fjölmiðlafulltrúar ráðuneyta skrifi "fréttir" sem síðan birtast næsta orðréttar í hinum ýmsu fjölmiðlum.

Að sjálfsögðu vilja þessir "fréttahaukar ríkisins" veg sinna manna sem mestan.

En ég held að á stundum gangi þessir "fréttahaukar" full langt og fjölmiðlar taki afurðum þeirra full gagnrýnislaust.

Þannig myndi ég ekki túlka þann viðburð sem viðhengd frétt fjallar um, sem að Lilja Alfreðsdóttir hafi flutt fyrirlestur um jafnréttismáli í Lávarðadeilt Breska þingsins.

Ég myndi segja að hún hafi flutt fyrirlestur, eða tekið þátt í hringborðs/pallborðsumræðum í húsakynnum Bresku lávarðadeildarinnar.
Þeir sem áður hafa séð myndir frá Bresku lávarðadeildinni eru fljótir að átta sig á því að meðfylgjandi mynd er ekki tekin í þingsal Bresku lávarðadeildarinnar.

Hún er enda tekin í nefndarherberbegi 3C, í húsakynnum hinnar sömu lávarðadeildar.  Fundurinn/fyrirlesturinn/hringborðsumræðurnar voru enda skipulagðar af hugveitunni Henry Jackson Society, en hún hafð þekkst boð frá barónessu Posser, um að halda fundinn (panel discussion) í húsakynnum lávarðdeildarinnar.

Það er því að mínu mati all nokkur vegur frá því að Lilja Alfreðsdótir hafi haldið fyrirlestur í Lávarðadeild Breska þingsins.

En sjálfsagt myndi einhver flokka þetta undir vel heppnuð störf fjölmiðlafulltrúa, en persónulega myndi ég frekar flokka þetta undir mistök fjölmiðla.

Sem aftur styrkir þá skoðun mína að varhugavert sé að auka tengsl og allra síst fjárhagsleg tengsl, fjölmiðla og stjórnvalda.

 


mbl.is Lilja ræddi um jafnrétti í lávarðadeildinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband