Evrópuþjóðir verða að axla ábyrgð á eigin þegnum

Margar Evrópuþjóðir hafa gengið fram að fullkominni lettúð um langt skeið.  Það er tímabært að þær axli ábyrgð.

Margar þeirra gagnrýndu til dæmis harðlega tilvist Guantanamo Bay búðana og að þeirra þegnar væru vistaðir þar (ekki að fyrirkomulagið hafi verið hafið yfir gagnrýni).

Nú þegar þeim er boðið að taka við eigin þegnum, ella verði þeim sleppt er það "erfitt" og ýmsum þeirra lýst ekki á blikuna.

En það er eðlileg krafa að evrópuríkin axli ábyrgð á þegnum sínum og þeir snúi heim.  Hvernig heimkomunni er háttað hlýtur svo að vera undir hverju og einu ríki komið.  Nú þau geta einnig ákveðið að hafa engin afskipti af þeim, en það þýðir ekki að kvarta undan því að þeim sé sleppt.

Það er líka eitt að kvarta undan því að Bandaríkin hyggist draga herlið sitt frá Sýrlandi, en annað að bjóða ekki eigin hermenn til starfa.

Þaðð er eitt að hafa áhyggjur af því að áhrif Rússlands aukist í Sýrlandi, en annað að auka áhrif þess aukist í orkubúskap eigin ríkis og Evrópu allrar. 

Það er auðveldara að kvarta undan því að bandamaður hyggist draga úr hernaðarumsvifum sínum, heldur en að auka framlög til eigin hers og sjá til þess að hann geti verið þokkalega vopnum búinn.

Það er löngu tímabært að evrópuríki axli aukna ábyrgð í varnarmálum, útbúi heri sína almennilega og þau þeirra sem eru aðilar að NATO uppfylli 2% kröfuna.

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Flókið að taka aftur við vígamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband