Já og nei og ef til vill - Skoðanir og falskar fréttir?

Við höfum séð þetta allt áður. Skoðanir einstakra aðila eru "klæddar upp" sem staðreyndir í fréttum.

Ef að Bretar tækju ekki upp euroið beið þeirra einangrun og efnahagslega hnignun. Reyndist ekki satt.

Ef Bretar segðu já við því að yfirgefa Evrópusambandið biði þeirra efnahagslegt hrun og einangrun.  Svo hefur ekki verið.

Aðildarumsókn að Evrópusambandinu átti að vera töfralausn fyrir íslenskan efnahag. Staðreyndin er sú að efnahagsbati Íslendinga fór fyrst á flug þegar við tók ríkisstjórn sem stefndi í allt aðra átt en aðild að Evrópusambandinu.

Hvað gerist í Frakklandi ef það ákveður að segja skilið við euroið og/eða Evrópusambandið er í raun engin leið að fullyrða, því það er svo langt í frá að það sé eina breytan í efnahagslífi Frakka.

Það er hægt að taka fjöldan allan af réttum eða röngum ákvörðunum samhliða þeim ákvörðunum.

Þó þykir mér trúlegt að það myndi í upphafi hafa í för með sér aukin kostnað fyrir Frakka. Óvissa gerir það gjarna.

En væri haldið rétt á spöðunum, þykir mér líklegt að slíkt myndi reynast Frökkum vel.  Stjórn yfir eigin málum er líkleg til þess.

Ef þróun samkeppnishæfi Frakklands og skuldastaða hins opinbera er skoðuð frá því að euroið var tekið upp, er engan vegin hægt að álykta að það hafi reynst Frakklandi vel.

En það er alls ekki gefið að það myndi Marion Le Pen heldur gera.

En ef skoðaðir eru spádómar varðandi Bretland, hljóta allir að taka spádóma eins og hér koma fram (í viðhengdri frétt) með miklum fyrirvara, ef ekki kalla slíkt "falskar fréttir".

Slíkar skoðanir eru einfaldlega ekki meira virði en aðrar pólítískar skoðanir.

 


mbl.is Dýrt að yfirgefa evruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Mjög góð ábending og rétt. Fréttamiðlar gera í því að birta falsfréttir til þess eins að hafa áhrif og pota áfram á NWO stefnuna.

Valdimar Samúelsson, 14.2.2017 kl. 16:28

2 identicon

Sæll.

Fínar hugleiðingar hjá þér.

Það sem vantar hér er að það er líka dýrt að vera með lélegan gjaldmiðil sem veldur atvinnuleysi. 

Helgi (IP-tala skráð) 15.2.2017 kl. 06:12

3 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Þú ferð framúr þér hérna í ESB-andófinu. Það er ekkert að þessari frétt, það er hinsvegar fyrirsögnin sem er meingölluð. Og vissulega rétt að þessi galli er algengur á fyrirsögnum, þ.e. hún segir vera staðreynd eitthvað sem reynist vera skoðun einhvers. Í fréttinn fer ekkert á milli mála að um er að ræða skoðun nafngreinds manns.

Kristján G. Arngrímsson, 19.2.2017 kl. 19:20

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þakka ykkur fyrir innleggin allir saman.

@Valdimar  Þakka þér fyrir þetta. Persónulega hef ég ekki trú á NWO, en dæmi hver fyrir sig.

@Helgi Þakka þér fyrir þetta. Gjaldmiðill skapar í sjálfu sér ekki atvinnuleysi eða dregur úr því.

Efnahagsstefna gerir það hins vegar.

Í gegnum "Sambandið" og svo aftur Seðlabanka Eurosvæðisins virðast þjóðirnar á svæðinu hins vegar hafa framselt býsna stóran hluta ákvarðanna sinna í þeim efnum til aðila sem ekki bera neina ábyrgð gagnvart einum eða neinum og taka ákvarðanir sem eru viðkomandi þjóð ekki hagfelldar.  Alla vegna ef marka má orð Merkel.

@Kristján Þakka þér fyrir þetta. Að sumu leyti myndi ég taka undir gagnrýni þína á mig. En það er tvennt sem þarf að hafa í huga.

Annars vegar hve þungt fyrirsögn vegur í frétt og svo "fréttalestri" og svo hins vegar hvort engar fréttir séu þá "falskar" ef einhver er borinn fyrir þeim?  Jafnvel þó að að sé um "ónafngreinda heimild"?

Ef svo er eru líklega ekki margar "falskar" fréttir sem eru birtar og í raun algera óþarfar áhyggjur sem reynt er að magna í þeim efnum.

Sem er að ég held vissulega að nokkru tilfellið.

Enda er fyrirsögnin hjá mér að benda á (alla vegna var það að hluta hugsunin hjá mér) samspilið á milli skoðana og "falskra" frétta.

Engar skoðanir geta í raun verið "falskar" fréttir, jafnvel þó að okkur kunni að þykja þær nokkuð út úr "korti".

Ef til vill eru það fyrst og frems fjölmiðlafólkið sem gerir þær "falskar" með "smíði" á röngum fyrirsögnum?

G. Tómas Gunnarsson, 22.2.2017 kl. 05:55

5 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Þessi tilhneiging til að setja skoðun fram sem staðreynd skal ég viðurkenna að hefur lengi farið óskaplega í taugarnar á mér og mér (kannski þarafleiðandi) lengi sýnst þetta landlægur andskoti i fjölmiðlum. Í prentmiðlum getur þetta verið spurning um pláss, en á netinu er sú spurning aldrei fyrir hendi.

Frétt um skoðn einhvers er fölsk ef viðkomandi er gerð upp skoðun. En svo er spurning hverra skoðanir eru fréttnæmar og stundum finnst manni nú eins og extrem skoðanir rati frekar í fréttir en hófsamlegar.

Aðalmálið í þessu er þó oft hverra skoðanir er um að ræða - í þessu tilviki er sá sem skoðunina hefur kannski ekki hver sem er heldur "þungavigtarmaður" í málaflokknum.

Kristján G. Arngrímsson, 22.2.2017 kl. 07:06

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján þakka þér fyrir þetta. Ég get tekið undir það með þér að slík fyrirsagnasmíð er ekki til fyrirmyndar og í raun ákaflega hvimleið.

En hún er ótrúlega algeng og líklega er að mestu leyti fyrir því ein ástæða, það vekur athygli og framkallar músaklikk, gefur pening.

En það felur í sér ákveðið fals.

Vissulega er það svo að svokallaðir "þungaviktarmenn" og skoðanir þeirra þykja fréttnæmari en aðrir.

En það eru ekki hvað síst þeir sem upp á síðkastið staðið með "egg á andlitinu" og hafa reynst hafa rangt fyrir sér.  Þannig að ef til vill er spurning hvort þeir eiga fréttnæmið skilið?

En það er líka rétt að "extreme" og stóryrtar skoðanir eiga oft betri aðgang að fjölmiðlum, "heimsendir" hefur lengi verið góð söluvara.

Það má finna alls kyns fréttir sem vitnað er til ýmissa aðila sem segja þetta og hitt og margt af því hljómar vægast sagt skringilega.

Svo eru líka til raunverulega falskar eða uppspunnar fréttir, en ég held að þær séu ekki það stór hluti að ástæða sé til að hafa stórkostlegar áhyggjur.

Hitt er svo líka til að "skoðanir" einstaklinga séu í raun uppspuni þeirra sjálfra, en slíkt er þó yfirleitt erfitt að sanna.

G. Tómas Gunnarsson, 22.2.2017 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband