Hræsni Evrópusambandsríkja

Ég er reyndar sammála Þýskum stjórnvöldum þegar þau segja að Trump megi ekki gleyma Aleppo eða Krímskaga.

En ef til vill færi betur á því að Þýsk stjórnvöld og Evrópusambandið sjálft liti í eigin barm.

Hvað hafa þau gert fyrir Krímskaga? Hvað hafa þau gert til þess að Ukraína geti endurheimt stjórn yfir austur hluta landsins, hvað þá endurheimt yfirráð yfir Krímskaga?

Hvaða ríki er berjast fyrir lagningu annarar gasleiðslu yfir Eystrasaltið, frá Rússlandi til Þýskalands?

Og hvers vegna skyldu Rússar vilja leggja þá leiðslu? Hvaða hag sjá Þjóðverjar í því að hún sé lögð?

Leiðslan, ef af verður, mun auðvelda Rússum að beita þvingunum hækka verð til A-Evrópu án þess að styggja viðskiptavini sína í V-Evrópu. Auðveldar sömuleiðis valdbeitingu í ríkjum eins og Ukraínu, ef út í það er farið.

En jafn ógeðfelld sú tilhugsun er, er ég þeirrar skoðunar að Krímskagi komist aldrei aftur í hendur Ukraínu. Rússar munu komast upp með þá innrás, enda líklega flestum ljóst að í raun hefur öll andstaða þar að lútandi verið innantóm.

Þjóðir Evrópusambandsins mættu sömuleiðis líta í eigin barm, eða öllu heldur til eigin herja.

Her Þýskalands komst í fréttirnar fyrir all nokkru vegna þess að hluti hans æfði með kústsköftum vegna skorts á vopnum.

Flugherinn er "grándaður" að stórum hluti vegna fjárskorts og jafnvel innan við 10% af orustuþotum í flughæfu standi.

Því miður er svipaða sögu að segja af herjum of margra "Sambandsríkja".  Belgíski herinn er að margra mati óvenjulega vel "vopnaður eftirlaunasjóður".

En sem betur fer virðast raunveruleikinn vera að ná til einhverra.  Svíar og Finnar hafa t.d. vaknað upp við vondan draum, þegar Rússar stórauka "nærveru" sína.

Sigur Trump virðist einnig hafa vakið ýmsa stjórnmálamenn í Evrópusambandsríkjunum til umhugsunar. Að ef til vill þurfi þau að auka sínar eigin varnir, að ef til vill þurfi hergögn að "virka".

Að ef til vill sé ekki nóg að treysta á að Bandaríkin komi til bjargar og þau geti vanrækt eigin varnir.

Ef kosning Trumps hefur orðið til þess, má ef til vill segja að hún hafi þegar haft áhrif - til góðs.

 


mbl.is Trump má ekki gleyma Aleppo eða Krímskaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband