Eðlilegt að framkvæmdavaldið fylgi eftir vilja kjósenda

Það er eðlilegt að meirihluti Breta (samkvæmt skoðanakönnun) vilji að ríkisstjórn landsins framfylgi þeim vilja sem fram kom í þjóðaratkvæðagreiðslunni um "Brexit".

Þeim er engin ástæða til þess að blanda þinginu í þá ákvörðun. Þó má líklega deila um slíkt eins og flest annað, enda fá ef nokkur fordæmi að fylgja, eða í raun leiðbeiningar.

Þó er vissulega vafi á hvort að ekki sé nauðsynlegt að þingið greiði atkvæði um málið, því þjóðaratkvæðið telst ekki lagalega bindandi.

Það er vel hugsanlegt að það komi til kasta dómstóla til á skera úr um það.

Það er hins vegar eðlilegt að þingið fjalli um málið, enda um að ræða stærsta pólítíska mál breskra stjórnmála síðustu fjóra áratugi eða svo.

En auðvitað væri lýðræðinu gefið langt nef, ef þingið færi að greiða atkvæði og snúa við ákvörðun almennings.

Slíkt myndi næstum án efa þýða þingrof og kosningar, sem líklega enginn flokkur kærir sig um, ekki einu sinni Íhaldsflokkurinn sem þó er í stöðu til að vinna stórsigur.

 


mbl.is Vilja að May taki ákvörðunina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þjóðaratkvæðisgreiðsla hlýtur að vega meira en þingsályktunartillaga

en þingsályktunartillaga var talin nægja til að fela framkvæmdarvaldinu að sækja um aðild Íslands að ESB

Grímur (IP-tala skráð) 17.10.2016 kl. 09:51

2 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Tja, ef við ætlum að vera lýðræðisleg er málið kannski ekki alveg svona einfalt:

http://uk.businessinsider.com/brexit-vote-regret-leave-margin-victory-2016-10

En ég geri ráð fyrir að þetti teljist ekki skipta neinu máli fyrir þá sem það hentar. Og ef það sem fram kemur í þessari könnun skyldi nú eiga við rök að styðjast, væri það þá ekki einmitt eðlilegt að þingið snéri við ákvörðuninni?

Þingið er jú bara samkoma fulltrúa kjósenda, ekki satt?

En sennilega er merking orðsins "eðlilegt" hérna bara afstæð m.t.t. þess sem hentar þeim sem talar hverju sinni. Þannig að það er óeðlilegt að nota þetta orð í þessu samhengi.

Kristján G. Arngrímsson, 18.10.2016 kl. 09:56

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Grímur Þakka þér fyrir þetta. Þjóðaratkvæðagreiðsla hefur í hugum okkar flestra mun meiri vigt en þingsálytkunartillaga.  En þó er munurinn sá að þingályktunartillagan er ekki "ráðgefandi", reyndar heldur ekki afgerandi bindandi, því að ég best veit er ekkert sem setur ríkisstjórn afgerandi skilyrði eða tímamörk til að fylgja eftir þingsályktunartillög. Það gerir þetta ef til vill allt dulítið snúið.

@Kristján. Þakka þér fyrir þetta. Í raun hafa skoðanakannanir enga lýðræðislega stöðu og í raun út í hött að ætla að farið sé eftir þeim.  Þess er skemmst að minnast að Skoðankannanir í Bretlandi hafa verið býsna langt frá niðurstöðum t.d. hvað varðar "Brexit", andstæðingum þess í hag og svo ekki síður hvað varðar síðustu þingkosningar.

En það hafa sömuleiðis verið misvísandi kannanir hvað þetta varðar, bæði í fjölda þeirra sem sögðu já og hafa eftirsjá og þeirra sem sögðu nei og hafa eftirsjá.

Þannig að það er jafnvel spurning um "dagsformið" eða jafnvel þess sem gerir skoðanakannanirnar, stundum er jú hægt að "leika" sér aðeins með spurningarnar.

En lagalega séð er ekkert sem gerir breskum þingmönnum skylt að framfylgja þeim vilja kjósenda sem kom fram í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Það sama gildir um ríkisstjórnina.

En það er eðlileg krafa að ríkisstjórnin framfylgi þeim vilja kjósenda sem kom fram í þjóðaratkvæðagreiðslunni. 

Spurningin var skýr og þó að 4% munur sé ekki stórkostlegur er hann yfir drifið nægur í þessu tilfelli.

G. Tómas Gunnarsson, 18.10.2016 kl. 10:57

4 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Já, eins og ég sagði: Það fer eftir hvað hentar manni hvort þetta skiptir máli.

Kristján G. Arngrímsson, 18.10.2016 kl. 11:01

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján Þakka þér fyrir þetta. Skoðanakannanir breyta ekki niðurstöðum kosninga, þar skiptir engu máli hvort það "hentar" eður tei.

Líklega er að t.d. ótrúlega algengt að hluti kjóseinda gæti hugsað sér að verja atkvæði sínu öðruvísi þeger halla fer á kjörtímabil, það breytir ekki niðurstöðu kosninga.

Reyndar hafa ýmsar skoðanakannir sýnt að enn sé meirihlti fyrir "Brexit", en það er ekki það sem drífa á bresku ríkisstjórnina áfram, heldur þjóðaratkvæðagreiðslan.

Spurningin var skýr, og niðurstaðan sömuleiðis.

G. Tómas Gunnarsson, 18.10.2016 kl. 11:40

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

P.S. Enginn hafði það hugmyndaflug í Bretlandi að spyrja spurning eins og vilt þú að Bretland hefði viðræður við Evrópusambandið um útgöngu?

Eða vilt þú að Bretland kanni möguleika á því að ganga úr Evrópusambandinu?

Eða Vilt þú að Bretland kanni hvort að grundvöllur sé fyrir því að ganga úr Evrópusambandinu.

G. Tómas Gunnarsson, 18.10.2016 kl. 11:43

7 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

En kannski hefði það þó verið ráðlegra, svona eftir á að hyggja, í ljósi þess ruglings sem nú er uppi með það hvort, hvernig og hvenær Bretar fari. Sennilega mun þessi útganga renna út í sandinn.

Cameron hefur mikið á samviskunni, sbr. þetta:

https://www.theguardian.com/books/2016/oct/18/margaret-thatcher-snatches-win-from-david-cameron-in-vote-on-centurys-worst-pm

Kristján G. Arngrímsson, 18.10.2016 kl. 13:44

8 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján Þakka þér fyrir þetta.  En þá hefði atkvæðagreiðslan einmitt verið markleysa, sem stjórnvöld hefðu getað túlkað eftir eigin behag. Það er oft það sem stjórnvöld vilja, en sem betur fer eru þeim oft settar þröngari skorður.

Ég gef ekki mikið fyrir atkvæðagreiðslur eins og þú ert að vitna til þarna, þó að þær geti verið skemmtilegur samkvæmisleikur.

Það sem flesir virðast gleyma þegar þeir eru að ásaka Thatcher um að hafa "eyðilagt" breskt samfélag er í hvaða ástandi Bretland var.

Bretland var komið að fótum fram, var yfirleitt talað um það sem "sjúka mann Evrópu", þurfti að leita ásjár Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og þar fram eftir götunum.

Eins og Ashdown segir í Guardian greininni, þó að hann geti ekki talist vinveittur Thatcher í heildina, þá reif hún niður stofnanir sem þurfti að rífa niður og í raun hífði hún Bretland upp á hárinu, ef það mætti orða það svo.

Það þýðir ekki að allt sem hún hafi gert hafi verið rétt, en hún var akkúrat manneskjan sem Bretland þurfti á þeim tíma.

G. Tómas Gunnarsson, 18.10.2016 kl. 14:33

9 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Arfleifð Thatchers er flókin og efni margar bækur.

En ég held í alvöru að það sé alls ekki gefið að úr útgöngu Breta úr ESB verði. Kannski er hún pólitískur ómöguleiki. Eða skrifræðisómöguleiki. Eins og þú segir, það eru ekki til leiðbeiningar né fordæmi.

Sennilega verður niðurstaðan einhverskonar málamyndagjörningur þar sem haldið verður í bæði innri markaðinn að kröfu Breta og óbreytta stefnu í innflytjendamálum að kröfu ESB þannig að þetta verður Bullshit-Brexit.

Kristján G. Arngrímsson, 18.10.2016 kl. 14:48

10 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján Þakka þér fyrir þetta. Það hafa líklega nú þegar verið skrifaðar all margar bækur um arfleifð "Möggu" og eiga líklega eftir að vera skrifaðar margar til viðbótar.

Enda einn af allra merkilegustu stjórnmálamönnum 20. aldarinnar. Það að hún sé umdeild, er auðvitað ekki skrýtið, enda er það sameiginlegt með flestum þeim stjórnmálamönnum sem eru ekki umdeildir, að hér um bil engin man eftir þeim.

Ég er nokkuð viss um að af "Brexit" verður. Það er einfaldlega ekki annað í boði, ef svo má að orði komast.

Það verður erfitt fyrir Bretland til skemmri tíma, en afar jákvætt til lengri tíma litið.

En auðvitað er ekkert gefið í þeim efnum, því það er ekki eins og það sé eina breytan sem hefur áhrif á velferð þjóða.

En það sem verra er, að mér sýnist allt stefna í að niðurstaðan muni byggjast á heift og hefnigirni, sem mun leiða til verri niðurstöðu fyrir Bretland og mun verri niðurstöðu fyrir "Sambandið" en efni standa til.

Það er er ef til vill það sorglegasta í öllu þessu ferli.

G. Tómas Gunnarsson, 18.10.2016 kl. 15:04

11 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

 Þetta er nú greinilega ekki alveg á hreinu:

https://www.theguardian.com/politics/2016/oct/18/parliament-very-likely-to-be-asked-to-agree-brexit-deal

Kristján G. Arngrímsson, 18.10.2016 kl. 16:31

12 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján Þakka þér fyrir þetta. Ég hef séð þennan möguleika ræddan áður, en nota bene, þarna er verið að tala um að þingið og lávarðadeildin þurfi að samþykkja útgöngusamnningin.

Ég ætla ekki að fullyrða um það, ég ætla ekki heldur að segja að ég sé sérfræðingur í lögum "Sambandsins"; en eins og ég hef skilið það ferli sem fer í gang þegar "grein 50" er virkjuð, þá hefst allt að 2ja ára samningsferli. Ef samningur næst ekki á þeim tíma er samt sem áður um "fulla úrsögn" að ræða og viðkomandi ríki yfirgefur "Sambandið".

Í raun felur þetta í sér að engin leið er að snúa við ferlinu þegar það er hafið.

Engin leið fyrir aðra atkvæðagreiðslu, eftir að "grein 50" fer af stað.

En má auðvitað deila um hvort að þingið og lávarðadeildin þurfi að samþykkja "grein 50" og geti gert þjóðaratkvæðagreiðsluna að engu.

Að mörgu leyti held ég að enginn flokkur nema Íhaldsflokkurinn myndi hagnast á kosningum nú.

UKip hefði getað hagnast á kosningum, ef að þjóðaratkvæðagreiðslunni hefði verið snúið við, en er varla í standi til þess eins og er, flokkurinn í tómu tjóni.

Smá möguleiki að hann næði að snúa málum sér í hag, ef þjóðaratkvæðagreiðslan yrði hundsuð og Nigel Farage sneri aftur.

En Verkamannaflokkurinn er ekki nema í örlítið betri málum en Samfylkingin, og vill sjálfsagt bíða eins lengi með kosningar og mögulegt er.

G. Tómas Gunnarsson, 18.10.2016 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband