Er "fjölmenningin" að ganga af Belgíu dauðri?

Mér var bent á hlusta á stutt viðtal við Árna Snævarr í morgunþætti Ríkisútvarpsins.

Viðtalið er tekið á meðan "slökkt" var á Brussel ef svo má að orði komast. Skólar voru lokaðir, fólk var hvatt til að vera innandyra og almenningssamgöngum var lokað.

En það er athyglisvert að heyra að Árni virðist telja að "fjölmenning" sé ekki hvað síst undirrót núverandi vanda Brussel og Belgíu.

Mismunandi menning flæmingja og vallóna hafi skapað því sem næst óleysanleg vandamál, og þegar innflytjendum er bætt í blönduna, verði hún eldfim og enn óviðráðanlegri.

Belgía er enda skotspónn margra og hefur verið kölluð "Belgistan", og það hefur mátt heyra þá skoðun í frönskum fjölmiðlum, að í stað þess að gera loftárásir á Raqqa, ætti franski flugherinn að gera loftárásir á Molenbeek.

Belgísk löggæsla er sögð óskilvirk og sundruð og um belgíska herinn hefur verið sagt að hann sé óvenjulega vel vopnum búinn eftirlaunasjóður.

En "fjölmenningin blómstrar" í því sem oft er kallað "höfuðborg" eða "hjarta" Evrópusambandsins.

En það sama verður varla sagt um Belgíu.

Skuldir ríkisins eru yfir 100%/GDP, stjórnmálin eru í kreppu, þó að tekist hafi að mynda ríkisstjórn. Landið er frjósamur jarðvegur fyrir islamska öfgamenn og margir telja að landið sé við það að brotna upp.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband