Hryðjuverkin í Frakklandi eiga sér rætur í islam

Það er engin leið til þess að líta fram hjá því að hryðjuverkin í París í gær og fjöldi annara hryðjuverka undanfarin ár eiga sér rætur í islam.

Ekki frekar en það er hægt að líta fram hjá því að ýmis hryðjuverk,stríð, krossferðir, Spænski rannsóknarrétturinn og gyðingahatur eiga sér rætur í kristni (og auðvitað er íslam ekki saklaust hvað varðar gyðingahatrið).

Trúarbrögð hafa í gegnum söguna, og eru enn, notuð sem réttlæting fyrir hryllings og ofbeldisverkum oftar en tölu verður á komið. Saga trúarbragða er langt í frá saga kærleika, friðar og umburðarlyndis, þó að þeir þættir sér þar vissulega líka.

Þetta þýðir ekki að allir þeir sem beygja sig í átt til Mekka séu hryðjuverkamenn eða styðji ógnarverk þeirra, né að allir kristnir menn séu gyðingahatarar. Það leikur enginn vafi á því að stærstur hluti hvors hóps um sig, hefur lítt með þetta allt að gera og hugsar fyrst og síðast um að reyna að byggja upp gott og friðsælt líf fyrir sig og sína.

En í gegnum aldirnar hafa trúarbrögð gjarna verið uppspretta haturs, ofbeldis og ógnarverka, þó að boðskapurinn sé kærleikur og mannbæting.

Trúarbrögð eru samsafn þeirra sem aðhyllast þau og boða.

Það er rétt að taka fram að kristni hefur gengið þokkalega að hrista af sér miðaldahugsunarháttinn, þróast fram á við og segja skilið við mestu vitleysuna jafnframt því að boðskapur bíblíunnar (orð guðs?) hefur verið endurskoðaður .

Fylgjendum islams hefur gengið það mun síður.

En islam, rétt eins og kristindómurinn hefur marga anga og rangala.

Og í býsna mörgum röngölunum má finna einstaklinga sem predika ofbeldi og hryðjuverk í nafni islam.

Margar skoðanakannanir hafa sýnt að öfgasamtök á borð við Isis njóta stuðnings hundruða þúsunda, ef ekki milljóna evrópubúa. Þúsundir þeirra hafa farið og barist með þeim undanfarin misseri.

Margir þeirra hafa síðan snúið heim til Evrópu.

Hryðjuverkmenn hafa skírskotun í  flóttamannavandamál nútímans að því leiti, að þeir eru afkomendur einstaklinga sem fluttu til Evrópu fyrir 1. til 3. kynslóðum. Þá eins og nú í leit að betri lífskjörum og stundum undan hörmungum.

En lausnin getur ekki verið að hætta að aðstoða flóttamenn, en ég held að flestir sjái (og það óskylt hryðjuverkum) að hún er heldur ekki að opna öll landamæri.

Það þykir líklegt að einn af hryðjuverkmönnunum í París hafi komið til Evrópu í gervi flóttamanns. En það er óþarfi að gera of mikið úr því. Staðreyndin er að hryðjuverkamennirnar eru fyrst og fremst heimamenn og úr nágrannalöndunum.

En það hlýtur jafnframt að vekja upp spurningar og efasemdir um hvernig innflytjendastefna undanfarinna áratuga hafi virkað og hvort þörf sé á breytingum. Ekki síst nú, þegar fjöldinn er meiri en nokkru sinni fyrr?

Molenbeek hverfið í Brussel hefur skotið upp kollinum í rannsóknum á flestum hryðjuverkum sem tengjast Isil á undanförnum árum.

Það er talið að u.þ.b. 6% af íbúum Belgíu fylgi islam. En sama hlutfall í Brussel er um 25% og í Molenbeek er það 40%. Atvinnuleysi í Belgíu er rétt undir 9%. Í Molenbeek er það 30%, og talið er að það sé enn hærri á meðal innflytjenda og afkomenda þeirra.

Í Frakklandi er talað um að hlutfall múslima sé 7 til 10% af íbúafjöldanum. Þó engar tölur liggi fyrir, vegna þess að trúarskoðanir fanga eru ekki skráðar, telja margir að þeir séu u.þ.b. 70% af þeim sem dvelja í fangelsum landsins.

Því miður verður það að teljast ólíklegt að hryðjuverkin í París auki á atvinnumöguleika ungra múslima.

Það má því leyfa sér að álykta að aðlögun þeirra að samfélögum Belgíu og Frakklands hafi ekki gengið vel.

Það er því miður engin ástæða til þess að ætla að aðlögun þeirra sem nú streyma til Evrópu gangi betur.

Mörg evrópuríki glíma við mikið atvinnuleysi og efnahagsörðugleika. Það gefur heldur ekki ástæðu til bjartsýni.

Fyrsta skrefið til að ná tökum á vandamálinu er þó að ríki eða ríkjasambönd hafi stjórn yfir ytri landamærum sínum.

Þar hefur Evrópusambandið misst tökin.

En varin landamæri leysa ekki vandamálin sem þegar eru komin til sögunnar, en slíkt er þó nauðsynlegt til framtíðar.

En það er nauðsynlegt fyrir ríki "Sambandsins" að marka sér stefnu í þessum málaflokki til framtíðar. Enn nauðsynlegra er að þeirri stefnu verði framfylgt.

En sé litið til sögunnar, er ekki hægt annað en að efast um að slíkt takist.

 

 


mbl.is „Stríðsyfirlýsing frá Ríki íslams“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 17.11.2015 kl. 16:33

2 identicon

Spænski rannsóknarrétturinn var aldrei á forræði kirkjunnar heldur var hann stofnaður af Ferdinandi II og Ísabellu drottningu og var alltaf á forræði veraldlegra valdhafa.

Kristinn Jens Sigurþórsson (IP-tala skráð) 17.11.2015 kl. 17:19

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er einkennileg gloppa hjá þér, Tómas, eigandi heima í Vesturheimi, að gleyma að geta þess, að Aztekar fórnuðu gjarnan 25.000 mannslífum á hverju ári, ekki í stríðum, heldur í trúarathöfnum.

 

Að krossferðirnar hafi átt sér rætur í kristni, breytir því ekki, að þær voru ekki farnar til að drepa múslima, heldur til að frelsa hina heilögu gröf (eftir að Tyrkir höfðu hindrað pílagrímaferðir) og til að tryggja frjálsa för pílagríma þangað. En aldirnar á undan og eftir sótti islam fram undir valdi sverðsins, lagði undir sig alla Norður-Afríku, Spán mestallan, Austrómverska keisaradæmið, öll Mið-Austurlönd, allan Balkanskaga og Búlgaríu og sótti allt að borgarhliðum Vínarborgar og hinum megin langt inn í Frakkland – svo rövla þessir menn yfir krossferðunum og hinum skammvinnu, smáu krossfararíkjum eins og ófyrirgefanlegri synd fortíðar, einhverju sem NÚ þurfi að hefna fyrir!

 

Spænski rannsóknarrétturinn átti sér rót og upphaf og meinta réttlætingu í spænska ríkinu, enda ríkisstofnun, ekki stofnun kaþólsku kirkjunnar.

Jón Valur Jensson, 17.11.2015 kl. 17:19

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Þorsteinn Þakka þér fyrir þetta. Það er oft sagt að mynd segi meira en þúsund orð, en þúsund orðin í þessi tilfelli segja ekki neitt. Þau bulla bara, án rökstuðnings, án nokkurrar skynsemi.

En það er heldur ekkert nýtt við það í innleggjum frá þér.

Hver segir, ákveður og skilgreinir hvað tilheyrir og telst til ákveðinna trúarbragða, eður ei?

Hver er hinn endanlegi dómari um hvort að eitthað tilheyri þessum trúarbrögðum eða öðrum, eða séu einfaldlega sjálfstæð trúarbrgögð?

Það er ekki til nein forskrift, alal vegna ekki hvað ég þekki.

Eru mormónar kristnir? Trúa vottar jehóva á sama guð og þjóðkirkjumeðlimur gerir?

Trúa gyðingar á sama guðinn og mótmælendur, nú eða kaþólikkar?

Það má endalaust deila um hvort að meðlimir Isis afbaka islam, eða hvort þeir eru hinir "einu sönnu". Það eru fleiri en einn og fleiri en tveir trúarhópar sem berjast um þann "titilinn".

En að líta fram hjá þeirri staðreynd að Isil eigi rætur sínar í islam, er einfaldlega að afneita staðreyndum.

En hvað ég hef séð af þínum skrifum, er það ekkert nýtt fyrir þér.

G. Tómas Gunnarsson, 17.11.2015 kl. 17:24

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Jón Valur. Þakka þér fyrir þetta. Pistillinns sem ég skrifaði hér er engin "doktorsritgerð" um ill áhrif og illvirki trúarbragða, en það er rétt hjá þér að þar er af nógu að taka.

Hvaða rétt áttu kristnir menn til "frjálsrar farar" um Palestínu, frekar en múslimar um Evrópu?

En eitt af því sem plagar heiminn er einmitt það sem ég kalla stundum "allir hafa ráðið yfir og ráðist á alla einhverntíma". Þetta er þó aðeins "generalising", en ekki staðreynd en mótar þó nútíma samskipti ótrúlega mikið.

Það að kalla Spænska rannsóknarréttinn, "ríkisstofnun", er í besta falli hártogun. Vissulega var honum komið á fót af konungnum, en í þeim tilgangi að varðveita, já hvað ætti að kalla það, "kaþólskri hreintrúarstefnu" í Spænska heimsveldinu.

Réttinum þeim var enda ætlað að leysa af "medieval inguquisition" sem var hrein stofnun kaþólsku kirkjunnar.  Kirkjan sú á enda ótrúlega blóðuga sögu og á köflum hreint ógeðfellda, en það er önnur og mun lengri saga sem þú kannt sjálfsagt.

En það þarf í sjálfu sér ekkert að rífast um að að Isil er einungis enn einn blóðugi ofbeldiskaflinn í trúarbragðasögunni.

G. Tómas Gunnarsson, 17.11.2015 kl. 17:35

6 identicon

Þetta er það besta sem ég hef séð skrifað um efnið

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 17.11.2015 kl. 20:40

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Varðandi aztekana og fórnir þeirra eða morð á miklum altörum, að þá hef ég séð kenningu varðandi það efni, að í raun hafi um verið að ræða aðallega stríðsfangar sem voru drepnir.

Þ.e.a.s. að stríðin hjá þeim fólust aðallega í því að taka fanga.  Ná sem flestum og fórna þeim síðan eftir einhverju ritjúali, að því er virðist.

Þá styllti kenningarmaðurinn því þannig upp:  Að hver er munurinn á að fara í stríð og drepa 100 manns og því að fara í stríð, taka 100 til fanga og drepa þá svo?

Var bara athygisverð kenning.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.11.2015 kl. 22:05

8 identicon

Where the Islamic State Gets Its Weapons

http://www.redicecreations.com/article.php?id=33230

hryðjuverkin i Frakklandi koma islam ekkert við

http://beforeitsnews.com/eu/2015/11/the-paris-false-flag-latest-news-you-wont-believe-it-2593410.html

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 18.11.2015 kl. 00:46

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er engin hártogun að kalla spænska rannsóknarréttinn ríkisstofnun, heldur þvert á móti kórrétt. Þótt miklu hafi verið logið um fórnarlömb þessa réttar (uppblásnar tölur), þá var hann samt langtum grimmari en rannsóknarréttur kaþólsku kirkjunnar hafði verið.

"Kirkjan sú á enda ótrúlega blóðuga sögu og á köflum hreint ógeðfellda," skrifar þú, en rökstyður það ekki. Vitaskuld voru jafnvel æðstu menn hennar bara mannlegir og sumir þeirra ekki aðeins ógeðfelldir, heldur ósiðlegir, en orð þín um "ótrúlega blóðuga sögu" kaþólsku kirkjunnar gefa meira í skyn en skrif þín standa undir, Tómas, eru eins og tilraun til að leggja allt að jöfnu, kristindóm og islam, þótt það sé fráleitt. Og ofbeldið er ekki inngróið í kristindóminn frá upphafi eins og það hins vegar var hjá stríðsherranum Múhameð.

Jón Valur Jensson, 18.11.2015 kl. 03:38

11 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Þetta eru nú bara ágætlega lærð skrif hjá þér, þótt kannski stæðust þau ekki doktorsprófskröfur. Það þarf svolítið að skerpa á greinarmuninum á milli þess hvort íslam sé beinlínis orsök hryðjuverka eða stuðli að þeim, eða ljái þeim réttlætingu. Ég held að íslam sé ekki bein orsök, en veiti hryðjuverkamönnunum merkingu í annars innantómt líf. Að því leyti er þetta alveg eins og með stæka kristni - hún hefur oft verið í sama hlutverki.

En bein orsök og hvati verkanna býr hvergi nema í sál þeirra sem þau fremja, og eins og við vitum eru margar sálir áhrifagjarnar og þyrstir í merkingu og aðdáun annarra - og að ganga í augun á guði. Svo undarlega sem það hljómar eru hryðjuverkamenn með verkum sínum að upphefja sig. Það hefur ekkert með þeirra tilteknu trú að gera, hún er bara verkfærið sem þeir nota til að ná markmiði sem er þeirra eigið og persónubundið.

Kristján G. Arngrímsson, 18.11.2015 kl. 08:25

12 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þakka ykkur öllum fyrir innleggin.

@Helgi.  Það er gömul saga og ný að vopn flæða um heimsbyggðina, og að fyrir þá sem hafa fé undir höndum er alla jafna ekki erfitt að koma höndum yfir þau.

Ég ætla ekki að fullyrða neitt um þennan einstaka vitnisburð, enda ekki í aðstöðu til þess. En segi aðeins að það er ekkert nýtt að slíkir vitnisburðir komi fram og reyndar til rannsóknir um hvernig mismunandi vitnisburðir koma fram af sama atburðinum.

@Jón Valur Þakka þér fyrir þetta. Og hversu skýr var nú munurinn á milli kirkjunar og ríkisins á Spáni?

In only one important respect did Ferdinand intervene in Aragonese politics—over all local protests he revived the moribund medieval Inquisition which, like the new Inquisition in Castile (after 1478), was placed under royal control. In both Castile and Aragon the Inquisition attacked the political and economic positions that had been won by middle-class conversos (Jews who had previously been forced to accept baptism). Conversos emigrated in large numbers; their place in commerce and finance tended to be taken by foreigners. In Castile, the Genoese, Flemings, and Germans grew fat on the wealth of the new Atlantic trades.

Ferdinand and Isabella exerted unrelenting pressure on the papacy in order to gain control of the wealth and power of the Spanish Church. In 1486 they were handed full patronage rights over bishoprics to be established in the newly conquered Moorish lands in Granada. Papal bulls of 1493, 1501, and 1508 also made the Crown master of ecclesiastical appointments and revenues in the New World. Ferdinand and Isabella also gradually assumed control of major ecclesiastical offices in their realm, thus gaining an important new source of patronage and revenue.

http://www.encyclopedia.com/topic/King_of_Spain_Ferdinand_V.aspx

Þetta gilti um fleiri lönd á þessum tíma og oft síðar, að aðgreiningin á ríki og kirkju var langt í frá skýr. Einveldis konungar nutu velvildar páfa og stjórnuðu síðan að miklu leyti kirkjunni í löndum sínum.

Það sem ég skrifa hér er auðvitað fyrst og síðast mín skoðun. Eðli máli samkvæmt eru skrifin ekki mjög löng og oft alls ekki tæmandi um viðkomandi málefni, enda málefnin þannig að þau verða oftar en ekki ekki brotin til mergjar á síðu sem þessari.

En þú tekur undir það sem ég segi um sögu kirkjunnar, því kirkja eða aðrir trúarsöfnuðir er ekkert meira en þeir sem standa að þeim. En auðvitað eru leiðtogar stærri hluti mengisins en "óbreyttir". Séu þeir "ekki aðeins ógeðfelldir, heldur ósiðlegir", er líklegra en ekki að stofnunin sem þeir leiða sé það einnig.

G. Tómas Gunnarsson, 18.11.2015 kl. 08:43

13 identicon

Sko, góurinn ... hefurðu hugsað út í það að ISIS séu "Bandaríkin", sem eru að vinna fyrir hönd Ísrael og Saudi-Arabíu.  Hvers markmið, sé að fá sem flesta "Múslima" burtu úr mið-austurlöndum, og endurskipuleggja landamæri mið-austurlanda.

Hvernig dettur þér í hug, að ISIS sé að vinna fyrir hönd Múslima? Með þvi að fá sem flesta Múslima drepna, og gerða heimilislausa? Er það markmið ISLAM? Það eina sem við vitum með vissu, þegar Vesturveldin eru annarsvegar, er að þeir varpa sprengjum og eyðileggja þjóðir, þegar ódæðisverk eins og París á sér stað. Frakkar eru fyrrverandi nýlendu herrar, og framför þeirra í Algier, eru ekki til fyrirmyndar sem "mannúðar" aðilar.

Og hvað vitum við um Rússa, þegar gerð er hryðjuverkaárás á þá? Hefnd Rússa, er heimsfræg ... Rússar eru ekki kallaðir "Vlad the Impaler", bara af ástæðulausu. Þegar Rússar segja "world of pain", þá meina þ€ir það.

Hvernig dettur þér í hug, að markmið ISLAM, sé að fá sem flesta "Vlad the Impaler" til að koma og drepa fólk í mið-austurlöndum?

Að ISIS hafi fyrir markmið, að skapa sem mestan glundroða í mið-austurlöndum.  Fá þá alla á flótta, og drepna ... svo að sem flestir fari á flótta, og flytji til Vesturlanda.

Þetta eru augljós áform, ISIS. Því er hægt að segja með algerri vissu, að ISIS hati Múslima, og hati Vesturvelding ... og líka Rússland.

Hverjig gætu það verið? hmmmm?

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 18.11.2015 kl. 09:53

14 identicon

Helgi Ármansson, þér ber að skoða upplýsingar sem koma á netinu. það er engin leynd yfir því, að Bandaríkin hafa varpað vopnum úr flugvélum, yfir Sýrlandi, sem ISIS hefur sjálft sýnd myndir af að þeir hafi náð hönd á.  Bandaríkin gáfu einnig Írökum hergögn, sem ISIS komst yfir í Mosul.  Þetta er staðfest af öllum aðilum.  Íran, notar CQ riffla ... en Kurdar nota M16 riffla.

Að ISIS hafi lýst þessu á hendur sér, fer heldur ekkert á milli mála.

Síðan er spurningin, hverjir eru ISIS.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 18.11.2015 kl. 10:29

15 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján Þakka þér fyrir þetta. Ég hygg að ég þyrfti að bæta við nokkrum blaðsíðum, eins og þetta er sett fram eru þetta fyrst og fremst snöggsoðnar vangaveltur. En það er vert að vekja á því athygli á því að ég er ekki að segja með skrifum mínum að Isil sé islam eða samnefnari islam. En hins vegar finnst mér ótvírætt að Isil á rætur sínar í islam og svo líkingin sé tekin lengra, þá sækir hreyfingin næringu sína þangað. Vissulega liggur ábyrgðin á ódæðisverkum mest hjá þeim sem framkvæmir þau, en það er þó ekki ástæða til þess að gera lítið úr þætti annara. "Andlegir leiðtogar" og aðrir áhrifavaldar sem færir eru um að móta ungar sálir bera óneitanlega sína ábyrgð og fleiri koma til sögunnar. En það sem ég er að segja er að jafn rangt og það er að kenna múslimum almennt um voðaverk af þessu tagi, er það að halda því fram að þetta komi islam ekkert við og tengist því ekkert. Alls kyns "múllar", "imanir" og aðrir leiðtogar múslima hafa hvatt til og talað fyrir hryðjuverkum og öðrum ofbeldisverkum. Það þýðir ekki að þeir tali fyrir hönd hins "almenna múslima", en það þýðir heldur ekki að þeir séu ekki hluti af islam.

P.S. Tók þessa athugasemd út og bætti við orðinu "ekki" við síðustu málsgreinina.

G. Tómas Gunnarsson, 18.11.2015 kl. 10:32

16 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Bjarne Þakka þér fyrir þetta. Ég hef heyrt "þetta er allt stórt samsæri" kenninguna oft áður um margvísleg málefni.

Það er í sjálfu sér ekkert nýtt að múslimir (eða aðrir trúarhópar), vilji óbeina trúbræður sína feiga, ef þeir eru ekki alveg á sömu línu.

Þú sjálfur gerir reyndar af því skóna að Saudar (múslimar) hiki ekki við að láta drepa aðra múslimi, en dregur jafnframt þá ályktun að slíkt geti ekki átt við aðra múslimi, Isis.

En það er engin ástæða fyrir bardagamenn Isis að óttast dauðann, enda bíður eilíf paradísarvist þeirra, eftir stutta (en snarpa) jarðvist.

Islam er ekki "einn málstaður", eða ein heild, hefur ekki verið lengi og mun líklast aldrei verða aftur.

Það er grundvallar misskilningur þegar talað er á þann veg.

G. Tómas Gunnarsson, 18.11.2015 kl. 10:45

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tómas, í tilvitnun þinni í svarinu til mín eru hlutir sem ættu að skýra fyrir þér, hvernig það voru hagsmunir spænska ríkisins (sem styrkzt hafði mjög með sameiningu konungdæmanna tveggja og síðan með auði sem fór að brast frá Vestuheimi) sem þrýstu á um að þetta ríki gerðist jafn-svæsið í sínum rannsóknarrétti og raun bar vitni -- og ekki nóg með það, heldur með því að svæla til sín völd undan kaþólsku kirkjunni: "Ferdinand and Isabella exerted unrelenting pressure on the papacy in order to gain control of the wealth and power of the Spanish Church."

Vissa hliðstæðu við þetta eigum við að þekkja frá Norðurlöndunum og Þýzkalandi, þar sem konungar og furstar svældu undir sig yfirstjórn kirkjunnar, auð, völd og embætti, jarðir biskupsstólanna og klaustraeignir allar með og það hreinlega með beinni árás á kaþólsku kirkjuna, rétt eins og gerðist hér á Íslandi, en sízt til góðs fyrir fátækrahjálp, sjúkraþjónustu og menningarstarf.

Í kaþólska heiminum (þeim sem fekk þó áfram að heita kaþólskur) var hins vegar hliðstæða við spænska ástandið í Frakklandi og birtist í s.k. Gallicanisma, strax á 15. öld. Síðar, í valdatíð Lúðvíks 14. (sem ríkti 1643-1715), var klerkastéttin beygð undir þessa stefnu, sem beindist að því að takmarka völd páfadæmisins í Frakklandi, gera mikið úr staðbundnum kirkjuþingum þar og gefa konungsvaldinu þar drjúg áhrif.

Viss hliðstæða átti sér svo stað í Austurríki með s.k. Josephinisma, í tíð Jósefs 2. keisara, sem takmarkaði réttindi prestastéttarinnar.

Allt var þetta til marks um vaxandi völd konungdæmanna á kostnað kirkjunnar og auðveldur farvegur til sjálfselskrar hagsmunasóknar þeirra sjálfra, þvert gegn vilja kaþólsku kirkjunnar. Og í þessu ferli áttu sér stað margir ljótir hlutir, m.a. strax á öndverðri 14. öld í ofsóknum frönsku krúnunnar gegn Musterisriddarareglunni, með lognum ásökunum og fjöldaaftökum (54 riddara), og löngu síðar var harkalega ráðizt á Jesúítaregluna og Clemens páfi 14 knúinn til að leggja hana niður 1773. Ekki batnaði svo ástandið með frönsku byltingunni, þar sem klerkahatur forsprakkanna reið húsum, og misstu þá margir kirkjunnar menn lífið, en fórnarlömb þessarar ranglega rómuðu byltingar voru um 60.000 talsins.

Þeir menn, sem fullyrða út í bláinn um "ótrúlega blóðuga sögu" kaþólsku kirkjunnar, mættu gjarnan huga að þessum þrengingum þeirrar kirkju af hendi veraldlegra valdhafa og það allt fram á 20. öld.

Jón Valur Jensson, 18.11.2015 kl. 12:51

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Í 1. klausu átti að standa:

(sem styrkzt hafði mjög með sameiningu konungdæmanna tveggja og síðan með auði sem fór að berast frá Vesturheimi)

Jón Valur Jensson, 18.11.2015 kl. 13:04

19 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Jón Valur Þakka þér fyrir þetta. Ég nenni nú ekki að munnhöggvast lengi við þig um þetta. Enda ólíklegt að niðurstaða fáist.  Enda flestir færir um að mynda sér skoðun á eigin spýtur.

En ég ætla aðeins að segja þetta.

Allt sem þú færir fram sem rök hér, bendir í raun í sömu áttina. Það átti sér stað gríðarleg barátta um auð og pólítísk völd á milli þjóðhöfðingja (einvalda) og kirkunnar (oftast kaþólsku kirkjunar).

Sem sýnir einfaldlega hvað kirkjan var rammpólítísk stofnun og hagaði sér oft á tíðum eins og auðhringur með pólítískan arm.

Vissulega má stundum deila um hvor var veri kirkjan eða þjóðhöfðinginn og fellur líklega titillinn sitt á hvað.

En þannig er saga kirkunnar ekki síst um pólítíska baráttu, auð og völd og spillingu því tengdu.

Því hafa fylgt ofbeldi, misyndis og óhæfuverk.

Það þýðir ekki að hún hafi ekki unnið þörf störf einnig, en fyrir mér er hún í dag algerlega óþörf.

G. Tómas Gunnarsson, 18.11.2015 kl. 14:11

20 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú sannar ekkert, Tómas, með þessum almennu alhæfingum þínum (sem eru kannski í takt við tízkuhugsun, en byggja ekki á neinum tilfærðum konkret dæmum og staðreyndum), eins og þessum alhæfingum: "Það átti sér stað gríðarleg barátta um auð og pólítísk völd á milli þjóðhöfðingja (einvalda) og kirkunnar (oftast kaþólsku kirkjunar). Sem sýnir einfaldlega hvað kirkjan var rammpólítísk stofnun og hagaði sér oft og tíðum eins og auðhringur með pólítískan arm."

Kirkjan varð ekki "rammpólítísk stofnun" með því að klaustrunum væru gefnar miklar jarðeignir og gætu því stundað bæði spítalarekstur og menningarstarf o.m.fl. (voru m.a. brauryðjendur í garðrækt).

Það var líka verulegur plúralismi innan kirkjunnar, ekki allur auðurinn á einni hendi, landskirkjurnar réðu sér að verulegu leyti sjálfar í eignamálum án aðkomu páfadæmisins eða erkibiskupa, og innan hvers biskupsdæmis átti það sama sér stað í prestaköllum (beneficia) og klaustrum, þótt skipunarvaldi til embætta (á hendi biskups eða erkibiskups, stundum konungs) fylgdu vitaskuld allveruleg áhrif. En dæmi heil. Thómasar Becket og Guðmundar góða Hólabiskups sýna líka, að skipunarvaldið fól ekki sjálfkrafa í sér beina fjarstýringu af hálfu þess, sem skipað hafði manninn í embættið.

Fyrir þér, skv. lokaorðum þínum, er kirkjan "í dag algerlega óþörf," og sýnir það í hnotskurn fordóma þína gegn kristinni kirkju.

Jón Valur Jensson, 18.11.2015 kl. 16:24

21 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Jón Valur. Þakka þér fyrir þetta. Það má auðvitað segja að ég sanni ekkert hér, það hefur þú reyndar ekki heldur gert, enda ekki ætlast til þess á þessum vettvangi.

Þetta er fyrst og fremst minn vettvangur, þar sem ég tjái skoðanir mínar.

Það hlýtur að hafa glatt þitt litla hjarta að þykjast hafa fundið út að kirkjan væri fórnarlamb fordæma. Rímar vel við fórnarlambavæðinguna nú til dags.

En ég hef nákvæmlega enga fordóma gagnvart kirkjum eða kristni, þó að fyrir mér sé hvorutveggja óþarft. Þú átt líklega eins og oft áður erfitt með að skilja lykilatriði eins og "fyrir mér".

En mín vegna má fólk fara í kirkju, hanga á miðilsfundum, stunda hópkynlíf, taka þátt í borgaralegum fermingum, reykja hass, stunda fallhlífarstökk, nota getnaðarvarnir, stunda kynlíf með öllum kynjum, borða hvalkjöt eða dunkin´Donuts og svo framvegis.

Þetta klagar ekkert upp á mig svo lengi sem einstaklingarnir sem gera þetta og taka þátt gera það af fúsum og frjálsum vilja.

Megnið af þessu höfðar ekki til mín, en ég er ekki haldin þeirri hvöt að vilja ákveða hvað aðrir eigi að gera eða hvað þeim er fyrir bestu.

Ég hef hins vegar oft lýst þeirri skoðun minni að ég myndi vilja vera laus við að greiða fyrir hobbý annara og líti á það sem sjálfsagða kröfu.

En þetta eiga sósíalistar og forræðishyggjumenn margir erfitt með að skilja.

G. Tómas Gunnarsson, 18.11.2015 kl. 17:56

22 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Tommi, ég er eiginlega alveg sammála því sem þú segir í svari þínu við mínu fyrra innleggi. Langar síðan að bæta við þessu úr leiðara dagsins í Globe and Mail:

"When a member of Islamic State wakes up screaming in the night, terrified by a nightmare, it’s not images of beheadings or rape or mass slaughter that bedevil him. No, his personal hell is Canada – a pluralistic, tolerant Western society where Muslims and people of all faiths and none are welcomed and live together in peace. For terrorists who exploit religious hatred for their own ends, that’s real horror."

Kristján G. Arngrímsson, 19.11.2015 kl. 06:42

23 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján Þakka þér fyrir þetta. Innflytjendastefna Kanada er að mestu leyti vel heppnuð og hefur gengið vel upp. Það þýðir ekki að það komi ekki upp vandamál.

Það hafa nokkur hryðjuverk verið stöðvuð, líklega það nýjasta hvað varðaði Via lestina. Var talið tengt Al-Qaeda og sökudólgarnir tveir voru dæmdir í lífstíðarfangelsi.

Stærr plot var stöðvað 2006, þar sem ætlunin var að sprengja upp byggingar í Toronto, ef ég man rétt.

Á þessu ári man ég eftir tveimur tilfellum sem voru stöðvuð í upphafi ef svo má segja. Þar var um að ræða unga menn, alla undir 20 ef ég man rétt og málin voru leyst með "ökklaböndum" og að þeir "sættust" á eftirlit.

Vissulega gott þegar slíkt er hægt.

Það er talið að á milli 100 og 200 múslimar hafi farið frá Kanada til að berjast með Isil.

En það er rétt að innflytjendastefna Kanada er ágætlega vel heppnuð. En hvað skyldi valda?

Vissulega skiptir máli hvernig búið er að þeim, en ekki síður að mínu mati að Kanada hefur fulla stjórn á stefnunni.

Það kemur enginn "óskrínaður" inn í Kanada, hvorki frá öryggis eða heilsusjónarmiði. Það eru strangar takmarkanir í gangi og fjöldinn er takmarkaður.

Kanada flytur úr landi þúsunda "ólöglegra" einstaklinga ár hvert og hefur það oft valdið deilum.

En reglur eru reglur og þeir sem brjóta þær eiga ekki að njóta forgangs. Það eru líka skýr skilaboð.

Og nú þegar ný ríkisttjórn hefur lofað að taka á móti 25.000 flóttamönnum frá Sýrlandi (sem jafngildir því að Íslendingar tækju á móti 250 u.þ.b.), þá er því lofað að enginn afsláttur verði gefin á þessum "tjekkum".

Kanada, rétt eins og Ísland, vinnur þetta með Sameinuðuþjóðunum, en lætur Kanadíska herinn sjá um að sækja flóttafólkið til Sýrlands eða Líbanon og byggja að hluta á "tjekki" Sameinuðu þjóðanna en framkvæma jafnframt sín eigin.

En Kanada var búið að ákveða áður en ný ríkisstjórn tók við að taka á móti 10.000 flóttamönnum.  Svo strangt er ferlið, eftir því sem ég kemst næst, að síðastliðna tvo mánuði hafa þeir flutt til Kanada rétt um 700 einstaklinga.

Það gerir svo Kanada vissulega auðveldara að halda út innflytjendastefnu undir þessum merkjum, að eiga eingöngu landamæri að einu landi, Bandaríkjunum.

Það er ekki mikil hætta á miklum straum þaðan. En Kanada býr heldur ekki við það fyrirkomulag að einstaklingar frá fjölda þjóða eigi sjálfkrafa rétt til að flytja til landsins.

Það gerir þeim kleyft að hafa stjórn á ferlinu frá A til Z, ef svo má að orði komast. En ekkert kerfi er auðvitað fullkomið.

G. Tómas Gunnarsson, 19.11.2015 kl. 11:35

24 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Þessi tilvitnun er nú kannski frekar um hugmyndafræði eða viðmót, frekar en raunverulega framkvæmd. Þetta á held ég ekki bara við um Kanada, mér hefur sýnst að Þjóðverjar hafi farið af stað með svipaðum hugsunarhætti, en svo hafi raunveruleikinn orðið svolítið erfiðari viðfangs, eins og oft vill verða. En það er líka bara þessi hugmynd, sem ég hef séð annarstaðar, að það sem terroristum og öðrum hreintrúuðum þyki verst af öllu sé umburðarlynd og að ekki sé leitað hefnda. Þeir eru sjálfir svo fastir í því að öfgahugsun sé hinn eini sanni veruleiki að þeir skilja ekki (og þola þar með ekki) umburðarlyndi og frjálslyndi.

Kristján G. Arngrímsson, 19.11.2015 kl. 11:46

25 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján Þakka þér fyrir þetta. Ég skyldi þetta vissulega sem hugmyndafræði, eða í raun öllu heldur viðmót.

En það er vert að hafa það í huga að það er mun auðveldara að temja sér slíkt viðmót og viðhafa það í praxís, ef sían er sterk og tekur í það minnsta út verstu "elementin".

Ég man aldrei eftir alvarlegum deilum um þessa stefnu Kanada. Það hefur verið deilt um fjöldan og aðeins líka um hvernig eigi að beita skilyrðunum og jafnvel um skilyrði.

En ég man aldrei eftir kanadískum stjórnmálamanni sem vildi opna "allt upp á gátt", eða gjörbylta innflytjendastefnunni á skömmum tíma.

Það svo auðvitað tvennt til með umburðarlyndið. Það kann að fara í taugarnar á sumum, en aðrir líta hreinlega á það sem merki um veikleika og "úrkynjun" Vesturlandabúa, sem sjálfsagt sé að notfæra sér og ganga á lagið.

G. Tómas Gunnarsson, 19.11.2015 kl. 12:21

26 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Já ég held að þeir sem radíkalíserast (hvort sem er í nafni íslam, kristni eða þjóðernis) líti á umburðarlyndi sem hættulega úrkynjun og aumingjaskap og séu þar af leiðandi hræddir við það. Þeir bregðast því til varnar sínum málstað til að hinir úrkynjuðu valdi honum ekki skaða. Þess vegna er umburðarlyndi besta aðferðin til að hefna sín á slíkum vitleysingum - af því að umburðarlyndi veldur þeim ótta og martröðum, eins og segir í leiðara Globe.

Kristján G. Arngrímsson, 19.11.2015 kl. 14:45

27 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján Þakka þér fyrir þetta. Ég hef í sjálfu sér ekki séð að umburðarlyndi kanadabúa hafi valdið einum né neinum martröðum, eða fríað Kanada við árásum öfgamanna.

Ég held ekki að árásirnar í Evrópu eða vilji ungra múslima í Kanada og Evrópu til að berjast fyrir Isil komi til vegna skorts á umburðarlyndi gagnvart þeim. Ég get ekki séð að þeir hafi fengið martraðir út af því.

Þvert á móti hefur þeim verið sýnt umburðarlyndi sem þeir sýna ekki á móti.

En flestir kjósa að leiða þetta að mestu hjá sér og láta löggæslu um málin og hún stendur sig nokkuð vel víðast hvar.

Því ef hin kinnin er boðin er allt eins líklegt að hún fái einnig högg.

Högg geta flestar þolað, en skot og sprengiefni hafa önnur áhrif.

G. Tómas Gunnarsson, 19.11.2015 kl. 15:01

28 identicon

"...Isis afbaka islam, eða hvort þeir eru hinir "einu sönnu".

Eru þessir hérna fyrir neðan hinir einu sönnu eða hvað???


Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 19.11.2015 kl. 21:22

29 identicon

Hvað með þessa konu hérna 

Jihad Jew

http://gmmuk.com/an-american-jew-posing-as-a-jihadist-trying-to-incite-terror-attacks-has-been-arrested-by-fbi/

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 19.11.2015 kl. 21:46

30 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 19.11.2015 kl. 21:48

31 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 19.11.2015 kl. 21:49

32 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 19.11.2015 kl. 21:51

33 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Þorsteinn. Til hamingju. Þú ert fyrst og eini aðilinn sem ég hef bannað frá athugasemdum hér á þessu bloggi. Svona "ruglspam" er eitthvað sem ég kæri mig ekki um og verður ekki liðið hér.

Hef engan áhuga á að þvæla fram og aftur um illa "fótosjoppaðar" myndir og "kúkkú" samsæriskenningar.

G. Tómas Gunnarsson, 20.11.2015 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband