Að munnhöggvast við kjósendur

Ég er þeirrar skoðunar að það sé aldrei til góðs að munnhöggvast við kjósendur, eða að gera lítið úr þeirra skoðunum.

Ég hef áður bloggað um að kjósendur hafi alltaf rétt fyrir sér, og er enn þeirrar skoðunar.

Það er hægt að rökræða fram og til baka um hvort að það sé verðskuldað hvernig kjósendur greiða atkvæði, eða beita útstrikunum, en það hefur ekki mikin tilgang.

Valdið er kjósenda.

Ef það margir kjósendur strika út frambjóðendur að þeir falli niður um sæti, ber að taka slíkt alvarlega og viðkomandi frambjóðendur ættu að taka því með auðmýkt, þeir fá alvarlega áminningu.

Þó að ég sé þeirrar skoðunar að auglýsingar einstaklinga séu ekki til fyrirmyndar hvað þetta varðar, er þeirra réttur óvéfengjanlegur til að tjá skoðanir sínar.

Það má heldur ekki gera lítið úr kjósendum, með því að segja að útstrikanir séu eingöngu um að kenna auglýsingum, kjósendur eru sjálfstæðari en það að ég tel.

Auglýsingar geta selja ekki vöru sem kjósendum lýst ekki á, spyrjið bara Ástþór Magnússon og Jakob Frímannsson um það. 

Allar auglýsingar Íslandshreyfingarinnar skiluðu rétt ríflega 4300 atkvæðum. 

Það er mín bjargföst trú mín, að auglýsingar kaupi ekki atkvæði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband