Ferðaþjónusta vs stóriðjan

Það hefur mikið verið rætt um ferðaþjónustu og stóriðju á undanförnum misserum.  Gjarna svo að þetta séu andstæðir pólar sem engan vegin geti farið saman.

Persónulega tel ég það fjarri lagi.  Bláa lónið er auðvitað besta dæmið um það, en á meðan ég bjó á Íslandi höfðu þeir útlendingar sem ég keyrði um landið ekki síður gaman af því að sjá t.d. Nesjavelli.

En nóg um það.  Það hefur líka verið sagt að það vilji fáir vinna í stjóriðjuverum, að það muni enda með því að útlendingar muni koma og vinna þau störf og þar fram eftir götunum.  Nú veit ég ekki nákvæmlega hvernig gengur að manna álver á Íslandi í dag, en hef þó heyrt að í það hafi gengið nokkuð vel.  En á visir.is mátti lesa frétt í dag um hve mikil vandræði það eru að manna ferðaþjónustuna.  Þar segir m.a.:

"Erlendum starfsmönnum hefur fjölgað gríðarlega í ferðaþjónustu hér á landi undanfarin ár og eru þeir sums staðar um fjörutíu prósent starfsmanna. Hildur Jónsdóttir, eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Farvegur, segir að svo erfiðlega hafi gengið að manna sumarstörfin í sumar að heyrst hafi að forsvarsmenn stærstu hótelkeðja hafi áhyggjur."

" Hildur segir að í sumum tilfellum tali enginn íslensku. „Þetta er náttúrulega af því að við eigum ekki fólk til að manna þessi störf," segir hún. „Nú er algengt að nemendur vinni bara í sex vikur á sumrin og það nýtist hótelunum ekki nógu vel því að þau þurfa fólk til lengri tíma. Þarna finnum við fyrir breytingu og þetta þurfum við að skoða."

Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda, segir að mönnunin sé auðvitað „hálfgert vandamál" í bændagistingunni, margir bændur leysi starfsmannamálin með fjölskyldu og sveitungum en aðrir leysi það með erlendu starfsfólki. „Það er allur gangur á þessu. Það er viðvarandi vandamál að fá kokka til starfa yfir hásumarið. Mikið af skólafólki kemur til vinnu á þessum stöðum en svo hefur færst í vöxt að erlendir starfsmenn komi til vinnu úti á landi," segir hann."

Fréttina í heild má finna hér.

Ekki ætla ég að segja að ég kunni skýringu á þessum vandræðum ferðaþjónustunnar, til þess þekki ég ekki nógu vel til, en fyrstu atriðin sem koma upp í hugann eru að á meðan atvinnuástand er gott verður alltaf erfitt að fá starfsfólk í tímabundin störf (ferðaþjónustustörf á Íslandi eru nokkurs konar vertíð) og svo hitt að ferðaþjónustan er almennt ekki þekkt fyrir að bjóða upp á hálauna störf.

Nú vantar bara að einhver fjölmiðillinn beri saman hlutfall af erlendu starfsfólki í ferðaþjónustunni og stóriðju, en það virðist ljóst að Íslendingar flykkjast ekki til starfa í ferðaþjónustunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband